Freyr - 01.03.1930, Page 23
FEEYR
51
og þær bera, eins og víðast er gert, þar
sem ekki eru girðingar. Yrði þetta mjög
óþægilegt fyrir fólkslausa bændur, sem
þegar eru fullhlaðnir störfum, einkum á
vorin. Þá hefir mikið verið um það talað,
hvort ekki mundi einhver skrokkþyngdar-
munur á hrút og gelding að öðru jöfnu.
Um þetta eru dálítið skiftar skoðanir, en
engar fullnægjandi sannanir til hér á landi.
Þó halda fiestir því fram, að hrútarnir séu
talsvert þyngri. Stundum kom það líka
fyrir í gamla daga, að lömb fækkuðu tals-
vert við geldinguna, og ekki er ólíklegt,
að slíkt gæti komið fyrir enn. — Án þess
að setja upp nákvæmt reikningsdæmi, er
það mjög augljóst að: aukin vinna, minni
skrokkþyngd og e. t. v. lambadauði, gjör-
ir það að verkum að talsverður munur
þarf að vera á verði hrúta- og geldinga-
kjöts. En það er einmitt það sem vantar,
að fá nógu sterkar líkur fyrir því, að sá
munur yrði svo mikill, að það gerði meira
en aðeins að borga sig fjárhagslega séð;
því . það þyrfti það að gera, til þess að
kvalræðið á lömbunum væri ekki til eink-
is unnið. En það er það sem verður að fá
eitthvað fyrir. Þó lítur helst út fyrir, að
sumum forgöngumönnum þessa máls finn-
ist særingin á lömbunum algert aukantriði
og taka það ekki með í reikninginn, þeg-
ar um þetta er rætt; finst geldingin aðeins
sjálfsögð til reynslu. Aftur á móti eru það
margir fjáreigendur, sem líta svo á, að
þetta sé meira um vert en svo, að ástæða
sé til að byrja á því, fyr en nokkrar sann-
anir eru fengnar fyrir þvi, að það sé nauð-
synlegt. Það sýnist e. t. v. sumum erfitt
að fá sannanir, án þess að flytja út geld-
ingakjöt, en þá ætti alveg eins að vera
hægt að selja I. flokks gimbrakjöt, sem
talið er jafngott geldingakjöti, í sérstökum
flokki og sjá hve mikill verðmunur yrði
á því og hrútakjötinu. Ef munurinn yrði
talsverður, væru strax fengnar meiri líkur
en nú eru fyrir hendi,
í fám orðum sagt: Málið er enn sem
komið er ekki svo upplýst, að hægt sé að
ætlast til þess, að bændur taki það alment
upp. Þeir vilja sem sé ekki kvelja lömb
sín e. t. v. að óþörfu, því það út af fyrir
sig, er stærsti þyrnir í augum margra fjár-
eigenda, í þessu máli, og er það ekki und-
arlegt, einkum ef sú aðferð er notuð við
geldinguna, sem algengust heflr verið hér
á landi. Hún er raunar svo kvalafull og
hrottaleg, að furðu gegnir að slíkt skuli
ekki vera bannað með lögum, meðal sið-
aðra þjóða. Ef nú framtíðin sýnir, t. d.
krafa frá kjötneytendum, eða einhverjar
sannanir kæmu fram um það, að gelding-
in væri óhjákvæmileg, til að viðhalda eða
bæta kjótmarkaðinn, verður vitanlega
neyðst til að taka þetta upp. En þá hlýt-
ur það að vera mjög mikið áhugamál allra
fjáreigenda, og ætti jafnframt að verða
gert að aðalatriði meðal forgöngumanna
þessa máls, að upplýsa einhverja nothæfa
aðferð við geldinguna, aðferð sem ekki
kæmi algjörlega í bága við þær mannúð-
arkröfur sem nú eru alment viðurkendar,
viðvíkjandi skepnum.
í mars 1930.
Fjá.maður í Presthólahreppi.
Úr Hrófbergshr. í Strandas.
Taisvert virðist vera að glæðast áhugi
manna hér í hrepp á jarðrækt og fram-
kvæmdum í búnaði. I fyrrasumar var
keypt hingað Fordson Dráttarvél. Var
unnið með henni seinnipart sumars og
svo lengi, sem tíð leyfði, en sem var skamt
því frost og snjór kom snemma. Alls mun
hafa verið unnið um 15 dagsláttur og það