Freyr - 01.03.1930, Síða 10
38
FRE YR
ins og semur skrár yfir þær og verðmæti
þeirra við árslok. Hann undirbýr stjórn-
arfundi og boðar til þeirra þegar honum
þykir þess þörf.
10. gr.
Forseti stjórnar Landsþingi kvenna og
ber ábyrgð á að ályktunum þess sé fylgt.
ITann skal og leggja fyrir þingið:
a. Skýrslu um störf sambandsins.
b. Reikninga sambandsins.
c. Tillögur frá sambandsfundum.
d. Tillögur stjórnar og starfsmana um
hvernig störfum þess skuli hagað
næsta ár.
e. Áætlun um tekjur og gjöld sam-
bandsins.
11. gr.
Gjaldkeri sambandsins skal færa alla
reikninga þess, og hefir sjóð þess í vörsl-
um sínum. Hann annast allar greiðslur að
fyrirlagi eða eftir ávísun forseta, svo og
allar innheimtur, og færir til reiknings
eftir þeim reglum, sem um það eru settar.
12. gr.
Þegar stjórn sambandsins tekur á-
kvarðanir um málefni, sem einhver starfs-
manna þess hefir aðallega með höndum,
skal leita tillagna hans í málinu.
13. gr.
Endurskoðendur skulu árlega rannsaka
reikninga Kvenfélagasambandsins, skoða
sjóði þess og öll eignaskírteini og rita á
reikningana vottorð þar að lútandi, ásamt
athugasemdum. Athugasemdum þeirra
skal svarað af þeim, er hlut eiga að máli,
og skulu endurskoðendur síðan gera til-
lögur til úrskurðar, er lagðar verða fyrir
I.andsþing kvenna.
14. gr.
Nú telur forseti og meðstjórnendur þörf
á að eitthvert félagsmálefni fái sérstak-
an undirbúning, rannsókn eða úrskurð, og
geta þeir þá skipað nefnd hæfra manna til
þess.
15. gr.
Kvenfélagasamband Islands skal eiga
fastasjóð, sem ávaxta skal í jarðræktar-
bréfum Ræktunarsjóðs Islands. % vaxt-
anna leggist við höfuðstólinn en 3/4 iegg-
ist við árstekjur félagsins.
I fastasjóð skal leggja skilyrðislausar
gjafir er félaginu hlotnast. Semja skal
skipulagsskrá fyrir sjóð þennan.
16. gr.
Lögum þessum má breyta á Landsþingi
kvenna, en til þess þarf minst 3/4 hluta
atkvæða allra mættra fulltrúa á því þingi.
17. gr.
Lög þessi voru samþykt á stofnfundi
Kvenfélagasambands íslands, hinn 1. fe-
brúar 1930, og öðlast gildi nú þegar.
Á fundinum voru skipaðar nefndir til
að gera tillögur um aðalverkefni félags-
ins, en þau eru:
1. Húsmæðrafræðsla og handavinna í
barnaskólum.
2. Heimilisiðnaður.
3. Umferðakensla í heimilisiðnaði.
4. Ilúsmæðraskólar.
Allar nefndimar skiluðu ítarlegum álit-
um. Tillögur þær, sem samþyktar voru,
eru þessar:
1. Um húsmæðrafræðslu og handavinnu
í barnaskólum voru samþyktar þessar til-
lögur:
„Nefndin leggur til að fundurinn skori
á fræðslumálastjóm landsins að hlutast