Freyr - 01.04.1909, Blaðsíða 4
52
FREYR
til áveitu, því það er svo auðugt af áburðarefn-
um. En þó eikur tært vatn mikið grasvögst á
mírlendi; hefi eg víða séð merki þess. Higg
eg að það liggi í því, að það hreinsar landið,
skolar burtu járnlá og sírum, er mindast í
mírunum, og skemma grasvögstinn. Ekki er
heldur ósennilegt að það flitji jurtunum ims
efni, þótt það sé tært, t. d. súrefni, sem það
getur borið með sér jafn vel ofan f jarðveginn.
Eg vil ekki dæma um það hvort heppilegt
sé vegna gróðursins að skera mírar fram, og
þurka þær á vissum tímum árs. Reinslu hefi
eg ekki fulla fyrir því; en það vil eg benda
á, að sé mikið gert að þvi, getur það orðið til
tjóns. Yotlendisstarir og brok visna og deija
skorti þær vatn um lengri tíma, og valllendis-
gróður kemur i þeirra stað, og borgar það sig
tæpast hér á landi, þar sem um nokkurn veg-
inn grasgefin engi er að ræða. Endaþekkieg
þess dæmi að menn hafa eiðilagt grasgefin vot-
engi með framræslu, enda þótt veitt hafi verið
á þau vatni um takmarkaðan tíma.
I stuttu máli sagt hygg eg, að áveitutími
á votlendi hafi verið alt of takmarkaður hér
á landi.
Er vetraráveita heppileg?
Eg er ekki fær um að svara þessari spurn-
ingu með vissu. En benda skal eg á atriði,
sem verð eru athugunar að minsta kosti norð-
anlands.
£>egar vatni er veitt á að haustlagi og
framan af vetri, frís það og landið hilst af
svellum. Svellin hlífa jörðunni firir frostum
líkt og snjór. Jörðin sjálf verður klakáminni
og varðveitist jafnvel þíð veturinn ifir undir
svellunum. Að vorinu leisir svellin miklu fir
en klaka úr mírarjörð, og stundum kemur jörð-
in undan svellunutn þakin nígræðingi. Þar
sem jörðin kemur klakalítil eða þíð undan svell-
ura, verður gróðrartíminn miklu lengri en ella;
er auðsær hagur að því firir grasvögstÍDn.
Sumarið 1907 sá eg ljóst dæmi þess á
Kjörseiri. Eg birjaði að slá þar á fjalli hálf-
um mánuði áður en sláttur birjaði annarstað-
ar. £>að eina, sem eg þá gat slegið, voru á-
veitudrög, er komið höfðu þíð undan svellum.
Var þar á stöku stað (9. júlí) brokið orðið i
hné, en í flóajöðrunum, þar sem svell höfðu
ekki legið á, sást lítið annað en sina, enda var
þá sumstaðar klaki ekki kominn úr jörðu.
Ekki er óhugsandi að þar sem vatn renn-
ur að vetrarlagi um þíða jörð undir klaka, geti
jurtir safnað sér næringu í jarðstöngla og forða-
rætur, sem þær geti átt sem forða þegar tek-
ur að gróa.1)
>) I Andvara 1903 eru prentaðir tveir fyrir-
lestrar eftir próf. Prytz um „Skógmál Jslands“.
Þar segir svo: „Menn hafa áður haldið að plant-
an hef'ði aflokið starfi sínu þegar hlöðin detta af
á haustin, en nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós, að
plantan að vissu leyti jórtrar; þegar blöðin eru fall-
in heldur hringrásin áfram, — ummyndun efnanna,
— þangað til plantan loksins að miðjum vetri tek-
ur sér tiltölulega stuttan hvíldartíma, — þvi löngu
áður en hún fær ný blöð með vorinu, þá byrjar
hræring hið innra í henni; efnin ummyndast að
nýju og flytjast hvert i sinn stað. Þaðernúeink-
um í þessum innri hræringum sem einkennileiki
plöntutegundanna lýsir sér.“
Prytz tekur það fram að hann taii hér að eins
um trjákendar plöntur.
Þó svo sé, að rannsóknir þessar eigi aðeins
við slíkar plöntur, hygg eg að óhætt muni að líta
svo á, að þessar innri hræringar og hulda lif gildi
og um aðrar tvísumra eða margsumra pföntur.
Vetrarlopinn (nýgræðingur eða nál á vetrum) er
hinn sýnilegi vottur lifsstarfsins um vetrartímann.
Það er ennfremur lítt hugsanlegt að lífmu fylgi
ekki jafnan fífsmörk og lífsstörf þótt þeirra gæti
misjafnlega mikið. Valllendisgróðurinn þolir ekki
vetraráveitu og lit eg svo á að það stafi af því,
að hún hnekki nauðsynlegum lífsstörfum valllendis-
jurta um vetrartímann. Votlendisgróðrinum er
vetraráveita aftur á móti holl og góð, og sýnir
þetta hvorttveggja að vetrarhirðingin muui hafa
mikla þýðingu fyrir gróðurinn og vetrarlífsstörf
jurtanna.
Ofannefndar tilgátur Guðmundar virðast mér
því heppilegar. Höf.