Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1930, Side 5

Freyr - 01.03.1930, Side 5
liú nadiirinálablad Utgefendnr: Jón H. Þorbertjsson, Sigurður Sigurðsson, Pálmi Einarsson, Sveinbj. Benediktsson. <Jret/r Afgreiösluinaður og gjaldkeri: Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 131. Arg. blaðsins kostarökr. Gjalddagi 1. júli. XXVII. ár. Reykjavík, Mars — Apríl 1930 Nr. 3—4. Kvenfél agasamband r Islands. Sú nýlunda hefir nú gerst á því merkis- ári 1930, að flest kvenfélög hér á iandi hafa myndað eitt „Kvenfélagasamband fyrir lsland“. Stofnun þessa félagsskapar er fyrsti minnisvarðinn, sem reistur er á þessu merkisári, og sem á ókomnum tím- um á að vinna að þjóðþrifum og heill lands og lýðs, því vitanlegt er það að undirstaða þjóðfélagsins er vagga barn- anna og þau áhrif, sem ungmennin mæta á heimilunum. Það sem er aðal- markmið þessa félagsskapar, er að gera húsmæðurnar færari um að leysa sín þýð- ingarmiklu og vandasömu störf vel af hendi. Að hlynna að heimilisprýði og heimilisþrifnaði. Þetta verður gert með haganlegum húsakynnum, heimilisiðnaði til klæðnaðar og þrifa á heimilunum, hag- kvæmu mataræði, garðyrkju o. fl. o. fl. 011 þau mál er þetta varða hefir félagið á stefnuskrá sinni. Og væntanlega fær það á ókomnum tímum miklu til vegar komið í þessum efnum. Það hefir til þessa verið fremur hljótt um kvenfélagsskapinn hér á landi, enda hefir hann lítils eða einskis styrks notið af því opinbera. Aftur á móti hefir bún- aðarfélagsskapurinn fest sínar greinar út um alt land og notið mikils stuðnings frá ríkisins hálfu. Sama má segja um Fiski- félagið. En nú koma konurnar til sögunnar. Þær vilja mynda hliðstæðan félagsskap við Búnaðarfélagið og- Fiskifélagið. Þeirra fé- lagsskapur vill breiðast um alla bæi, þorp og sveitir landsins, jafna allan stéttarríg og með sameinuðum kröftum vinna að heill og þrifum þjóðfélagsins. Með öðrum orðum, leggja undirstöðu til þess að hér alist upp hraust og heilbrigð kynslóð, er kunni að hagnýta sér þau náttúruskilyrði, er vér búum við. I sambandi við þennan nýstofnaða fé- lagsskap er rétt að líta nokkru nánar á til- drög hans og markmið. Hið fyrsta kvenfélag hér á landi var stofnað fyrir rúmum 50 árum síðan, en suður-þingeyskar konur mynduðu sam- bandsfélag með sér fyrir rúmum 25 árum. Þá var sambandsfélag norðlenskra kvenna stofnað 1914. Bandalag kvenna 1917. Sam- bandsfélag austfirskra kvenna 1927. Sam- bandsfélag sunnlendra kvenna 1928, og í öðrum landshlutum er líkur félagsskapur í undirbúningi. Markmið þessa kvenfélagsskapar hefir verið nokkuð mismunandi. Helstu mál sem þau hafa unnið að eru: 1. Hjúkrunar og líknarstarfsemi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.