Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 5
FREYH. 53 Að siimi vil eg ekki fara frekar út í þetta mál. Eg er þeirrar skoðunar að hér á landi þurfi sérstaka rein*lu viðvíkjandi vatnsveitu; útlend reitisla kemur oss ekki að liði. Yér sækjumst eftir votlendisjurtum, sem erlendis eru taldar einskis nítar.' Erlendis mun aðallega vera veitt á valllendi. Reinslu ætti hér á landi að vera hægt að íá með litlurn kostnaði á áveitulöndum nærri Reykjavík ,og Akureiri, þar sem tilraunir gætu farið fram undir umsjón starfsmanna Búnaðarfélags Islands og Ræktunarfélags Norðurlands. 10/2 1909. Guðm. G. Bárðarson. Þess vil eg ekki láta ógetið, að sú skoð- un hefir verið látin i ljósi við mig, að ekki muni til langframa vera auðið með jökulvatni að framkvæma votengisáveitu á mýrum, vegna þess að þær breytingar, er verði á mýrarjörð- inni við jökulleðjuDa, muni gera það að verk- um að jarðvegurinn, eftir lengri eða skemri tíma verði óhentugur fyrir votlendisgróður. En þó svo f'æri, væri þó engu spilt, því að nær sem vildi mætti þá breyta votengisáveitunni í vall- lendisáveitu. Þessi skoðuu, að breytingar þær, erjökul- leðjan gerir að verkum á mýrarjörð, hljóti að vera óhentugar fyrir votengisgróður, er i sam- ræmi við þá skoðun, að gróðurlagið eða gras- lagið fari eftir jarðveginum; kemur þessi skoð- un meðal annars fram í því, að gróðurinn eða jurtirnar eru kendar við jarðveginn og talað er t. d. um sandjurtir, melagróður o. s. frv. En það er naumast allskostar rétt að ætla að gróðurlagið í heild sinni fari eftir því hver jarðvegurinn er, þótt hann að vísu hafi mikla þýðingu fyrir jurtalífið, svo sem það að sum steinefnasambönd eins og t. d. kolsúrt kalk gerir það að verkum, sé mikil gnægð af því í jarðveginum, að sumar jurtir geta alla ekki þró- ast. Sambönd lífræuna efna í jarðveginum hafa og margvíslegar verkanir og þá er það ekki síður mikilsvert hversu mikil er gnægð eða skortur jurtanæringarefnanna í jarðveginum og hvernig þeim er háttað. Tilraunir hafa og leitt i Ijós, að ýms áburðarefni geta orðið til þess að magna sumar jurtategundir, en eru aft- ur öðrum til niðurdreps. í>að er eftir því ekki óhugsandi að mikil sóley i túnum stafi meðfram af teðslanni. En þótt jarðvegurinn hafi þannig mikla þýðingu fyrir jurtalífið, er þó eigi að síður vatn- ið sú „höfuðskepnan“, er mestu ræður um hverr- ar tegundar gróðurinn er, og vatnið og vatns- megnið í jarðveginum það, sem aðallega setur markið á hann. En að öðru leyti fer gras- vöxturinn og heygæðin eftir því hve mikið eða lítið er fyrir hendi af næringarefnum fyrir jurtirnar. Þar sern náttúran er látin sjálfráð, fer það mjög eftir jarðveginum hvort vatnið í honum er mikið eða lítið, ferskt eða dautt. Þantiig hripar vatnið í gegnum sendinn jarðveg en í gegn- um leirblandinn jarðveg sígur það seint. Þótt jarðvegurinn á þenna hátt hafi þýðingu að því er snertir gróðurlagið, þá er það þó eigi að síður vatnið og vatnsmegnið i jarðveginum, sem setur markið á gróðurinn. Hlýindi veðráttunnar og frosthörkur ráða mestu um gróðurríki landanna, en gróðurlagið á hverjum stað fer, svo sem þegar hefir verið tekið fram, eftir því hvernig vatnið er og eftir vatnsmegninu i jarðveginum og jafnframt eftir loftrakanum og úrkomunni. Það er breyting á loftslaginu hér á landi, sem veldur því að nú er gróðurríki Islands ann- að en það var á löngu liðnum tíma er gróður sá þróaðist, er nú myndar surtarbrandinn. Hvað mestu veldur um gróðuilagið má meðal annars marka af þeirri breytingu á gróðrinum, er þurkun raklendis hefir í förmeð

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.