Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1915, Page 19

Freyr - 01.01.1915, Page 19
FREIR. 13 hafa verið flutt út um eða yfir 5000 hross alls. — Verð á tvævetrum og þrevetrum tryppum var í haust, 80—100 kr. Og fullorðin hross, óvalin, bæði hryssur og hestar seldust á 120 —150 kr. Hætt er við, að hagur almennings sé nú víða miður góður, og sjáifsagt mun lakari en hann hefir verið undanfarin ár, eða frá því fyrir aldamótin. Tjónið af skepnufellirnum í vor, og afurðamissirinn af þeim fénaði sem lifði, er stórfeldur. Það er enn órannsakað og verð- ur líklega aldrei gert til hlýtar, hvað það tjón nemur miklu. Sennilegt þætti mér, að þessi skaði allur mundi reynast, ef öll kurl kæmu til grafar, ettthvað á aðra miljón króna. Ofan á þetta eignatjón bætast svo skuld- irnar, sem farið hafa mjög í vöxt síðustu árin. Og margir bændur urðu í vor að hleypa sér í skuldir vegna fóðurbætiskaupa handa fénað- inum, í því trausti að bjarga honum frá fellir. En sú von brást mörgum, sem við var að búast, eins og alt var í garðinn búið. — Horfurnar eru því alt annað en góðar, og ham- ingjan má vita, hvernig fer. En nauðsynlegt er bændum nú, að gæta allrar varúðar i hví- vetna, og sýna hyggindi þau sem í hag koma. Meðal annars þetta, að setja gætilega á vetur, og fara vel með skepnurnar, svo að þær geri sem mest gagn. Þrátt fyrir alt, var þó töluvert unnið að jarðabótum þetta ár. Og sérstaklega er vert að geta þess, að komið var upp og lokið við nokkrar stærri samgirðingar. Á sumum þeirra var byrjað áður, en flestar þeirra voru þó gerð- ar í ár. — Af stærri samgirðingum skal eg nefna: 1. í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu. Afrétt- argirðing, um 18710 metra á lengd. 2. í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Girðing milli túna og bithaga, um 17700 metra. 3. í Selvogi í Árnessýslu. Afréttar og hagagirð- ing um 15000 metra. 4. í Laugardal í Árnessýslu. Girðing milli engja og beitilanda, um 14725 metra. 5. Í Aðaldal í S.-Þing. Afréttargirðing á Hvammsheiði 13685 metra. 6. í Mývatnssveit í S.-Þing. Afréttargirðing, um 11375 metra. Auk þessara girðinga er hér hafa verið nefndar, er enn verið að gera tvær samgirð- ingar í S.-Þing., sem komnar eru langt á veg, að minsta kosti önnur þeirra. Þessar girðing- ar eru, önnur í Ljósavatnshreppi, — Kinnínni — og er um 13200 metra. Hin er á Tjörnesi, og er um 28000 metra. Til allra þessara samgirðinga hefir verið veitt lán úr Ræktunarsjóði Islands. í sumar voru gerðar á ný mælingar í Fló- anum, til rannsóknar og undirbúnings hinni fyrirhuguðu Elóaáveitu. Var byrjað á þeim um 10. júni, og lokið við þær nálægt 20. okt. Mælingarnar gerði Jón verkfræðingur ísleifs- son, undir yfirumsjón Jóns verkfræðings Þor- lákssonar. Smjörbúin sem störfuðu þetta ár, voru 26 alls. Hefir þeim fækkað síðustu árin. Við árslokin 1912, lögðust 2 bú niður, Reykjadals- búið i S.-Þing. og Kerlækjarbúið í Snæfn. —- I vor var Geirsárbúið í Borgarfirði lagt niður. Þetta bú, sem stofnað var og tók til starfa 1904, gekk vel fyrstu árin, en svo fór þvi smá- hnignandi þar til í vor, að það sofnaði. Eyrsta starfsár þess, var flutt út frá því um 15400 pd. af smjöri. Auk þessara þriggja búa, sem lögð eru niður, gengu ekki í sumar önnur þrjú, sem þó má telja lifandi. Það eru Eramtíðin í Skaga- firði, Landmannabúið í Rangárvallasýslu og Laxárbakkabúið í Borgarfjarðarsýslu. Ástæðan til þess, að þau héldu kyrru fyrir, mun hafa

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.