Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 6
54
FREYR.
sér, og hinsvegar áveita eða ágatigur vatns á
þurra jörð, eins og t. d. á Safamýri, þar sem
sagt er að víða hafi verið móar áður.
Gott dæmi þess hversu óvarlegt er að gera
ráð fyrir því að skilyrðið fyrir þróun og þroska
þeirra jurta, er tíðast verður vart við í vissum
iarðvegi, sé einmitt jarðvegurinn, er t. d. hin-
ar svokölluðu sandjurtir, því að þær verða að
álitast öðru fremur háðar því, að jarðvegurinn
sé nægilega þur, en að öðru leyti þurfa þær ekki
fremur sand en aðra jörð til þess að geta
þróast. Mér er t. d. kunnugt að melgras, sem
grasfræðingar annars taka fram að nái ekki
fullum þroska nema í roksandi, vex viða í eyj-
um í þurru moldarlagi. Er það þá oft ntjög þrótt-
mikið og nær fyllri þroska en þau melgrös, er
vaxa í sandi; moldin er frjósamari en sandur-
inn. Ennfremur vil eg geta þess, að Sigvaldi
Bjarnason, trésmiður í Reykjavik, hefir sagt mér
að hann þekki til þess, að melgrasplöntur hafi
verið græddar í mýrartorfþökum og dafnaði þar
ekki miður en í sandi.
A líkan hátt hygg eg að votlendisstarir og
hrok sé öllu fremur háð vatninu en því hverr-
ar tegundar jarðvegurinn er, að svo miklu leyti
sem skortur næringarefna stendur ekki vextin-
um fyrir þrifum. Eg geri því ekki ráð fyrir
að votengisgróðrinum standi nokkur hætta af
jökulleðjunni meðan vatnið er nóg, enda bera marg-
ar náttúrlegar áveitur þess vott, að naumast
þurfi að óttast neitt í því efni meðan vatnið
ekki þverrar.
Af því að sagt er að þess sén mörg dæmi,
að vetraráveita hafi valdið tjóni, vil eg biðja
menn að athuga vel gróðurinn á áveitusvæðun-
um í sambandi við slíkar atbuganir, með því
að vel má vera að þegar áveita er gerð sé ekki
fyrir hendi á áveitusvæðinu votlendisgróður,
heldur annar gróður, er ekki þolir votengis- eða
vetraráveitu.
Sé svo hlýtur sá gróður að deyja út og
eftirtekjan að minka að sama skapi fyrst í
stað, meðan gróðurinn er að hreytast í voteng-
isgróður.
Eg geng og að því visu að vetraráveita
gefist ilia, þar sem vatninu er hleypt af snemma
surnars og gert hefir verið mikið að skurðum
til þess að þurka sem bezt, því að þá er rifið
niður jafnframt því sem bygt er upp. Öllum
vísi til votengisgróðurs er þá barist á móti um
sumartímann með því að svifta hann vatninu,
og hinsvegar með vetraráveitunni drepinn nið-
ur sá annar gróður, er þurkunin um sumar-
tímann hefir knúið fram.
I þessu sambandi má minna á, að mýrarn-
ar á vorin spretta svo sem kunnugt er fyr en
valllendið, á sama tíma og vætan ermestíjörð-
inni undan vetrinum, en hætta jafnframt að
spretta fyr en vallendið, samfara þvi að jörðin
þornar og fyr í þurkasumrum en endrarnær.
I skýrslu sinni hér að framan skýrir Ctuðm.-
Gf. Bárðarson frá áþreifanlegu dæmi upp á það,
hversu vetraráveita getur komið að góðu gagni;
hann getur byrjað að heyja vetraráveituvot-
engi hálfum mánuði áður en sláttur byrjar ann-
arsstaðar. Gerir Guðmundur svo glögga og
góða grein fyrir ástæðunum til þessa, að óþarít
er að fara frekar út í það atriði.
En það nægir ekki að geta gert sér grein
fyrir orsökunum til þess, að vetraráveita gefst
vel. i?að verður og að komast að raun um
hvað veldur, er hún gefstilia. Meðan orsakirn-
ar til þess eru ekki fullkunnar er aldrei ugg-
laust að brugðið geti til beggja vona um á-
veitur manna. En eins og tekið hefir verið-
fram, bendir náttúran til þess að votengisáveitu
skuli haga þannig að láta vatnið liggja á sem
mestan hluta árs, samfara því að það geti end-
urnýjast í jarðveginum svo sem þörf er á og
að þá sé votleDdisgróðrinum og grasvextinum
bezt borgið.1)
Þar sem vatn sígur hæfilega ört niður í