Freyr - 01.08.1908, Blaðsíða 1
Mjólkurfé,
Enga mjólk höíum vér jafn kostgóða og
sauðamjólk. Hún hefir inni að halda alt að
’/3 meira af föstum efnum en kúamjólk, hér
um bil 5/ls meira en geitamjólk og tvöfalt meira
■en hryssumjólk.
Þrátt fyrir þetta er sauðamjólkin fremur
lítið notuð alment í samanburði við kúamjólk,
ef á þetta er litið frá viðtæku sjónarmiði. En
til þess að svo er, liggja einkum þessar orsakir:
1. Að mjólkurframleiðslan er andvtg kiötsöfn-
un.1) X>ar, sem ær eru mjólkaðar, eru lömbin
tekin frá þeim á unga aldri og mjög lítið þrosk-
uð. f>etta verður að gjörast, eigi mjólkurgagn-
ið að reynast viðunandi, en það kippir mjög
úr þroskun lambanna og kjötsöfnunarhæfileikum
þeirra. Féð verður lakara kjötfé.
2. Að smjör úr sauðamjólk hefir verið í litlu
-áliti. Sauðasmjöri var lengi vel taiið það til
ógildis, að það væri harðara og hvitara2) en
kúasmjör; sumir töldu líka, að það þyldi ver
.geymslu en kúasmjör. Áf þessum sökum tald-
ist það óútgengileg vara.
Ekki höfum vér Islendingar látið þetta
*) Það er löngu síðan sannað af reynslunni og
alment viðurkent, að það tvent verði ekki sameinað
hjá sama dýri, að það mjólki vel og safni jaf'nframt
miklu kjöti og góðu.
a) Það var einkum áður en algengt varð að
lita smjör, að hvíti líturinn kom sér illa. 1 hlend-
ingi við kúasmjör hefir oss reynst sauðasmjörið gott
nú á síðari árum, óg engu siður útgengilegt en
kúasmjör.
aftra oss frá því að nytka ær; svo er og um
ýmsa aðra.
I Búnaðarritinu II. árg. bls. 15 segir hinn
fjölfróði og alkunni bændasuillingur Einar Ás-
mundsson í Nesi: „Áð mjólka ær hefir hvorki
verið né er enn venja í nokkru öðru landi í
Norðurálfunni [en íslandi], svo eg viti til.“ En
með því að jaínfróður maður og Einar Ásmunds-
son skoðar það svo, að hvergi séu ær mjólk-
aðar í Norðurálfunni, þá er ekki ólíklegt að marg-
ir aðrir séu sömu skoðunar1). Slík skoðun
byggist að líkindum á þvi, að í grannlöndum
vorum er ekki vanalegt að ær séu mjólkaðar,
en af þeim löndum höfum vér mest kynni, sem
eðlilegt er.
En þó svo sé, að frændur vorir á Norður-
löndum tíðki það eigi að mjólka ær, og þótt
það sé yfirleitt ekki almenn venja í Norðurálf-
unni og langt frá því, þá erum vér þó alls ekki
einir um það hér í álfu.
í fjalllendi Mið- og Suður-Evrópu eru ær
mjólkaðar; það er gjört í Frakklandi, Svissog
í öllum löndum Suðnrevrópu2). Mjólkin er að
mestu höfð til ostagjörðar, en lítið til smjörs3).
1) Þetta er að visu ritað fyrir 20 árum, en
mun þó enn eiga við, þó eg telji sjálfsagt, að all-
margir muni nú orðið vita það rétta, að ær eru
viða í Norðurálfunni hafðar til mjólkur.
2) Sjá E. Möller — Holst: Landbrugs-Ordbog,
Fjerde Del, Kbh 1881, bls. 405.
3) Sökum þessa telja sumir oss íslendinga
eina um smjörtilbúning úr sauðamjólk, þó ekki
sé það fyllilega rétt. Sjá Landbrugs-Ordbog á fyr-
greindum stað.