Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1907, Síða 16

Freyr - 01.01.1907, Síða 16
12 FREYR. mestu fastheldni við gamlar óveDj'ur og deyfð og framtaksleysi. Það er svo ósköp fyrirliafnarlítið, að láta hrossin tímgast og vaxa upp á sama hátt og grasið í haganum, og þá er eigi ónýtt að spara folatollinn! Hinu er síður gaumur gefinn, þótt það só daglegt brauð, að af tveim tryppum jafngömlum, sem alin eru upp alveg eins, er annað miklu fallegra og vænna en hitt, og selst þriðjimgi til helmingi hetur eða meira. Eæstir leggja á sig þá fyrirhöfn, að athuga hvernig á því steudur, og enn færri færa sér í nyt reynslu sína og annara í þessu efni. Sjálfsagt dregur það nokkuð úr frankvæmd- uin, að ýmsir eru hræddir um, að erfitt sé að sjá á hryssum, nær þær eru álægja (í hesta- látum, með hestagangi), og að afleiðingin af að hafa graðfolana í haldi yrði sú, að hryssur mistu iðuglega af tíma. Þeim, sem þetta óttast, þykir að likindum ekki ófróðlegt að heyra, að Gnúpverjahrepps- menn í Árnessýslu leigðu kynbótahest 3 vikna tíma seiuastliðið vor. Hesturinn var hafður á gjöt, og kostaði fóðrið 50 aura á dag. Undir hann voru leiddar 24 hryssur, en hvað margar af þeim hafa fyljast er enn óvíst. Venjulegast fyljast ekki nema 2/3—3/4 af þeim hryssnm, sem undir fola eru leiddar, eða ganga með þeim. Kostnaðinum við kynbótahestinn á að jafna niður á öll folöld, sem fæðast í hreppnum næsta vor, eins þótt móðirin hafi eigi verið leidd undir hann, og því vitanlega fengið með öðrum fola. Eg hefi spurst fyrir hjá hændum þar eystra, er notuðu folann, hvort nokkrir erfið- leikar hafi verið á að sjá, nær hryssurnar voru álægja, og fengið það svar, að svo hafi ekki verið. — Á hverjum bæ eru fieiri og færri hest- ar, er ganga með hryssunum, og þegar þær eru álægja, sést það strax á því, að eldri hestarnir verja þær fyrir þeim yngri, og heimahestar fyrir aðkomuhestum. Hryssur eru í hestalátum 24—36 kl.st. í senn, og þarf því að líta eftir þeim einu sinni á dag, þann tíma vorsins, er menn vilja að þær fái tyl, en með því að hross eru venjulegast heimavið um það leyti árs, er sú fyrirhöfn ekki tilfinnanleg. Hryssum, sem leidd- ar eru undir fola, má riða að heiman og heim, ef ekki er farið hart. I hverju bygðarlagi þurfa að vera að minsta kosti 2 kynbótahestar, annar af áhurðar eða vagnhestakyni, en hinn at reiðhestakyni. Þar sem vel hagar til, geta 2 eða 3 hreppar verið samau um sömu kynbótahestana. Óhætt er að leiða 50—60 hryssur undir fullorðinn kynbótahest, en þá má ekki brúka hann til vinnu þanD tíma, sem undir hann er leitt. Annan tima árs má brúka kynbótahesta til vinnu eins og önnur hross. Alla fola á að gelda, vorið sem þeir verða 2 ára, áður en grös fara að gróa, nema þá, sem ætlaðir eru til undaneldis. Þá á að hafa í girðingum 3. og 4. sumarið (samb. Erey I. 1. bls. 2—5), því til undaneldis ætti ekki að nota graðfola neitt til muna, fyr en þeir eru fullra 4 ára. Ef bændur fara ekki bráðlega alment að taka sér fram í þessu efni, sé eg eigi betur en að óhjákvæmilegt verði, að banna með lög- um að nokkur graðfoli, eldri en 2 vetra, gangi laus að sumrinu, því auðsætt er, að hið nú verandi sleifarlag á hrossarækt vorri, má eigi við gangast til langframa. Reynslan hefir sýnt, að lög um samþyktir um kynbætur hesta frá “/,! 1891 og viðaukalög við þau frá ao/i2 1901 koma eigi að verulegu haldi. G. G. Köfnunarefnisáburður. Aðal næringarefni plantnanna eru: Tcöfnun- arefni, Jcalí og fosfór. Af öllum þessum nær- ingarefnum er meira eða minna í jarðveginum enda þrífst enginn gróður án þeirra. í flestri ræktaðri jörð, þar sem gróðurinn, uppskeran, er ár- lega flutt burtu, er þó svo lítið af þessum efn- um, að bera verður á — borga jörðinni að meira eða minna leyti efnin, sem burt eru flutt. Húsdýraáburðurinn er aðaláburðurinn í öllum löndum, og eini áburðurinn, sem nutað-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.