Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1930, Síða 24

Freyr - 01.03.1930, Síða 24
52 FREYR á óræktaðri jörð. í vor er í ráði að vinna um 30 dagsl. er það góð viðbót við það sern fyrir er, þegar í fulla rækt er komið. Vélin hefi reynst ágætlega og vinnan gengið vel, en mjög erfitt að flytja bæði vél og verkfæri á milli bæja, tekur það oft langan tima því vegir eru vondir og vatnsföll er tálma. I ráði er að raflýsa 2—3 heimili hér í vor. A orkan að vera það mikil að hún nægi til ljósa, suðu og hitunar. Það verða fyrstu rafstöðvarnar er koma hér í hreppn- um. J. S. Afurðir af 72 ám Kristjáns Jóhannessonar, KJambraseii i Reykjahverfi árið 1929 Ull af 72 ám 178 kg. á 3,00 = kr. 534.00 Mjólk úr 35 ám í kvíjum 1295 kg. á 0,35 ..........= — 453,25 Kjöt 73. lamba 1021 kg. á 0,80 = — 816,80 Mör úr lömbum 145 kg. á0,80 = — 116,00 Slátur úr 73 lömbum á 1,00 = — 073,00 (lærur af lömbunum 220 kg. á 2,00 ...................= — 440,00 Garnir 73 st. 0,50 ..........— 36,50 Alls kr. 2469,55 Auk þess seld 4 lömb á fæti á 133,00 og sett á 17 lömb á 22,00 = 374,00 Samtals kr. 2976,55 Þetta verður til jafnaðar á hverja á kr. 41,34. Undir þessum 72 ám voru 96 lömb þegar slept var á fjall, og fært frá, tvö þeirra komu aldrei af fjalli Ærnar átu um veturinn um 150 kg. af heyi og var V3 af því taða.. Til þess nú að reikna út hreinan arð af ánni þarf að finna kostnaðarverð heysins. Uthey eru fremur létt og eru það 108 hestar, sem ærnar hafa alls farið með. En þess skal geta að vetur var góður og jarðsamur, enda getur ekki talist að ærnar hafi eytt meiru í fóðurgildi alls en, sem nemur nálægt tveimur kýrfóðrum. Efnagreiningar er viðkoma fslenskum Jandbúnaði. Búnaðarþingið 1927 heimilaði að Búnað- arfél. íslands léti safna saman ogsamræma þær efnagreiningar er við koma íslenskum búnaði beint eða óbeint. Hafa þær sum- part birtst víðsvegar í tímaritum erlendum og innlendum, sumpart hafa þær aldrei birtst. Verki þessu er lokið, framkvæmdi það Giuðmuiidur Jónsson kennari á Hvann- eyri. Búnaðarfélagið hefir gefið út heildar- skýrslu um efnagreiningar (Skýrslur Bún- aðarfélags íslands nr. 3). Freyr hefir farið þess á leit við Guðmund að hann léti blað- inu í té yfirlitsútdrátt úr skýrslunni með skýringum. Hefir hann gjört þetta og fer sá útdráttur hér á eftir. Efnagreiningar þær sem gjörðar hafa verið eru fæstar kerfisbundið endurteknar með því markmiði að hafa alment gildi, þær eru flestar efnagreiningar einstakra sýnishorna teknar á ýmsum tímum og hef- ir því oft mjög skort á nægilegar upp- lýsingar um sýnishornin svo gildi þeirra yrði metið til fulls á réttan hátt. Höfund- ur skýrslunnar hefir þó leitast við á all- an hátt að útvega slíkar upplýsingar, ef til voru. Eftir þeirn efnagreiningum sem gjörðar hafa verið og nú finnast á einum stað í frumgögnum þeim er liggja til grund- vallar yfirlitsskýrslunni má fá bendingar um ýmislegt viðvíkjandi íslenskum jarð-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.