Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 10
58
FREYR
nýttur. En líklega fæst óvíða svo mikið af
þessum efnum á einum stað að tilvinnandi væri
að setja á stofn verksmiðju til að búa til verzl-
unaráburð. —
Þang og þari hefir verið dálítið notað hér
á landi, sumpart í kartöflugarða, og sumpart á
tún. Hefir þáranum verið hælt sem hentugum
áburði í kartöflugarði. Sem áburður á tún hefir
þarinn þann galla að oft er í honnm mikið af
sandi. Líklegt þykir mér að hugsanlegt sé að
nota þarann sem undirburð í flög og ætti hann
þá að hafa legið áður nokkurntíma i dyngjum og
grotnað.
Allstaðar fellur taisvert til af ösku og á
flestum bæjum er afarmikið til af gamalli ösku.
L>að eru grasgrónu hólarnir framundan bæjar-
dyrunum. Askan er margvísleg og misgóð til
áburðar, eftir því hverju brent er. Bezt er
aska af sauðataði, hrísi og tré. í þeirri ösku
er mikið af kalí og fosfórsýru. Köfnunarefni
er aldrei í ösku. Móaska er oftast léleg og
steinkolaaska er talin verst. Öll aska er gagn-
leg til blöndunar í salernisáburð, en auðvitað
verður sá áburðarblendingur, sem þá kemur
fram, því betri sem askan sjálf er betri. Þar
sem öskunni er kastað í haug undir beru lofti,
rignir úr henni alt kalíið, og hefir hún þá mist
mikið af gildi sínu. X>að er því áriðandi að
safna öskunni í húsi, þó að ekki sé hugsað
um að blanda salernisáburði saman við hana.
Þeir sem brenna sauðataði missa með því móti
mikinn áburð frá túnunum. En ef askan er
vel hirt og höfð til ábnrðar, þá halda menn þá
eftir svo sem fjórðaparti af áburðargildi taðsins.
Gamlir ösJcuhaugar munu hafa lítið í sér af
kalíi, það er fyrir lörigu skolað burt, en í þeirn
er líklega allmikið af fosfórsýru. Að vísu
mun fosfórsýran vera í torleystum samböndum,
•og óaðgengileg fyrir jurtirnar í bráð. Bezt
mun vera að hafa gamla ösku til þess að blanda
henni saman við moldina í lokræstum mýrar-
blettum, sem verið er að slétta. Þar gjörir
askan sjálfsagt nokkurt gagn með tímanum, en
hún verkar lítið fyrst. Má þvi ekki ætla henni
að koma í staðiun fyrir áburð heldur einkum
til að auka steinefnin í mýrarmoldinni. —
Verzlunar-áburður er ýms efni bæði úr
dýra- og steina-ríkinu, sem menn hafa komist
upp á að nota til áburðar ásamt húsdýraá-
burðinum. Það var einkum á seinni hluta lið-
innar aldar að menn fóru almennt að nota
þess konar áburð í akuryrkjulöndunuro. Engin
af þessum áburðartegundum útaf fýrir sig full-
nægir öllum þörfum jurtanna, en með því að
bera fleiri tegundir þeirra á sama blett, má
bæta jörðinni upp öll frjómætu efnin, sem jurt-
irnar taka frá henni. En þennan áburð vant-
ar samt ýmsa kosti, sem húsdýra-áburðurinn
hefir. Hann hefir oftar þann kost að með hon-
um má bæta jörðinni eitthvert áburðar-efni sem
hana vantar, án þess að bera um leið mikið
af öðrum dýrmætum efnum, sem jörðin hefir
nóg af. Eg skal nú aðeins drepa áhinarhelztu
tegundir af þessum áburði.
1. Beinamjöl. Það er unnið úr dýrabeinum,
og tilreitt með miklum kostnaði, þar til beinin
eru komin í það ástand að jurtirnar hafi not
af þeim. Erjómætu efnin í beinamjöli eru ein-
kum köfnunarefni og fosfórsýra. —
2. Gúanó. Það er fugladritur og leifar af
dauðum fuglum, sem safnast hefir saman um
þúsundir ára á ýmsum þurviðrasömum stöðum
á vesturströnd Suður-Ameríku, og fannst þar i
þykkum lögum. Það er sérlega kostauiikill
áburður, vegna þess hve mikið er í honum af
köf'nunarefni og fosfórsýru. Nú eru þessi drit-
lög mjög á þrotum, og mest af því sem nú
fæst, er sagt að sé miklu kosta minna en áð-
ur — hafi miklu minna af köfnunarefni. Alt
hið bezta er upp unnið.
3. Fiskigúanó og hvalgúanó. Svo nefna menn
áburð þann, er menn búa til í verksmiðjum úr