Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1907, Blaðsíða 19
FREYR. 15 Fréttir úr Geiradal i Austur- Barðastrandarsýslu. Það er mjög tilhlýðilegt að lítið eitt sé gef- ið í skyn hvernig fé reynist hér til frálags að haustinu. Til þess að bera það saman við aðra landshluta, sem árlega láta til sín heyra í þessa átt. JÞað er venja hjá kaupmönnum hér, að taka lifandi fé eftir vigt að haustinu, af því hefir leitt það, að margir bændur hafa farið að vigta fé sitt. Bæði íyrir markað að haustinu, til að sjá hvernig það leggur sig og eins við og við að vetrinum, til að geta séð hvernig hver kinda tegund þrífst. A síðastliðnu hausti var fó heldur Jakara. en hin næstu á undan, sérstaklega hagfæring- ar, sem stafaði af því, að sumarið var svo kalt snjókoma við og við til 18. júlí. Dilkhrútar vigtuðu frá 80—96pd., þó voru nokkrir um og yfir 100 pd. og einn sem eg vissi um var 108 pd. Gimbradilkar vigtuðu írá 72—86 pd. en nokkrir náðu 90 pd. Mylkar ær vigtuðu frá 100- 130 pd., þó voru dæmi til mikið meiri þunga. Ein dilkær var vigtuð, sem var sjálf 140 en dilkurinn 102 pd. Ejór- ir veturgamlir hrútar voru vigtaðir á einum bæ, og voru þeir 142,144, 150 og 160 pd., var þetta þó á þeirri jörð, sem fremur er kölluð léttings jörð hvað beit snertir, eftir því sem hór gjörist, pess má geta að þeir þyngri tveir voru dilkar í fyrra. Tvævetrir hrútar tveir voru vigtaðir sem eg veit um, og voru þeir 180 og 190 pd. Slík- ar skepnur köllum við fyrirtaks góðar, enda sjaldgæfar svo þungar. Hrútur sá sem var 190 pd. var hagfær- ingur, hvitkollóttur. Þegar hann var lamb, var hann 94 pd. um vorið, veturgamall 112 pd., haustið eftir 160 pd., en í haust, tvævetur 190 pd. Þessari skepnu var veitt sérstök eftirtekt, af því að hann þótti strags afbrigði, því stærðin var þó meiri en þunginn sýndi, því hann var leggja langur. Ekki var hann hafður til undaneldis nema eitt ár, af því hann virtist ekki vel heil- brigður og hvergi nærri fallegur, hvorki á ull eða sköpulag. Ein.tvílemba var vigtuð, svo ég vissi um og var hún sjálf 120 pd. en lömbin voru, ann- að 75 pd. en hitt 85 pd. Er það ekki dálag- legt þegar ein ær leggur sig á 35 kr. rúmar ? eða gefur í arð fyrir utan ull 21 kr. 60 aura- Að líkindum mundi verða mikið vænna fé hór cf haganlega væru stundaðar kynbætur. Það má geta þess að hér eru dálitlar kyn- bætur þó að í smáum stíl sé. Eru þær þann- ig að bændur fá hrúta hjá þeim sem álitið er að hafi bezt fé í sveitinni. Það er sorglegt hve fó er hér fátt, hefir það sínar eðlilegu orsakir. Svo gjörir bráða- pestin sitt til að eyðileggja bústofninn. Margir óska þess aí alhuga, að farið yrði að gjöra bóluefnið að verzlunarvöru svo hver gæti fengið það keypt eftir vild, því hér reyn- ist það að heita má örugg vörn gegn plágu þessari. Það má heita að öll vanhöldin stafl frá þessari einu veiki. í nóvember 1906. Bóndi. Bréf frá Baldvin bónda Benediktssyni á Þorgerðarstöðum í Eljótsdal. . . . „Eróðlegt væri að fá í „Erey“ skýrslur sem víðast af landinu um fóðrun sauðfénaðar, í því skyni skrifa eg eftir fylgjandi línur um fóðrun á fé mínu veturinn 1905 - 1906. Eullorðið fé rúml. 110; þar af 10 - 20 vet- urgamlir sauðir, hitt ær og var það haft sam an. Lömbin voru um fjörutíu. Þau fóru með 3000 pd. um veturinn eða um 15 hesta. Sam- tals var öllu fénu gefið eins og hér segir : I desember 120 pd. af heyi - janúar 996 —------ - febrúar 2832 — — - marz 3181 —------ - aprfl 524 ------ Samtals 7653 pd. eða 38 hestar af heyi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.