Freyr - 01.06.1907, Page 2
74
FREYR
sýningar bæði til dóms og verðlauna, og mun
það eflaost koma að miklum og góðum notum.
Til þess að halda við og koma fram frekarium-
bótum á hrossamarkaði, þeim sem myndast hefir
hér í Danmörku, einkum á siðustu árum, er
sér í lagi mjög áriðandi að hingað verði send-
ir góðir hestar. Með því 4 eg ekki við góða
raðhesta; þeirra þörfnumst vér mjög lítið;
heldur unga (4—6 vetra), , stóru og sterk-
lega skapaða dráttarliesta Því miður hefir það
komið fyrir einkum síðustu 2-3 árin, að hing-
að hefir verið sent nokkuð af hestura,'sem eiga
ekki hér við Tvævetur tryppi á alls ekki að
senda og þrévetur þvi að eins, að þau séu stór
og sterkbygð. Mikiu er það þó viðsjárverðara,
að vér höfum fengið hingað allmarga gamla
hesta, og hefi eg þar á meðal séð hesta, sem
eg hefi orðið að álíta um 20 vetra eða eldri.
Það er auðvitaður hlutur, að þvilíka hesta á
ekki að senda hingað og mun náumast heldur
svara kostnaði að borga hátt farmgjald fyrir
slíka ganialklára, en verst er þó það, að að-
finslur manna að þessum hestum lenda gjarnan
á íslenzkum hestum yfirleitt.
ísl. hestar eiga að koma hingað seinni
ihluta sumars (ág. — aapf-), þegar þeir eru
komnir i góð hold, Eg hefi sé hesta koma
hingað um miðjan vetur eða snemma vors.í
svo slæmu st.andi, að þeir fældu strax frá sér
kaupeudurna. Þar við bætist svo, að um það
leyti árs verður að gefa hestunum inni, þang-
að til þeir seljast, og hefir það mikinn kostn-
að í för með sér, og auk þess verða þeir hæg-
lega veikir, þegar þeir í fyrstunni koma ekki
daglega undir bert loft.
Eins og skilst, af því, sem sagt hefir verið,
þarfnast danskir smábændur miklu fieiri smárra
hesta en Island getur flutt út nú semstendur;
þar af leiðir þó ekki, að vér getum nú notað
alia eða nándar nærri alla hesta, sem íslend-
ingar selja úr iandinu. Það eru sem só all-
margir hestar, sem of litlir eru handa oss. En
vér getum notfært oss mjög rharga. ef vér get-
um fengið þá nógu stóra (altað 54 þumli) og
sterka. Eyrir slíka hesta getum vér boðið hátt
verð og haft hagnað af.
Um vekringa gefa menn ekki hér; skeið-
hestar seljast miklu ver en klárhestar, þótt
þeir að öðru leyti séu klárhestunum engu síðri.
Af framförum landbúnaðarins íslenzka mun
að öllum líkindum leiða meðal annars, að hest-
unum verði séð fyrir meira og betra fóðri, en
af þvf leiðir aftur, að hestakynið stækkar; hins
vegar hefi eg heyrt þvi fleygt, að hugsað væri
til að blauda kynið með norskum vesturlands-
hestum á þeim stöðum, þar sem bezt er til
heyfanga og beitar og mun í þeasu lýsa sér
ósk nm stækkun kynsins. Og ef á annað borð
á að nota útlenda hesta til kyubóta, virðist
mér sjálfsagt að nota norska vesturlandshesta.
Því stærri sem ísl. hestar verða, þeim mun
betur gengur að fá Dani til að kaupa þá og
brúka og sérhver viðleitni frá íslendinga hálfu
til þess að ná þessu takmarki,, mun gleðja alla
þá, sem vinna að því að koma íslenzkum hest-
um a danskan markað og þá ekki sízt undir-
ritaðan.
Svend Larsen,
dýralæknir.
Nýjar ræktunaraðferðir.
Eftir Pál H. Jónsson á Stóruvöllum.
Mig langar til að gera ræktunarmálið að
umtalsefni, og fara nokkrum orðum um reynslu
mína áhrærandi ofanafristu á sléttu vallendi, og
um að rækta með útlendum áburði.
I minum augum er jarðræktin, einkum þó
grasræktin, stærsta framtíðar-atriði þessa lands,
og ekkert, sem muni betur styðja að því að
hefja þjóðina og gera hana sjálfstæða i efna-
legu tiiliti; ber því að leggja alla st.und á að
rækta iandið, og með engu móti sýna menn
ljósar „ættjarðarástina" en með því að „leggja
hönd á plóginn11 til þess að auka gróður lands-
ins, auka og bæta ræktaða landið, þ. e. túnin
okkar. En á rheðan margt af beztu mönnum
þjóðarinnar eru svo sinnaðir, að þeir meta meira,
að st.anda við búðarborðið og krækja sér i lé-
leg embætti, en að helga laudbúnaðinum krafta
sina, er lítilla framfara að vænta.- Þjóðin verð-
ur að finna og skiija, hvað beri að gera iand-