Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 9

Freyr - 01.11.1925, Blaðsíða 9
Í’REÝR 95 að jarðrækt og kæfir þó langtum meira í fæðingunni. Meðan ísl. bændur eru svo fátækir, að þeir geta ekki af eigin ramm- leik lagt mikið fje í jarðrækt, þá verða þeir að eigi kost á fé með góðum lánskjör- um til þess. En til þessa tíma hefir ver- ið langt frá því að svo væri. í þriðja lagi, og umfram alt, er það hugsunarháttur þjóðarinnar sem þarf að breytast, ef nokkru verulegu á að verða áorkað. Straumhvörf þurfa að eiga sér stað. Hugurinn er það regin afl sem mestu ræður um þetta sem annað. »Hugur ræð- ur hálfum sigri«. Þjóðin á ekki nógu öfluga trú og von á landið og framtíð þess. Framíið land- búnaðarins álítur alþjóð manna litla eða enga, Lítur jafnvel niður á þá menn er þann atvinnuveg stunda, s. s. bændur og vinnuhjú. Bændur eiga að nokkur sök á þessu sjálfír. Jeg held næstum því, að þeir hafi álitið sig óæðri verur en menn í kaupstöðum, t. d. kaupmenn og versl- unarfólk alt. Þetta er eitraður hugsun- arháttur, sem verður að hverfa það fyrsta. Bændurnir verða að fá virðingu fyrir sjálfum sér og trú á starf sitt og framtíð þess. Meðan að þeir gera það ekki, þá er ekki von á góðu. Þeir stunda þá rán- búskap og ræktunin verður hægfara. 0g á meðan svo er, er ekki að búast við að þeir ætli efnilegustu börnunum sínum að taka við jörðinni eftir sinn dag. En þetta má ekki svo til ganga. Menn verða að skilja það, að ef við viljum halda því heiðursheiti í framtíðinni, að heita menningarþjóð, þá er fyrsta skilyrð- ið fyrir því, að svo geti verið, að við stundum jarðrækt og búskap. Og fyrsta skilyrðið fyrir góðri afkornn í búskapnum er, vaxandi jarðrækt en minkandi jarðrán, Hugarstefnan verður að breytast. Menn verða að kasta víkingshamnum og vikings- lundinni, og leggja niður herferðir í ríki nábtúrunnar. En taká upp siðu og háttu hins starfsama og friðsama bónda. Bónd- ans, sem er það fyllilega ljóst, að hann á að starfa í sem "mestu samræmi við náttúruna og hjáipa henni til að græða landið og gera það^fegurra. Alla krafta þjóðarinnar á að taka í þjón- ustu þess máls. Einskis má láta ófreistað til að beita hugarstefnu þjóðarinnar frá ránum og drápum, og að friðsamlegri störfum. Skólarnir eiga hjer að ganga á undan með góðu eftirdæmi og benda þjóðinni á hlutverk sitt. I hverjum einasta barna- og unglingaskóla ætti að kenna undirstöðu- atriðin í jarðræktar- og garðræktarfræði. Og það ætti að vera ein hæsta námsgrein- in í héraðsskólunum,1'sem nú eru á upp- siglingu. Þjóðin þarf að eignast þá lífsskoðun, að ekkert só göfugra'en að vinna »að rækt- un með sumri og sól«. Það sé það eftir- sóknarverðasta sem hægt sé að keppa eftir. B. Sk. „Biluð herfi“ Það er ekki ótítt að menn kvarti yfir þvi, að spaðaherfi og diskaherfi »bili« á þann hátt, að ^spaðarnir eða diskarnir losni á öxlunum, og'skrölti til og frá. — Sama er að segja um nýju spaðaherfin, »Hankmo-herfin«. Þessi bilun er þannig tilkomin að enda- rærnar á öxlunum losna við notkun og hnjask, skrúfast blátt áfram fram af öx- ulendunum. Ef ekki'er aðgert slitst bráð- lega skrúfugangurinn af öxulinum og inn- an úr rónni. Ef svo er komið, er ekki hægt aðjgera við þetta nema að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.