Freyr - 01.01.1915, Qupperneq 10
4
JFREYR.
að í verzlun og viðskiftum sé mörgum manu-
inum ofaukið. Þar er alt fult af óþörfum milli-
liðum. iPeir gera ekki annað en að spilla við-
skiftunum og hækka verðið. Arðurinn af þeim
lendir í þeirra vasa. — Ónauðsynlegir millilið-
ir í viðskiftalífinu, hverrar tegundar sem við-
skiftin eru, verða því að álítast óeðlilegir, og
í fjárhagslegu tilliti skaðlegir.
V.
Það hefir nú verið sýnt fram á það, hvern-
ig arðurinn af vinnu þeirri, sem gengur til þess
að framleiða úr skauti náttúrunnar gæði lífsins,
skiítist á ýmsar hendur, og að jafnvel minstur
hlutinn lendir á endanum hjá þeim, er mest
hafa til matarins unnið. En þá er næst að
athuga það, með hvaða hætti að auðið er að
aikasta meiru en gert er og auka þannig fram-
leiðsiuna. En ekki er þó unt hór að rekja
það mál til hlitar.
Eitt af því, er hér kemur til greina, er
lega landsins og frjósemi jarðvegarins. Iköldu
loftslagi er jarðyrkjutíminn styttri, jarðargróð-
urinn takmarkaðri og uppskeran því minni.
Hér á landi t. d. vex ekki korn, kaffi, sykur
o. fl., og verðum vér því að kaupa það frá öðr-
um löndum, og láta fyrir það afurðir okkar eig-
in lands í einhverri mynd.
Þar sem hér hagar nú svo til, að jarðyrkju-
tíminn er stuttur, og nytjaplöntugróðurinn fá-
skrúðugur, þá leiðir þar af, að nota verður tim-
ann vel og kappkosta að afla sem mests at því,
er landið gefur af sór. Vinna á meðan dagur
er og láta sem mest eftir sig liggja, en gæta
þess jafnframt, að gera sér vinnuna léttbæra.
Menn eru misduglegir og misjafnlega kapps-
fullir, og af því leiðir, að rneira liggur eftir
einn en annan. En það, sem hér ræður þó
mestu, er það, hvort menn eru verkséðir og
verklagnir, og kunna að vinna. Sá sem kann
að vinna afkastar meiru en hinn, er aldrei hef-
ir lært það, að öðru jöfnu, og lýist seinna,
Hjá þeim, sem lftið eða ekkert kunna til verkar
þó þeir hafi horið þau við, fer margt handtak-
ið til ónýtis. Þannig er til saga um mann, er
þurfti 22 handtök og hreyfingar til þess að
losa hnaus, sem hann var að stinga, og koma
honum upp úr pælunni. Þetta dæmi sýnir, hvað
menn geta verið ófyrirgefanlega fákunnandi og
klaufalegir í handtökum sínum.
Verklegri kunnáttu er því roiður mjög
ábótavant hér á landi; það verður ekki út skaf-
ið. En af því leiðir oft, að verkin ganga seint,
endast illa og koma ekki að tilætluðum notum.
— Það er því mikils um vert, og meira en
margur hyggur, aö menn kunni að vinna. Það
léttir þeim starfið, eykur gildi þess og veitir
ánægju.
VI.
Notkun verkfæra og verkvéla létta vinn-
una og stuðla að því, að meira er framleitt en
ella. Hefir orðið mikil breyting í þessu efni á
síðari árum, bæði hér og annarsstaðar. Þarf
eigi annað því til sönnunar, en að minna á
nokkur dæmi, er sýna breytingarnar, sem orð-
ið hafa.
í gamla daga möluðu menn alt sitt korn
í handkvörn. Þetta á sér enn stað hér hjáoss,-
en er ella fyrir löngu lagt niður hjáöllumöðr-
um menningarþjóðum. Nú er það vatnið og
vindurinn, sem malar kornið. — Áður fyr var
öll ull spunnin á snœldu. Svo kom rokkurinn
fram á sjónarsviðið, og er hann enn notaður
víða. En útlit er samt fyrir, að spunavélarnar
smátt og smátt riðji honum á braut. — Öll
jarðyrkja var áður framkvæmd með handverk-
færum, og þeim ófullkomnum, og tréplógnum,
sera nú er fyrir löngu hætt að nota. í stað
þess er nú járnplógurinn og önnur nýtísku jarð-
yrkjuverkfæri að ryðja sér til rúms.
Um samgöngufærin er hið sama að segja.