Freyr - 01.01.1915, Síða 8
2
FREYE.
s. frv. — Jafnframt eykst og stöðugt tala
þeirra, bæði hér og annarsstaðar, sem ganga
mentaveginn, sem kallað er. Allir skólar full-
ir, hverju nafni sem nefnast, og hvernig sem
árar, og þá eigi sízt þeir skólarnir, sem veita
von um stöðu að loknu námi. Sem dæmi um
aðsóknina að skólunum skal þess getið, að síð-
astliðinn vetur (veturinn 1913—’14) voru á
Mentaskólanum 144 nemendur, þar af um 30
stúlkur, á Háskólanum 57, og aukþessSO —40
á báskólanum í Kaupmannahöfn. Ennfremur
voru rúmir 100 nemendur á Akureyrarskólan.
um, 60—70 á Kennaraskólanum, 100 á Kvenna-
skólanum í Reykjavík o. s. frv. — Hvar lend-
ir þetta?
I bæjum og kaupstöðum er jafnan tiltölu-
lega ffeira af fólki, er ekki vinnur likamlegt
erfiði, en til sveita. Af íbúum Kaupmannahafn-
ar voru árið 1901:
Framleiðendur............20,4%
Eramleiðsluaðstoðendur. . 22,0%
Samtals 42,4°/0
Hinir sem ekki voru taldir að vera fram-
leiðendur, börn, gamalmenni, embættismenn,
skrifstofuþjónar o. fl., voru 54,6% af íbúum bæj-
arins. Auk þessa nálægt 3% af borgarbúum,
er lifðu á eignum sínum. (W. Scharling: Sam-
fundets Produktion, I. bls. 59—61).
Þegar miðað var við landið í heild sinni,
nam hlutfallstala þeirra, sem taldir eru í fram-
leiðsluflokknum, 28,6% °g framleiðsluaðstoð-
endur 12,1% eða samíals 40,7%.
Samkvæmt þessu voru það aðeins % hlut-
ar dönsku þjóðarinnar 1901, er unnu að fram-
leiðslu í landinu.
Hugsað get eg, að ástandið hér á landi
muni vera eitthvað svipað þessu. Eftir mann-
talinu frá 1910 er hlufallstala framfærenda
51,2%, en framfœrðra að nokkru eða öllu
48,8%- En við það er að athuga, að í tölu
framfærenda eru taldir allir þeir, sem eigafyr-
ir sjálfum sér eða öðrum að sjá, þar á meðal
embættismenn, skrifstofufólk o. fl. Ef þeir fram-
færendur eru nú dregnir frá, er ekki vinna að1
neinni framleiðslu, mun láta nærri, að hlutfalls-
tala þeirra, er teljast framleiðendur að nokkru
eða öllu leyti, só nálægt 42°/0-
Hór eru taldir þeir sem framleiða, og fram-
leiðsluaðstoðendur. En í raun róttri eru hinir
eiginlegu, réttu framleiðendur mun færri. Eftir
maDntalsskýrslunum að dæma, munu þeir, sem
vinna að landbúnaði og fisJciveiðum, bændur og
verkamenn þeirra, og sjómenn á fiskiskipum
— naumast vera fieiri en sem nemur s/10 hlut-
um landsmanna, eða um 28%, miðað við tölu
allra landsmanna i heild sinni. —
Mikið má það nú vera, eí mönnum ekki
bregður í brún, er þeir athuga þessar tölur.
Sennilega gera fiestir sér hugmynd um, að þeir
séu fleiri, sem vinna að framleiðslunni, en raun
er á. Og um leið er eigi ólíklegt, að það vakni
sú spurning, hvernig mundi nú fara, ef þeim
fækkaði enn meir en orðið er? — Verður því
nánar vikið að einstökum atriðum þessa máls,
en farið fljótt yfir sögu.
. III.
Það er álitið, að áður fyr á tímum muni
tiltölulega fleiri en nú á sér stað hafa unnið
að framleiðslnstörfunum, en þó var minna fram-
leitt. Astæðan til þess, að framleiðslan er
meiri nú, liggur vitanlega i bættri jarðrækt,
betri meðferð á skepnum, auknum fiskiveiðum,
fullkomnari vinnutækjum og breyttri verka-
skipun.
Hins vegar hlýtur það jafnan að hafa veru-
leg áhrif á kjör bænda og allrar alþýða, hvað
margir taka verklegan hátt í framleiðslufyrir-
tækjum þjóðarinnar. I>ví færri sem þeir eru í
hlutfalli við hina, er ekki vinna, því meira
verða þeir á sig að leggja. £>að er deginum
ljósara. — Eyrsta og sjálfsagðasta skyldan er