Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1915, Side 15

Freyr - 01.01.1915, Side 15
FREYK. 9 er varhugavert að byggja mikið á slíkum ein- staklingum til undaneldis, ef ættartalan sýnir að ættin er slæm. Undantekning frá þessari reglu er stökk- breyting, en það er svo sjaldgæft að hún eigi sér stað. Kynbótagripirnir verða að vera fullþroska áður en farið er að nota þá, því ef þeir eru notaðir of ungir til undaneldis, hefir það skað- Jeg áhrif á gripina sjálfa og afkvæmið. Or- sökin til þess er sú, að nokkuð af næringu þeirri, sem átti að ganga til vaxtar hinnar ungu kvígu, gengur til fóstursins, og hið sama verð- ur eftir burðinn, að mikið af þeirri næringu, sem átti að ganga til vaxtar líkamans gengur til að mynda mjóik. Fóstrið verður lítið og veiklulegt, því kvígan hefir dregið af næringu til þess líka. Nokkuð má bæta úr því, með því að gefa kvígunni betra fóður, en ekki mikið meira að vöxtum til, því það getur hún ekki melt. Það þykir hæfilegt að bráðþroska kvígur beri 2 ára en ekki fyr en 21/2 til 3 ára, ef þær eru seipþroska. Astæðurnar fyrir því, að ekki má nota mjög unga bola, eru hér um bil þær sömu. Það kippir úr vexti þeirra, og gerir þá ending- arverri, og afkvæmið — enda þótt það sé með fullþroska kúm, — óhraust og lítið. Það er líka margreynt, að óþroskaðir for- eldrar gefa mikið síður en fuliþroskaðir for- eldrar í arf þá eiginleika, sem þeir hafa að erfðum frá foreldrum sínum. Að öðru jöfnu er bezt, að kynbótanautin séu snemmalin, og má þá nota þau á öðrum vetri til svo sem 8—10 kúa, svo lítil notkun þarf ekki að skaða þau, séu þau vel upp alin og bráðþroska. Kynbótabola af góðum ættum ætti að nota svo lengi, sem þeir gefa af sér gott afkvæmi. Við megum ekki ímynda okkur, að kúakynið batni af sjálfu sér. Fyrirkomulagið á naut- griparæktinni, sem nú er, að kálfarnir fái með kálfum, að allir nautgripir séu hafðir jafnt til undaneldis, eða að þeir kálfar séu settir á og hafðir til undaneldis, sem krökkum dettur í hug að biðja lífs, verður að breytast. Við getum ekki borið því við, að við þekkjum ekki ráð til að bæta kúakynið. Þau hafa aðrir fundið og reynt með góðum árangri. Árið 1890 var meðalnyt á 16 stórum kúabúum 2480 pt. En árið 1904 var meðalnyt í 84 nautgriparæktar- félögum á Fjóni, sem höfðu samtals 30680 kýr 3325 pottar af mjólk. Meðalnytin hefir því hækkað á þessum 14 árum um 845 potta. Auk þess hafa kýrnar mjólkað meiri og feitari mjólk af tiltölulega minna fóðri, og álíka framförum hafa kýrnar þar tekið að endingu og útliti. Förum því að dæmi annara þjöða og styðj- um að nautgripafélagsskapnum. Við þeJrkjum víst allir þá örðugleika og mótspyrnu, sem allar nýjar umbætur eiga við að stríða í byrjun. Þorri manna er á móti þeim, eða í það minsta vilja ekkert á sig Jeggja til þess að greiða götu þeirra, jafnvel ekki þótt sjáist, að tilgangurinn sé góður, og þótt það kosti þá sára lítið. 011 fyrirhöfn, hversu litil sem hún er, er þyrnir í margra augum, og þeir snúa bakinu við allri nýrri umbótaviðleitni. Nokkrir eru þeir — og það helzt til marg- ir — sem hugsa og tala sem svo: Það gerir ekkert til þó eg sé ekki með, það munar ekk- ert um mig. Þetta er lúalegur hugsunarháttur, og ban- vænn hverri framfaraviðleitni. Það eru smá- sálirnar, sem vilja ota öðrum á torfærurnar, sem þeir gjarnan vilja komast yfir sjálfir. En hugsunarhátturinn þessi er alt of al- gengur hjá okkur Islendingum. Eg efast ekki um, að þið sjáið allir, hve afarmikla þýðingu það hefir að bæta kúakynið. En eina leiðin, sem þekt er til þess, eru

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.