Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 16
64 FREYR. Úr Breiðdal. Heill og sæll Ereyr! Um leið og eg þakka þér fyrir liðna árið óska eg þér gæfu oggeng- is á ókomnum tímuin. Oska þess, að hver ein- asti bóndi á þessu landi kaupi Erey og íæri sér í nyt þann mikla fróðleik, sem hann heíir að bjóða fyrir lítið verð. Síðastliðið sumar var ómunalega hagstæð tíð, þar til í byrjun sept., eftir það mjög rign- ingasamt alt haustið. — Grasspretta var betri en í meðallagi og nýting heys ágæt fram að sept., erfitt með heyþerrir eftir það til heyskap- arloka. — Garðávextir þi'oskuðust prýðisvel. — Veðrátta i vetur — það sem liðið er — yfirleitt góð, þegar á alt er litið; jörð oftast auð og stöðugt hagval, en hrök tíð. :— Búfjárhald góð. Bráðafár gjörir mjög lítið vart við sig, er sauðfé víða bólusett gagnvart því, eiukum þar sem á því hefir borið undanfarin ár. — A almenn landsmál er lítið minst nú orðið. Verzlunarhorfúrnar eru því miður vondar, frá þeirri hlið skoðaðar, sem að bændum snýr. — Stofnun sláturhúss á Reyðarfirði er í fæðingu hér eystra; Búnaðarsamband Austurlands er driffjöður þess þýðingarmikla fyrirtækis. — G. Sambandskaupfélag íslands heldur f'und i Reykjavik þessa dagana (í byrjun apríl). Fundinn sækja kaupfélagsstjór- ar eða umboðsmenn þeirra, víðsvegar að af landinu. Fuudarmemi eru 20—30, fiestir af Norðurlandi. Formaður Sambandskaupfélags- ins er sýslumaður Steingrímur Jónsson. Aðalumræðuefui fundarins er kjötsölumálið. Tíðin hefir verið frámunalega góð í vetur. Bezta vorveður nú síðustu dagana og grænka arin að sjást í túnum. Verzlunarfréttir. Innlendar. Reykjavtk. Verðlag í marz 1909. (Verzl- unin H. Th. A Thomsen). Rúgur........................100 pd. Rúgmél........................— —• Hveiti nr. 1..................— — do. nr. 2...................— — Bauuir........................— — Hrísgrjón heil................— — Hrísgrjón hálf................— — Bankabygg.....................— — Haframél......................— — Ivaffibaunir nr. 1 . . . . — — Export kaffi..................— — Kandíssykur...................— — Hvitasykur....................— —. Púðursykur....................— — Verðið miðað við sölu í heilum og kössum, móti peningum. Grasfræssáning. Það mun víða vera til allstór flög, sem eru svo vel undir búin að sá megi í þau grasfræi í vor. Það er þegar fengin reynsla fyrir því að sú ræktunaraðferð getur heppnast vel og er alls ekki vandgæf ef fylgt er þeim bending- ura, sem gefnar haía verið (Freyr III). Þeir sem ætla sér að sá grasfræi í vor verða að útvega sér það í tíma, áður en of seint er orðið að ná í það utanlands frú. Alt of víða liggja þessi flög ónotuð árum sarnan. Það er skaði. Það er um að gera að koma þeim sem fyrst í gagnið eftir að kostað hefir verið upp á plæginguna. Vilji menu ekki rækta i þeim rófur eða kartöflar þá á að sá grasfræinu svo fljótt sem unt er. 9 kr. 97, - 14 — H7, - 14 — 13 - 12 — 12 — 15 — 60 — 26 — 23 — sekkjum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.