Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 5

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 5
FREYR W 91 naut Búnaðarfélagsins að leitast fyrir um betri ljái en ljáblöðin, sem nú i mörg ár hafa verið óhæf sakir bitleysis. Ágúst Helgason. Þessi ítarlega greinargerð Agústs er að mínu áliti sanngjarn heildardómur um ljáina. I sambandi við hin ummælin er sérstaklega mest að athuga: Hjá Agúst bita Ijáirnir vel, hann dregur þá vandlega en brýnir sjaldan og væg- lega (með fínu steinbrýni). Hjá þeim sem draga og brýna, og brýna og draga í sí- íellu, bíta Ijáirnir ekki nema fyrstu ljá- förin. — Þeir brýna bitið úr þeim?. Sumir finna ljáunum það til foráttu að það þarf að »leggja þá á«. Þessir menn gæta þess ei að krafan um harða og bitgóða ljái er fallin um sjálfa, sig ef Ijáirnir eiga endilega að klappast. Það getur ekki orðið samfara góð hersla og klöppun. — Svona einfalt atriði ættu allir að skilja. Sumir panta Ijáina, en gefa sér ekki tima til að reyna þá, þegar þeir eru feng- nir — vegna þess að þeim »lýst ekki á þá«. Ef dæma á eftir þessum mönnum, og undirtektum eða undirtektaleysi alls þorra þeirra er keyptu Ijáina er krafan um betri Ijái en þá sem nú tíðkast, vind' bóla ein. Þá skal gera grein fyrir því hvei’s vegna ég hefi horfið að því ráði að fá reynda hér einjárnunga — stálsoðna, fremur en að fá smíðuð hörð ljábiöð. Þegar dengsluljáirnir fornu lögðust niður — fengum víð ljáblöðiu í staðinn. í öðr- um löndum lögðust dengsluljáir einnig nið- ur. í stað þess fóru menn að smíða stál- soðna ljái úr svo góðu efni að þeir héldu biti með því að leggja þá á, án þess að vera smiðju-dengdir. — Er sennilegt að við Islendingar séum þeir einu sem fund- ið hafl rétta leið að endurbæta Ijáina? — Undarlegt þykir mér það. Ljáasmíði er í mörgum löndum orðin mikil iðnaðar- grein og samkepnin afarmikil um að framleiða sem besta Ijái. Ljáirnir eru ýmist handsmíðaðir eða vélsmíðaðir. Hafa handsmíðuðu Ijáirnir löngum þótt bera af hinum, Hallingdals-ljáirnir sem hér hafa verið reyndir eru handsmíðaðir Hinir Ijáirnir sem Agúst nefnir í niðurlagi grein- argerðar sinnar voru vélsmíðaðir. Hafa ljáir frá þeirri verksmiðju verið reyndir nokkuð í Austur-Húnavatnssýslu og hafa einstöku bændur þar notað ein vörðungu slíka ljái í nokkur ár. — Breytt þeim sjálfir svo þeir gætu notað þá í islenzk orf. En vélsmíðuðu Ijáunum sem eg sendi Ágúst hafði verksmiðjan breytt eftir minni fyrir- sögn. Þess skal getið til fróðleiks þó ekki varði það neinu fyrir okkur, að löng- um hafa þær sveitir í Noregi haft for ystu um Ijáasmíði, sem frægastar voru fyrir vopnasmíði, fyr á öldum. Má til þess nefna Þelina — stunda margir þeirra ljáasmíði sem heimilisiðnað En svo fer um þetta sem fleira, að erfitt veitir að keppa við verksmiðjurnar sem vélsmíða hlutina. Enda eru handsmíðaðir ljáir miklum mun dýrari en hinir. I Noregi má heita að hver sveit noti fsína gerð af ljáum, er þvi urmull af gerð- um og lagið mjög mismunandi. Smíðar hver smiður ávalt Ijái af mörgum mis- munandi gerðum. Svo mun og í öðrura löudurn. Yfirleitt eru ljáirnir íbognari og krappari en við eigum að venjast. Sláttu- lag manna erlendis er og öðruvísi en hér. Skárinn breiður, ljáförin mjó. En Ijánum rent í grasið, en ekki þverskorið eins og við gerum, verður því engin hnakkamön, eða lítil. Þrátt fyrir það þó útkoman sé miður góð, af viðleitni minni, að útvega mönn- um góða ljái, tel eg fullsannað að víða

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.