Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Blaðsíða 6
atomi væri ein elektróna, í helium tvær o. s. frv. og segði yfirleitt númer efnisins í per. kerfinu lil um fjölda elektrónanna í atóminu. Þá skyldi og kjarninn vera jafn mikið positivt lilaðinn sem all- ar elektrónurnar eru samtals negativt hlaðnar. Eftir þessari hugmynd hyggjast öll séreinkenni efn- anna á tölu elektrónanna og Ideðslu kjarnans. Athugum nú velnisatom Bohrs út frá el-magn. Ijóskenningunni. Elektrónan sveiflast með hleðslu sína fram og aftur og samkvæmt þvi, sem fyrr var sagt, ælti það að vekja sveiflur í Ijósvakanum og mynda ljós. Orku ljóssins yrði að laka af lcgu- og lireyfingarorku elektrónunnar, sem hlyti því að hrapa niður á kjarnann. M. ö. o. elektrónan getnr alls ekki haldist á lokuðum brautum um kjarn- ann, eins og Bohr gerir ráð fyrir, ef skýring Hertz á myndun ljóssins er rétl. Til þess að hjarga atom- mynd Bohrs verður því að fórna þessari hugmynd um kveikingu ljóssins, en það er vert að gera sér það ljóst, að þannig má þó skýra hæði útvarps- bylgjur og vissa tegund Röntgengeisla (samfellda Rönten-litrofið), þ. e. a. s. bylgjur við báða enda litrofsins. Rafmagnsbylgjur, eins og ljós, rönt- gengeislar og útvarpsbylgjur, myndast við sveifl- ur eða, nákvæmar til orða tekið, ójafna (accel- leraða) hreyfingu rafmagnaðs hlutar, en þó með þeirri undantekningu, að þegar elektróna snýst um atomkjarna (og verður þvi fyrir accelleration), hefir það ekki kveikingu ljóss í för með sér — það er inntakið í forsendu Bohrs um elektrónu- brautirnar. Terma litrofanna skýrir Bohr nú þannig, að þeir jafngildi orku elektrónanna á þeim hrautum, sem liún kann að ganga á í atominu, en þær hrautir eru fastákveðnar með gildum termanna. Bohr sýndi, að eftir reikningi verður elektrónu- 1 orka vetnisins á forminu |i2, ef vissri stærð, p ím- pulsmomenti, er stendur í sambandi við hreyfingu elektrónunnar, eru sett þau skilvrði, að 27rp = nh þar sem h er stuðull, svonefndur Plancks stuðull, og n= 1, 2, 3 ... . Fyrir hringbraut er p = r« • w . u r =■- radius braularinnar, w = hornhraðinn, u = massi elektrónunnar. Hér er ekki hægt að gera grein fyrir þvi, hvernig Bohr hefir dottið ofan á þessa skilyrðislikingu fyrir p, aðeins skal þcss get- ið, að hún er sprottin upp úr hugmynd Plancks um ljósskammtana, sem áður er getið. Þegar hér er komið, virðist túlkun lermanna sem orka elektrónunnar eðlileg, þar sem þeir eru fyr- 1 . , ir vetnið á forminu—f, en þá er eftir að skýra sambandið milli lermanna og bylgjulengda litrofs- línanna og þarf Bohr til þess að setja ný skilvrði, sem, eins og hin fyrri, brjóta í bág við eldri hug- myndir og virðast fljótt á litið vanta fasta undir- stöðu. Elektrónan getur horfið af einni hraut á aðra, segir Bohr. Gerum ráð fyrir, að hún flytji sig á innri hraut. Þá liefir orka hennar minnkað, sem svarar mismuni tilsvarandi terma og breytist sú orka, sem þannig losnar, í ljós á einhvern enn óþekktan háttt. Orkan verður að ljósskammti, sem — og það er síðasta forsenda Bolirs — hefir hylgju- lengdina /, er finnst af líkingunni og er þá h stuðull Plancks, c ljóshraðinn og E orkuskammturinn, sem breytist i ljós. Áður en Bohr setti fram kenningu sína, hafði Einstein sýnt fram á, að ofangreind líking gildir þegar ljós hreytist í hreyfingarorku mcð því að þeyta elektrónum út úr föstum hlutum og verður þá skiljanlegra hvers vegna Bohr getur notað hana. Út frá þessum forsendum, sem nú voru taldar, gat Bohr reiknað út bylgjulengd vetnislínanna með mikilli nákvæmni. En strax í heliumatóminu með tveimur elektrónum reyndust reikningarnir of flóknir, vegna áhrifa elektrónanna, hvorrar á aðra, til þess að hægt væri að skýra heliumlitrofið í ein- stökum atriðum. Sama verður og vitanlega niður- slaðan þegar margbrotnari atóm eru tekin fyrir. Þó gat Bohr skýrt aðaldrættina í einfaldari litrof- um og er þar helsl að geta alkalimálmanna. Einu númeri lægri í periodiska kerfinu en alkali- máhnarnir og þá eftir kenningu Bohrs einni elek- trónu færri eru eðallofttegundirnar. Þær eru, sem kunnugt er, kemiskt óvirkar og bendir það til sér- staklega fastrar atómbyggingar. Kemur þetta og enn fram í næsta dálki, hjá alkalimálmunum, sem eru eingildir og sýna, að einungis viðbótar elek- trónan, sem þeir liafa fram vfir eðallofttegund- irnar, er nógu laus til þess að haggast við kemisk áhrif. Við samanburð á stærð atomanna keraur í ljós, að hver alkalimálmur hefir miklu stærra atom en eðalloftið næst á undan og staðfestir ]>að sér- stöðu gildiselektrónunnar innan alkaliatomanna. Af þessu dregur Bolir þá ályktun, að innri elek- trónurnar í alkaliatomunum verki út á við, sem einn negativur kjarni, er hafi ekki aðra þýðingu en þá, að draga úr hleðslu atomkjarnans. í aðal- atriðum sé því liægt að líta á alkaliatomin sem kjarna með einni elektrónu eins og vetnisatomið. Skýrir þetla hve mjög alkalitermarnir likjast term- um vetnisins. Litrofið myndast samkvæmt þessu aðeins við hreyfingu gildiselektrónunnar, sem þess vegna má einnig kalla ljóselektrónu. 1 alkal. jarðmálmum verða á tilsvarandi hátt tvær ljóselektrónur, eins og í helium, enda er skyldleiki litrofanna ótvíræður. Hér er ekki rúm til þess að fara frekar út í skýringar á litrofunum í einstökum atriðum og verður að láta nægja að geta ])ess að lokum, livernig Bolir skýrir neistalit-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.