Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1935, Blaðsíða 11
TÍMARIT V.F.Í. 1 9 35. 37 línanna (dökku linanna í litrofi sólarinnar) og bera saman við þekktar litrofslínur frumefnanna. En efnagreiningin á sólinni er miklu flóknari en virðist við fyrstu athugun. í litrofi sólarinnar liafa verið mældar um 20 þúsund línur. Er af þvi ljóst, að sé tekin bylgjulengd af handahófi, eru miklar líkur fyrir því, að til hennar svari Fraunhofers- lina, svo að ekki skakki nema örlitlu á bylgjulengd- inni. Fyrsta skilyrðið til þess, að áreiðanlegar nið- urstöður fáist, er þvi að lögð sé til grundvallar samanburðinum nákvæmustu gildi á bylgjulengd- unum og það verður að ganga úr skugga um það, að enginn mismunur sé á línum eins og sama efn- is á tilraunastofu og á sólinni eða réttara sagl, reikna út hve mikið línurnar liafa færst til á sól- inni frá þvi, sem er í tilraunastofu. Þau áhrif, sem snúningur jarðarinnar, bæði um möndul sinn og um sólina og möndulsnúningursólarinnar sjálfr- ar hafa á legu litrófslínanna eru vel rgiknanleg, þar sem þessar hreyfingar eru allar vel þekktar. Öðru rnáli gegnir um strauma og staðbundnar lireyfingar i gufu- hvolfi sólarinnar. Þó má úliloka áhrif þeirra með þvi að taka til greiningar ljós frá nógu stórum fleti á yfirborði sólarinnar. Þegar alls þessa er gætt, má með vissu ákveða nokkur efni á sólinni. Ef vér berum t. d. saman litrófsmynd- irnar hér á eftir, sannfærumst vér strax um, að vetni sé í rikum mæli i gufuhvolfi sólarinnar, þar sem sterkustu Fraunhoferslínurnar falla í línur vetnisins. Á sama hátt finnst natríum, magnium, járn og enn fleiri efni. En hvað er þá um þau efni að segja, sem ekki finnast með þessu móti, má spyrja. Eru þau ekki í gufuhvolfi sólarinnar, eða eru aðrar orsakir til þess að línur þeirra komi ekki i Ijós? Til þess að leita að svörum við þessum Spurningum, grípum vér til líkingar Saka’s. Ef sett eru inn í líkinguna líklegustu gildin á hita og þrýsting neðst í gufulivolfi sólarinnar, sem eru T = 6000° og p = 1 loftþyngd, kemur út, að U = 8,5 Volt tilsvarar x = y2, þ. e. a. efni með U = 8,5 Volt er til liálfs ioniserað. Þar sem nú um lielm- ingur allra frumefna liefir ionisationspotential sem er lægra en 8,5 Volt, leiðir af líkingunni, að absorptionslínurnar hljóta að mjög verulegu leyti að vera neistalínur. Ofar í gufuhvolfinu kveður enn meir að neistalínunum, því að þrýstingurinn minnk- ar mjög ört, er ofar dregur, en hitinn helzt litið breyttur upp í 10—15 þús. km hæð. Neistalínur efnanna eru yfirleitt útblárri en boga- línur þeirra. — Ivröftugri kjarnaaðdráttur leiðir til meiri legu- og hreyfingarorku — og er megnið af öllum neistalínum ósýnilegar, liggja handan við 400 bylgjulengdina 400 /t /( (= qqq m m) og jafn- vel 300/(/(, en mannsaugað skynjar ljós, sem hefir bylgjulengd milli 400 og 800 /í/i. Venjulega eru nú orðið notaðar myndaplötur við litrófsrannsóknir á himintunglunum og eru þær næmar niður í um 200 /(/(. Jafnvel þótt enn væru ekki þekktar að- ferðir til mælinga á styttri bylgjum en 400 /(/(, mætti gera sér vonir um að slíkar aðferðir fyndust i ná- inni framtíð á þeirri tæknisöld, sem vér lifum á, en i sóllitrófinu verða ekki rannsakaðar bylgju- lengdir, sem styttri eru en 300 /«/( og það eru afar litlar likur til, að úr þvi verði hægt að bæta á næst- unni. Þessara takmarkana, sem ekki eru eingöngu settar sólrannsóknum, Iieldur einnig tilsvarandi tungl- og stjarnarannsóknum, er að leita í gufu- hvolfi jarðarinnar. í 30—40 km hæð í andrúmsloft- inu er afar þunnl osonlag, sem drekkur í sig all- an útbláa enda litrofsins handán við bylgjulengdina 290—300 /(/(. Væri þessari osonblæju svipt burtu, mundi það opna stjörnuvísindunum geysistór ónumin lönd — en það yrði bara enginn til þess að nema þau; liinir banvænu útbláu sólargeislar mundu eyða lífinu á jörðunni. Einhvern tima kann að því að koma, þótt það sé enn ekki fyrirsjáanlegt, að brynjaðir stjörnu- fræðingar fljúgi með litrita upp fyrir osonlagið og geti skorið úr því með rannsókn á neistalínunum, hvaða efni séu í gufulivolfi sólar og liver ekki. En nútíma stjörnuvisindi verða að nota hverja bendingu um efnin á hnöttunum og leitast við að 5. mynd. Tveir hlutar af litrófi sólarinnar ineð fjölda Fraunhoferslína. (a) liggur í útbláa litnum og er ósýnilegur, (b) er i rauða litnum; sterka linan er vetnislinan H«, fyrsta linan i Bahner-röðinni.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.