Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 17
FREYR. ur er hér á landi, svo teljandi sé. í lionum eru öll næringarefni plantnanna. — En búpen- ingsáburðurinn er alt of lítill, til að fullnægja þeicn kröfum, er sívaxandi fólksfjölgun í heim- inum gjörir til jarðræktarinnar. Yerzlunará- burður er því mjög mikið notaður í flestum löndum Everópu og Ameríku, og óefað íer notkun hans stórum vaxandi hér á landi, eftir því sem áhugi á jarðrækt og þekking á gagn- semi haus eykst. Notkun verzlunaráburðar fer stöðugt vax- andi í keiminum, eftir þvi sem ræktaða landið er aukið og ræktunin batnar. Eðlilegt er því að menn spyrja, hvort hægt muni verða, að ful]- nægja í framtíðinni þessum sívaxandi þörfum, enda hefir fjöldi þjóðhagsfræðinga seinasta mansaldurinn spreitt sig á að svara þeirri spurningu. Af steintegundum, sem fosfórsýruáburður- inn er unninn úr, eru óþrjótandi námur íýms- um löndum. Mest allur kalíáburður, sem hingað til hefir verið notaður, er frá Norður- Þýzkalandi — úr Stassfurt námunum. Þar eru ógrynnin öll af kalisöltum, og í ýmsum öðrum löndum hafa þau fundist, svo kalíhörgul þarf naumast að kvíða. Alt öðru máli er að gegna með köfnunar- efnisáburðinn. Plönturnar þurfa mjög mikið af lionum, en byrgðir eru litlar, og hann ó- drýgist mjög í meðferðinni. Mest allur köfnunarefnisáburður, sem verzl- að er með, er frá Chili á vesturströnd Suður- Ameriku. Þar er afar stórt, eins eða fárra feta þykt lag, af saltpétursúru natruni, er safn- ast hefir saman frá ómuna tíð. Þessi áburður nefnist Vilísaltpétur. Köfnunarefnið í honum er 12—15%, og 100 pd. kosta, flutt hingað til lands, 13 kr. A fyrri hluta 19. aldar var farið að flytja þennan áburð á heimsmarkaðinn. Arið 1860 nam útflutningurinn 68,000 smálestum, en árið 1900 1,5 miljón smálesta eða 22 sinnummeira en tveim mannsöldrum áður. „Eyðist flest sem af er tekið“ segir mál- tækið og svo er með kílísaltpéturinn; eftir nokkra áratugi verður búið að tæma nám- urnar, og þar með er hann úr sögunni. Annar köfnunarefnisáburður, sem talsvert 13 hefir verið notaður á seinni árum er brennisteins- súrt ammoniak. Það er framleitt af gasvatninu í gassmiðjunum. Eramleiðslan hefir vaxið sein- ustu árin og er nú um 0,5 miljón smálestir, og gæti aukist mikið enn, ef öllkol sem notuð eru í heiminum væru eimd. 1 brennisteinssúra ammoniakinu er nokkuð meira af köfnunarefni en í kílísaltpétri, um 20%. Gúanó heitir köfnunarefnisábnrður mynd- aður af fugladrit, dauðum fuglum og s. frv., er safnast hefir saman og myndað þykkri eða þynnri lög, einkum á smá eyjum í Kyrrahafi, við strönd Peru og Cliili. Gúanóið hefir lengi verið notað til áburðar, en er nú þrotið að mestu. Bændur i Evrópu og Ameriku hafa keypt seinustu árin frekar 2 miljónir smálesta af köfnunarefnisáburði, og borgað fýrir hann um 400 miljónir kr, á ári. Kílísaltpéturs- og gúanóbirgðirnar eru að þrjóta, eins og sagt hefir verið, og framleiðsla brennisteinssúra ammoniaksins getur eigi auk- ist svo mikið, að það geti fullnægt sömu á- burðarþörf og nú, hvað þá hinuoi sivaxandi þörfum. Auk þess ganga kolalögin í jörðinni meira og meira til þurðar, sem eigi er að furða, þótt þar sé af miklu að taka, því kolaeyðslaD í heiminum er um 800 miljóuir smálesta á. ári. Eyrir 3 árum síðan var ekki annað sýni- legt, en að stórkostlegur hörgull yrði á köfnun- arefnisáburði i heiminum i nánustu framtíð, og að af því leiddi vandræði fyrir landbúnaðinn og mannkynið í heild sinni. Nú horfir málið alt öðru vísu við. Þekking og hugvitssemi hefir nú sem oftar lánast að forða manukyninu frá vandræðum. Einn fjórði hluti af andrúmsloftinu er eldi (súrefni) og þrír fjórðu hlutar köfnunarefni. Þetta köfnunarefni hefir vísindamönnunum lán- ast að handsama og breyta í áburð, sem fylli- lega stendur kílísaltpétri og brennisteinssúru ammoniaki á sporði. Þetta stórvirki vísindanna eigum vér að þakka próf. Erauk í Berlín og þeim próf. Birkeland og verkfræðing Eyde í Kristjaníu. Aðferð próf. Eranks er innifalin í að leiða andrúmsloft, sem búið er að ná súrefninu úr, yfir glóandi kalkkol (Kalciumkarbid). Köfn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.