Freyr - 01.06.1907, Qupperneq 11
FBEYE.
83
In'in er ill, vanþrífast þau, en ef hún er góð, er
hún öflugur þáttur, er styður að þrifum og vel-
liðun búfjárins.
Hesthúsin eru víða þröng, lág, myrk og
loftvond hér á iandi, ekki með dyraumbúnaði
fyrir heystæði, svo heita loftið streymir sí-
felt þangað inn og skemmir heyið, en orsakar
dragsúg um útidyrnar, svo gólfið frýs í frost-
hríðum og snjór fýkur inn og bleýtir gólfið
ogsaurindi hestanna þegar þiðnar, en myndar
stækju svo loftið verður fúlt, einkanlega þar
sem húsin eru sjaldan mokuð. Þó til séu
undatekningar frá þessu sumstaðar, eru þannig
löguð hesthús því miður alt of víða. Ekki
j>arf að taka til mörg dæmi til að sýna þetta.
Hið óholla stækjuloft, sem hestarnir anda að
sér truflar efnaskifti blóðsins, orsakir brjóst-
veiki, augnaveiki o. fl. En saurforin á gólfinu,
sem hestarnir standa í, aflagar hófana, gerir
þá meýra og lina, en hestarnir verða sárfættir
og fótaveikir. Þegar hestarnir liggja, skitna
þeir mjög á kvið og síðuuj, en það hefir ill áhrif
á húðgufunina, og er orsökin til hörunds-
kvilla, hármissis o. fl. vanþrifa.
Haganleg og velbygð hesthús, sem eru
björt, há, rúmleg, með sérskildum bás og jötu
handa þyerjum hesti, með fóðurgangi og flór-
rennu, aem mokuð er á hverjum degi, er hafa
vandaða dyrabúnaði fyrir heystæði og útidyr-
um o. s. fr., þau sporna móti áðurtöldum kvill-
um, og styðja þrif og vellíðan hestanna.
Ejósin hafa allviða verið endurbætt á síð-
astliðnum árum, en þó finnast mörg fjós enn,
sem eru myrk og loftvond, sum of heit og
önnur of köld. Væntanlega verða fjósin endur-
bætt alstaðar á landinu samhliða rautgripa-
ræktinni, auðvitað þar fyrst, er bændur hafa
stofnað félag til kynbóta og betri meðferðar
á mjólkurkúm.
Yíða erlendis er fjósabyggingu hagað þann-
ig, að töðuhlaðan er bygð úr timbri ofan á fjós-
inu, sem er upphleyptur steinlímdur kjallari.
Ofan á hann eru undirlagstré og gólfbitar hlöð-
unnar lagðir. Gólfið er haft úr tvöföldura
sterkum borðum eða hálfplönkum með beton-
steypu á milli. Venjulega snýr húsið öðrum
stafni að hæð eða brekku, þannig að aka má
heyvagninum inn á loft hlöðunnar og kasta
heyinu út af til beggja hliða í hlöðuna.
Stærð fjóssins fer eftir nautaíjölda, og breidd
eftir því, hvort það er einstæðu eða tvistæðu
fjós. I tvístæðufjósi eru fóðurgangar meðfram
veggjunum og snúa nautin höfðuuum að þeim.
Elórar eru tveir og gangtröð á milli úr sem-
entsteypu, lítið eitt ávöl að ofan. Básgólf og
flórar eru höfð úr sama efni, og er flái nálægt
einn móti einum á þeirri hlið flórsius, sem að
básnum veit, svo kýrnar skriki á honum og
standi síður niðrí flórnum. Veggir eru venju-
lega hvítkalkaðir að innan, nál. 3'/2 alin á hæð,
raeð hæfilega mörgum og stórum gluggum,
svo hvergi beri skngga á. Tré-tremlar eru
hafðir í einu rúðustæði á sumum gluggunum,
er opna má og loka, til að hleypa lofti út og
inn. Vatnsveita er í fjósið; jötur sópaðar og
nautunum vatnað í þeim. A vissum tímura
er alt í fjósinu þvegið og fágað í kalkvatni,
t. d. t.visvar í mánuði. I flórinn eru borin bind-
andi efni, er sjúga í sig þvagið, svo eigi mynd-
ist keitustækja; er loftið þá jafnan hreint og bæfi-
lega heitt í fjósinu. Saurnum er mokað og ek-
ið á málum í áburðarhúsið, sem er fast við
fjósið. Yfir höfuð er öllum hreinlætisreglum
fylgt mjög stranglega. Kýrnar kemdar og
burstaðar á málum og þvegnar, efþörf gjörist.
Veggir eru einu sinni og tvisvar dregnir yfir
á ári með kalkmáli og þvegnir, þegar þörf gjör-
ist, úr kalkvatni. 011 .réáhöld eru iðulega
þvegin, er heyra til fjósinu, einnig úr kalkvatni.
Vitanlega geta fjós verið bygð með minni
kostnaði en hér er sagt, svo allgóð megi kalla,
en allajafnan ber hverjum bónda að hafa það hug-
fast, þegar hann byggir fjós, að vanda fyrirkorau-
lag og byggingu þess sem allra bezt, eins og það
væri viðhafnarstofan hans. JÞóihanavantaði legu-
bekk eða dýrindis gólfábreiðu, gerði minna til,
ef alt væri í góðu lagi i fjósinu.
Þegar þess er gætt, hversu arðsamar og
hraustar skepnur góðar mjólkurkýr eru, þegar
fóðrið er gott og ijósin góð, og þess hinsveg-
ar hversu arðlausar kýr eru, þó vel séu fóðr-
aðar, ef fjósin eru vond, og hversu kýrnar þá
eru óhraustar og kvillasamar, að þær naumast
borga fóður sitt,— þá fyrst er það ljósthversu
afarnauðsynlegt það er, að hafa fjósin vönduð
og vel útbúin.