Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1938, Page 6

Freyr - 01.04.1938, Page 6
52 F R E Y R að fé er rekið nokkuð sitt á hvað, þá hefi ég sumstaðar orðið að taka stór svæði og marga sláturstaði saman, til þess að ná yfir mörkin, svo að saman færi framtal að vori og staðir þar sem öllu fé af því svæði hefði verið slátrað á að haustinu. Á skýrslu þeirri, er hér fylgir, er sýnt hve mörg prósent vanti, til þess að fram komi — slátrað í kaupstað og sett á — lamb undan hverri framantalinni á. Það sést á henni, að slátursvæði Króks- fjarðarness, sem nær yfir Geiradal og Reykhólasveit alla og 4 bæi í Gufudals- sveit, sker sig úr, því að þar er lagt inn 9,9 % fleira af lömbum en fram er talið af ám. Þó er þarna ekki mjög margt af tvílembingum. En meðferð fjárins er góð og hirðing í bezta lagi. Og bændur í þess- um sveitum eru með þeim bezt og jafnast stæðu fjárhagslega á öllu landinu, þó að sumir telji að þar ættu engir að búa. í Bíldudals slátursvæði mun vera slátrað einhverju úr Auðkúluslátursvæði, og því býst ég við því, að tölurnar sýni ekki rétta útkomu milli þessara hreppa. Víðar getur það verið, enda er hér um fyrstu tilraun að ræða til að sýna vanhöldin á hinum ýmsu slátursvæðum, og mun þurfa að laga það síðar, þegar betri upplýsingar liggja fyrir, en ég nú hefi við að styðjast. Þegar menn athuga þessa skýrslu, mega menn ekki gleyma því, að hér er hvorki tekið tillit til tvílembinga né lamba undan ám, sem gleymzt hefir að telja fram. Aftasti dálkurinn sýnir hve margt hverfur af fullorðna fénu milli framtal- anna 1935 og 1936, fram yfir það, sem slátrað er í kaupstað. Er það víða ekki meira en vænta mátti að slátrað væri heima, en sumstaðar líka mikið fleira. Ef reikna mætti með því að ærnar yrðu ea. 8 vetra, þá ætti að vera slátrað af þeim á hverju hausti um 12 %, og haustið 1935 var um Vs hluta af þeirri tölu slátrað 1 kaupstað. Um 10 % hefði því heimaslátr- un ánna átt að vera, og það er hún víða, eins og skýrslan sýnir. Vanhöldin eru því tiltölulega ininni á fullorðna fénu en lömb- unum. Koma þar til greina geldu ærnar, ærnar, sem láta lömbunum, og lömbin, sem drepast nýborin. Ég mun síðar reyna að benda á orsakir vanhaldanna, og á hvern veg þarf að hefj- ast handa til að létta af bændum þeim skatti, sem þeim nú er færður, en með þessari grein vildi ég sýna að vanhöldin eru mjög mikil, og meiri en fjöldinn gerir sér grein fyrir, en ég vona, að þegar mönnum verður ljóst hve mikil þau eru, þá vaxi líka í brjóstum manna ákveðinn, einbeitt- ur vilji til a,ð minnka þau, og helzt að láta þau alveg hverfa. Páll Zóphóníasson. Út af vanhaldaskýrslunni í greininni hér á und- an, leyfi ég mér að taka þetta fram til athug- unar: 1. Vanhöld á lömbum. Vorið 1935 eru framtaldar ær ca . . 525500 I vanhaldaskýrslu sinni telur höf. van- höld lambanna, að meðtöldum heimasláti'- uðum lömbum, og miðað við lamb, undan hverri framtalinni á — (einnig þeim, sem hafðar eru geldar með vilja), — 14,5% eða tæplega .................. 76200 og kemur það vel heim við töluna 76005 í greininni. Höf. telur að fjáreigendur í kaupstöð- um eigi um 20000 ær og slátri öllum lömbunum heima. Þareð tvílembingar koma ekki til greina við útreikninga þá, er taflan sýnir, má telja líklegt að þessir menn setji á til viðhalds stofninum 10% af lömbunum og verður þá tala slátur- lamba hjá þeim 18000. Sé svo áætlað að í sveitum sé slátrað 8200 lömbum heima, þá verður öll heimaslátrun .......... 26200 Raunverulega vantar þá .............. 50000 lömb til þess að standast á við framtald- ar ær, eða ca. 9,5 %.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.