Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1930, Side 19

Freyr - 01.03.1930, Side 19
FREYR 47 Eg teldi það mjög gott ef við fengjum jafnmikla meðal-uppskeru og þau bygðar- lög í Noregi er liggja jafn norðarlega og Island, 16—17 tn. af ha. Það er a. m. k. ckki „varlegt“ að áætla það hærra. Þó að Klemens hafi að meðaltali feng- ið meiri meðaluppskeru en þetta, þá sann- ur það lítið. í fyrsta lagi vegna þess, að á meðan Klemens var við Gróðrarstöðina í Keyk- javík ræktaði hann bygg á örlitlum bietti, sem hann hirti með hinni mestu nákvæmni og fékk því af honum mikla uppskeru. Út frá þeim árangri er ekki hægt að áætla uppskeruna alment út um land á stærri svæðum, á mismunandi ræktargóðu landi, með misjafnri um- hirðu o. s. frv. I öðru lagi. Þau 2 sumur sem Klemens hefir ræktað korn í stærri stíl á Sáms- stöðum í Fljótshlíð, hafa verið hlý og þur, og skilyrði til kornræktar eru í Fljótshlíðinni án efa mikið betri en ann- arsstaðar á landinu. Að þessu athuguðu, verður enn sem komið er að leggja meira upp úr almennri reynslu nágrannaþjóðanna á þessu sviði, heldur en hinni stuttu og staðbundnu reynslu Klemensar við skilyrði, sem eru allólík þeim, sem verða mundi alment hjá bændum. Á fyrstu starfsárum gróðrarstöðvanna í Reykjavík og á Akureyri voru gerðar allmiklar tilraunir með það, hvort korn- rækt gæti orðið hér arðvænleg eða ekki Árangurinn af þessum tilraunum varð yfirleitt sá, að í meðalárum og betri gæti korn þroskast hér og gefið nokkra upp- skeru ca. 12—15 tn. af ha., en í slæmum árum þroskaðist það alls ekki. Ef gengið er út frá að meðal-uppskera sé 15 tn. af byggi og 30 tonn af hálmi af ha. þau ár, sem bygg yfir höfuð að tala getur þroskast, þá verður afrakstur bygg- akurs 495 kr. af ha. í stað 785 kr. í áætlun Klemensar. Tilkostnað við byggrækt telur Klemens 410 kr. á ha. Hreinn arður yrði sam- kvæmt því 85 kr. af ha. í stað 375 kr. 1 áætlun Klemensar, eða 20—30 kr. af dag- sláttu. Þegar svo þar til kemur, að bygg- rækt hlýtur hér ávalt að verða ótrygg, þá fer að verða lítið eftir af hinum mikla hagnaði, sem Klemens telur að bændur geti haft af kornrækt. Ég tel það mjög varhugaverða stefnu í ræktunarmálum okkar sem stendur að hvetja bændur alment til komræktar. Á meðan mikill hluti íslensku túnanna er þýfður og í miður góðri rækt, á með- an bændur þurfa víða að sækja megin- heyskap sinn á misjöfn engi á einkunar- orð bænda að vera: Alt fyrir grasræktina. Því að eg er sannfærður um það, að grasræktin oorgar sig mikið betur en kornrækt yfirleitt. Ef að túnin gæfu ekki meiri áisarð en 20—30 kr. af dagsláttu, þá væri íslenskur landbúnaður illa stadd- ur. Þegar grasfi'ærræktarstöðin var stofn- uð á Sámsstöðum í Fljótshlíð, var svo til ætlast að kynbætur og ræktun gras- fræs yrði aðalstarf hennar. En þessi 3 ái, sem stöðin hefir nú starfað, hefir lítið áhersla verið lögð á þessi atriði, en kornrækt og tilraunir viðvíkjandi henni rekið í stórum stíl, mælt á íslenzkan mælikvarða. Vonandi er að Klemens leggi meiri stund á grasfræræktina í framtíðinni en verið hefir, og leggi kornræktina á hill- una, því að hún er hvort sem er lítið annað en til að sýnast og láta bera á s1 öðinni útávið. En það er of dýrt að flevgja fleiri þús. kr. út fyrir það árlega. Tilraunir á fjölmörgum sviðum innan

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.