Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 3

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 3
FítEYR. 51 í vallleDdisáveitu, ef það þætti að öðru leyti tiltækilegt. En yrði aftnr á móti uppi á ten- ingnum að votengisáveita væri tiltölulega arð- samari á mýrum og öðru votlendi, væri því fé kastað á glæ, sem varið væri til þess að vand- þurka svo sem þörí er á, þar sem svo tilhagaði. Svo sem vikið hefir verið að hefir votengis- áveita venjulega þann kost fram yfir valllendis- áveitu, að stofnkostnaðurinn er minni, oft stór- kostlega miklu minni, og hefir það ekki litla þýðingu í sambandi við efnahag manna hér á landi. Sama er og um reksturskostnað, að hann er að jafnaði langtum minni við votengisáveitu. Eg hefi átt tal uin áveitur við hinn at- hugula náttúrufræðing Guðmund Gr. Bárðarson, bónda á Kjörseyri, og hefir hann hinar sömu skoðanir eða því sem næst á þeim og að fram- an er lýst. Hefir hann auk atbugaua beinlínis gert dálitla tilraun í þessu efni og hefir því látið mér í té og leyft mér að birta eftirfarandi skýrslu: Síðustu árin hefi eg haft tækifæri til að kinna mór vatnsveitu í sambandi við vatnsveit- una í Bæ í Hrútafirði. Eftir ósk Eggerts Briems úr Viðei skal eg hér í fám orðum gera grein firir þeirri iitlu reinslu, er eg hefi fengið í þessu efni og jafnframt drepa á imsar hugmindir, sem vaknað hafa hjá mér út af þvi. Þegar eg kom að Bæ, var það siður þar að veita á að vorinu, einkum þegar vatnið var gruggað af leisingu, og svo aftur að haustinu. Vatninu var vanalega hleipt af síðast í júní. l>etta var víst bigt á keuningum mauna er rit- að höfðu um vatnsveitu á íslensku. Þegar vatn- ið var orðið tært var það talið að litlu gagni. Veitan í Bse er flóðveita. Landið er mir- lendi vaxið gulstör (carex cryptocarpa) og öðr- Ttm votlendisstörum. Eg filgdi gömlu reglunni firsta árið, en svo vakti það eftirtekt mína hve sprettan var afar- misjöfn á fmsum hlutum veitunnar, og reindi eg að gera mér grein firir orsökunum. Sá eg skjótt að íms keldudrög, sem aldrei höfðu þorn- að til fulls og vatn sífelt seitlaði um, skáru sig úr og voru langloðuust. Hetta leiddi til þess að eg gerði tilraunir þessu viðvíkjandi árið eftir. Var þá vatninu hleipt af þeim hluta veit- unnar, er altaf hafði sprottið bezt, seinast f júni, en af hinum hlutanum, er ávalt hafði sprottið ver, ekki fir en seinast í júlí eða rúmri viku áður en farið var að slá. Árangurinn varð sá, að síðarnefndi hlutinn spratt heldur betur en hinn firnefndi. í gömlum árfarveg, er ávalt hafði verið mjög snöggur, sat vatn fram til júlíloka; náði störin að lokum í mitt læri, en var heldur gisin, enda hafði vatnið verið þar um og ifir alin. Þetta vakti þá skoðun hjá mér, að eftir eldri aðferðinni hefði vatnið alt of stuttan tima verið látið renna um, og að bezt mundi vera að láta vatnið seitla um sem lengst og hleipa því ekki fir af en svo, að engið hefði aðeins tíma til að þorna vegna sláttarins. Eg játa það að eigi er hægt að draga gilda áliktun af svona takmarkaðri reinslu. En hinsvegar virðist mér, að hægt sé að finna þess- ari skoðun nokkurn stuðning með því að at- huga gróður þann, er víðast vegs á votlendi hér á landi, og gefa gætur að hvar hann þró- ast best, þar sem náttúran er sjálfráð. Gfróður sá, er hér ræðir um, er reglulegur votlendisgróður, aðallega votlendisstarir og brok (fífa). Þessi gróður þarf mikið vatn til að geta þróast. Maður þarf ekki að fara víða um út- engjar hér á landi til þess að sjá þess óteljandi merki, að hann þróast lang bezt i votlendisdrög- um þar sem vatn seitlar um mestan et)a allan tíma ársins. Aðeins að vatnið sé ekki of djúpt. Jökulvatn eða leisingavatn er óefað best

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.