Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Blaðsíða 10
36
TÍMARIT V.F.Í. 1 93 5.
Eddington telur hitann uni 40 miljón gráður við
sólmiðju. Geislarnir, sem efnin gefa frá sér við
þann hita, liggja allir liandan við útbláa Ijósið, á
Röntgensvæðinu, og er bvlgjulengd þeirra um %000
af bylgjulengd sýnilega ljóssins. Samkvæmt líkingu
Einsteins, sem áður er getið,
verður því orkan, sem felst í hverjum Ijósskammti,
nálega 1000 sinnum meiri en ef um venjulegt Ijós
væri að ræða.
Slíkir ljósskannntar verka eins og byssukúlur á
atómin, sem fyrir þeim verða, svo að í þeim stend-
ur varla „steinn yfir steini“. Tíðir árekstrar hinna
4. mynd. Sólspeglar á Eínstein-turninum i Potsdam. MeS-
an tekin er mynd af sólinni, hreyfast speglarnir ])annig,
að myndin fellur alltaf á sama staS á plötunni.
geisandi atoma géra og sitt til að rífa niður atóm-
in; aðeins þyngri kjarnarnir geta lialdið í nokkr-
ar innstu eleklrónurnar, en léttari kjarnar standa
berskjaldaðir fyrir ljósskammta- og elektróna-
skeytum.
Hér eru engin efni til í venjulegum skilningi,
aðeins bálffallnar rúslir efnisagnanna, eða, eins og
ef til vill er jafnrétt að orða það, óskapnaðurinn í
deiglunni, sem máske á fyrir sér að verða að gló-
andi gulli eða skínandi demöntum eflir billjónir
ára. En eins og nú er ástatt inni í sólinni eru þar
hvorki gull né gimsteinar, heldur aðeins rafmagn-
aðar agnir á geisilegri ferð fram og aftur og ljós-
skeyti, er mola niður atomleyfarnar. í öllum þess-
um óskapnaði gerist lítið annað en það, að orkan
er í sífelldu að skipta um gerfi. Ljósskammtur
lendir á atomleyfum og sprengir úr þeim eina el-
ektrónu, en afleiðingin verður sú, að ljósið slokkn-
ar, breytist í lireyfingarorku elektrónunnar. Komi
elektróna svo í nánd við atomkjarna með svo og
svo mörgum eleklrónum, getur svo farið, að hann
hremmi bana og þvingi til að snúast um sig á lok-
aðri braut. En lil þess verður eleklrónan að hægja
á sér og gerir það með því, að breyta nokkru af
lireyfingarorku sinni í ljósorku, sem hún gefur frá
sér og svo endurtekur sig sama sagan.
Eins og kunnugt er, eru það gagnkvæm ábrif
efniseindanna, molekylkraftarnir, sem valda þvi,
að lofttegund þéttist og verður fljótandi. Loftið má
eigi þjappast saman, þ. e. efniseindirnar ekki nálg-
ast liver aðra, fram yfir viss takmörk, eigi loftið
ekki að verða að vökva. Lofttegund getur tæpast
við tilraun á jörðinni orðið eins þung í sér og vatn.
En inni í sólinni er þetta allt á annan veg. Þar
geta atomkjarnarnir nálgast miklu meir liver ann-
an, án þess að af verði þétting, vegna þess hve at-
omin eru orðin fyrirferðarlítil. Efnið getur orðið
þétlara en vatn og samt fylgt lögmáli Boyle-Mari-
otles um þrýsting, rúmtak og hita lofttegundar.
Vér verðum að líta svo á, að iður sólarinnar
séu öll loftkennd — nema ef til vill miðbikið, þar
sem þrýstingur er mestur — og það enda þótl þétt-
leiki hennar sé að meðaltali meiri en vatns eða 1.4.
Við yfirborðið er liitinn um 6000° eða aðeins
%ooo af þeim Iiita, sem talinn er að ríkja um mið-
bikið. Samt er það svo bár hiti, að öll efni, er vér
þekkjum, Iiráðna, gufa upp og leysast jafnvel upp
í einstök atom, dissocierast. Vér sjáum því, að yf-
irliorð sólar er einnig loftkennt.
Sólin er þannig geisilegl liaf af glóandi loftteg-
undum; ofan á synda heillegustu atomin, en neð-
ar finnum vér aðeins atomlilula. Þar er eins og
komið sé nær og nær sjálfri sköpuninni — þar eru
frumefnin sjálf í smíðum.
Eðlislýsing sólarinnar nær vitanlega einkum til
yfirborðsins, því enda þótt fara megi nærri um
ásigkomulagið í undirdjúpunum, lilýtur sú vitn-
eskja að bj'ggjast á athugun yfirborðslaganna. Sól-
inni má frá þessu sjónarmiði skipta í tvo aðgreinda
hluta, gufuhvolfið, sem er gagnsæll og hinn ógagn-
sæa glóandi hnött, sem gufuhvolfið hvílir á. Frá
yfirborði þessa linattar stígur samfellt ljós upp i
gegnum gufuhvolfið, en atomin, sem verða á vegi
ljóssins, sía úr því þær bylgjulengdir, sem þeim
eru eiginlegar, selja m. ö. o. sinn stimpil á sólar-
ljósið. Litrof sólarinnar verður þannig samfellt,
með fjölda absorptionslína.
Nú skyldi maður halda, að auðvelt væri að skera
úr um það, livaða efni eru í gufuhvolfi sólarinnar,
með því einu, að mæla bylgjulengdir Fraunhofers-