Freyr - 01.08.1908, Side 4
84
FREYR.
Að því er skyrið snertir, þá hefir tilbún-
ingur þess vafalaust verið svipaður í fornöld,
því sem nú er. £>etta verður augljóst, þegar
þess er gætt, að skyr það, sem Sigurður íorn-
fræðingur Vigfússon fann í rústunum á Berg-
þórshvoli, þektist við eínarannsóknina á sarnan-
burði þess við nútíma skyr. A hinn bóginn
er það líka víst, að skyrtilbúningur er ekki
fundinn upp hér á landi. Kunnáttan í því
efni er komin frá Noregi með landnámsmönn-
um að öllum líkindum, því á landnámstið hefir
skyr verið tíðkað á Norðurlöndum. Að svo
hafi verið, má meðal annars sjá af Egils sögu
Skaliagrímssonar 71. kap. Þar er sagt frá
því, er Egill fór Vermalandsförina og gisti hjá
Armóði, að fyrir Egil og förunauta hans voru
settir fram stórir askar fullir af skyri.
Ekki er hægt því að neita, að vel má búa
til skyr úr kúamjólk. Það má og vel vera,
að meira hafi verið af nautpeningi en sauðfó
að sínu leyti í Noregi um þessar mundir. En
með því að illa var með nautpeninginn farið,
þá verður líklegt, að ekki hafi ætíð mikil
mjólk verið til skyrgjörðar, ef henni var einui
til að dreifa. Líklegt er, að sauðamjólkin hafi
einmitt þá átt þar mestan þátt í skyrinu, eins
og hór á landi hefir ætíð verið, en kúamjólk
annaðhvort lítið eða ekki verið þar til að dreifa.
Nú er skyrgjörð fyrir löngu lögð niður á
Norðurlöndum. Má vel vera, að ein af orsök-
urn til þess, að svo. varð, hafi verið vöntun
sauðamjólkur, þegar hætt var að mjólka ær
þar.
En þó svo sé, sem þegar hefir verið beut
á, að venjan að mjólka ær sé að "öllum líkum
hingað komin til lands frá Noregi, þá er alls
ekki þar með sagt, að venjan sé tekin upp í
Noregi. Hitt er sennilegra, að hún sé einnig
þangað fiutt, en að hún sé þar upp tekin. Venjan
að mjólka ær er æfagömul að líkura og komin
t.il Norðurálfunnar austan úr Asíu með þjóð-
flutningunum og dreiíð út um lönd Norður-
álfunuar ásamt þjóðunum. A þetta mætti, ef
til vill, telja það benda, að sama mjaltalag er
viðhaft hér og suður í álfunni t. d. við Roque-
fort. Þar er staðið aítan við ána meðan hún
er mjólkuð, eins og gjört er hjá oss.
Eins og getið er i aths. neðanmáls hér
að framan er ritgjörð þessi skrifuð fyrir 20
árum. TilgangurinD með henni Var sá, að
skýra það atriði, hvort ásauðarmjaltir myndu
hafa verið teknar upp hérj á landi eða ekki
og jafnframt átti húu að vera viðbót í því
atriði í ritgjörð Einars Asmundssonar í Búnaðar-
riti Hermanns Jónassonar, sem vitnað er til,
er hann kveðst ekki vita til, að annarstaðar
séu ær mjólkaðar í Norðurálfu en hjá oss. —
Eg sendi jþví Búnaðarritinu ritgjörðina, en hún
fékk ekki rúm i því. Nú hefir hún legið öll
þessi ár, en með því þetta atriði hefir aldrei
verið rætt í Búnaðarritinu né annarstaðar síðan,
svo ég muni til, þá hefi ég tekið hana upp
að nýju, til þess að hún birtist á prenti,
Hólum í Hjaltadal 23. jan. 1908.
Jósef J. Bj'órnsson.
Athugasemdir um sláttuvélar.og vélaslátt.
Jafhframt því sem mannsaflið hækkar í
verði vex áhuginn á notkun hestaflsins og verk-
vélanna.
En til þess að hestvélar komi að notum,
þurfa ýms skilyrði að vera fyrir hendi, Þess
verða bændur að gæta. Annars er verð þeirra
tapað 'fé.
Haft er eftir bónda, sem bjó áþýfðrijörð,
og var orðiun sár yfir því að vinna þúfurnar:
„Það fæst nú orðið einginn maður til að slá