Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 14
100 F R B Y R Molar. Vinnnkensla. Finnar vllja koma á hjá' sér innlendri sykurframleiSslu, og hafa bygt sykur* verksmiðjur er framleiða sykur úr sykurrófum. Þeir telja sig hinsvega skorta œfingu í rófna- rækt, og báðu Dani kenna sór. Danir gerðu það, á þann hátt, að í sumar sendu þeir 200 iýðháskólanemendur til 6 vikna dvalar í Finn* landi. Þeir kendu Finnum handbrögðin við að grisja og hreinsa illgresið úr rófuökrunum með þeiro. Kjörin voru: fríar ferðir báðar leiðir, frí dvöl í Finnlandi, skemtiferðir um Finnland, og 100 kr. í peningum. Þarf ekki að efa að þessi kensla hefir orðið gagn og gaman |fyrir báða aðilja Finna og Dani.‘ |I Þeir^ vildn koma á fót nautgriparæktarfólagi bændur í Súldal í Noregi (fjallasveit í Ryfyiki). En þátttakan varð ekki almennari en það að 40 kýr urðu í félaginu. I sveitinni eru 7—800 kýr. Félagið var stofnað, það keypti kyngott naut fyrir 1000 kr., og í lög þess var sett, að enginn bóndi utan félagsins skildi fá nautið lóð til kúnna sinna, hvað sem í boði væri! »Með illu skal ilt út drífa«. Eldsliætta afVsaltpétri. I Danmörku hefir nýskeð verið vakin eftirtekt á að Chllisaltpétur geti orsakað eldsvoða. Tvisvar hefir það átt sér stað nýverið þar í landi. Það kviknar í skipi, hlöðnu saltpétri, í Odensvje höfn. Á stærri bu- garði kom upp eldur af sömu orsökum. Það var geymdur Chilisaltpétur í hlöðu, í sekkjum, allstór hlaði. Samhliða því voru lagðir tómir sekkir, sem síðast voru notaðir undir salt- pétur, en áður var í þeim Superfosfat. Yoruþeir ekki hreinsaðir þess f milli. Upptaka eldsins var vart sem sprenginga. Sjálfkveiking á sér stað í sekkjunum þá er Chiliaaltpétur og Superfosfat nær að snerta hvað annað, því ef í Superfosfati finst frjáls brenni- Steinssýra, þá getur hún sameinast saltpétri þann* ig að málmstofn hans (Na2) sameinast sýruleifinni (S04). Komist þá jafnframt súrefni saltpétursins í nána snertingu við auðbrennanleg efni af líf- rænum uppruna, koma í ijós smásprengingar um leið og kviknar í þeim. Af Superfosfati og Chilisaltpétri, sem rétt er með farið, þarf ekki að stafa eldhætta. Þó eigi sé mikið flutt af Chilisaltpétri hér til landsins, virðist eigi ástæðulaust að vekja athygli manna á, að sýna gætni; með, að láta ekki í ó- hreinsaða sekki aðrar áburðartegundina þar sem hin hefir verið áður, nje heldur setja báðar áburð- artegundir í hlaða saman. Pálmi Einarsson Gín og klanfaveiki sem geisað hefir i Dan- mörku síðustu ár, barst einnig til Suður-Svíþjóðsr og hefir náð þar töluverðri útbreiðslu þrátt fj'rir allar varnir og baráttu gegn veikinni. (niður- skurð o. s. frv.). Frá þvi í nóv. 1924 tii okt. 1925 hefir ríkissjóður Svía varið '14.919.148 krónum til varnar gegn veildnni. Þar við bæt- ast töpin sem bændur hafa liðið. Við íslendingar erum ekki hræddari við þenna voðagest, en svo, að hór hafa engar ráðstafanir verið gerðar til varnar því að veikin bærist hingað. Það er víst fremur lán en fyrirhyggja sem hefir bjargað okkur. Mjóikurneyslan í Osló. Arið 1924 notuðu Oslóarbúar 55,2 milj. kg, af mjólk. 6,1 milj. kg. var notað í brauðgerðahúsum og smjöriíkis- verksmiðjum. 4,2 milj. kg. var notað til osta og srojörlíkisgerðar, og 44,84 milj. kg var neytt af íbúum borgarinnar, eru það 174 kg. á mann í borginni. • Ýmsar greinar er birtast áttu í þessu blaði verða að bíða sökum rúmleysis, og birtast þær annaðhvort í næstu blöðum Freys ellegar þá ann- arstaðar. íaafoldarprentsmiBja h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.