Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 11
F R E Y R 57 Áhrifa skjólsáðsins gætir vitanlega mest fyrsta árið og hverfa fljótlega eftir það. í aðra hönd kemur eftirtekja af skjólsáð- inu. Hún er ekki sýnd hér, en telja má réttmætt að nota skjólsáð, vegna fljóttekn- ari arðs af nýræktinni, en þá verður þó að gœta þess, ef tekið er grœnfóður af skjólsáðinu, að slá það snemma og taka það strax burt af sáðsléttunni. 6. Forræktun lands, áður en grasfræi er sáð i það, (sáðskifti). Tilraun var hafin á Sámstöðum 1933, á mögrum valllendismóa (á háum hól), til samanburðar á mismunandi undirbúningi lands undir grasfræsáningu, og í því skyni reynd mismunandi forræktun (sáðskifti) á landinu, milli þess að það var »brotið« og þar til grasfræi var sáð í það til varan- legrar túnræktar, og þessi mismunandi for- ræktun borin saman við þá venjulegu að- ferð, að sá grasfræi í hið brotna land, eftir að það hefir verið búið undir grasfræsán- inguna með plæingu, herfingu og áburði. Taflan, sem hér fer á eftir, sýnir hvernig forræktuninni hefir verið háttað, en um á- burð, er það að segja árið sem grasfræinu er sáð, hefir verið borinn á búfjáráburður (100 smálestir á ha.) nema þar sem kar- töflur voru ræktaðar árið áður en grasfræ- inu var sáð, þá var búfjáráburðurinn borinn á fyrir þær og auk þess 200 kg Nitro- phoska og svo aðeins 100 kg. Nitrophoska fyrir grasfræið árið eftir. Annars hefir æ- tíð verið borið á Nitroposka, 300 kg. á ha. árlega. Með grasfræinu hefir ætíð verið sáð höfrum, sem skjólsáði og þeir slegnir grænir. Þótt tilraun þessari sé ekki Iokið þykir þó rétt að birta nú þær niðurstöður sem þegar eru fengnar. Vegna þess að hér er um ólíkar afurðir að ræða (töðu, grænfóð- ur, korn, hálm og kartöflur), sem ekki verða bornar saman eftir uppskerutölunum sjálfum, verður eftirtekjan sýnd hér í fóð- ureiningum og telst þá 1 fe. = 2,2 kg. taða, 3 kg. hafrahey, 4 kg. hálmur, 5 kg. kartöflur, 1,2 kg. hafrar og 1,0 kg. bygg. Verða þá niðurstöður, miðað við 1 ha.: TAFLA VIII Nr. Grasfræi sáð Forræktun, áður en grasfræi var sáð Ársmeðaltal Eftirtekja umfram nr. 1 Umreiknað í Áranna Fóðureiningar Fóðureiningar töðu kg. 1 1933 Engin 1933-37 2180 2 1936 1933 og '34 Bygg 1935 Kartöflur 1933-37 3972 1792 3942 3 1936 1933 og ’34 Bygg 1935 Hafrar 1933- 37 2902 722 1588 4 1936 1934 Bygg 1935 Hafrar . . . 1934—37 2617 437 961 5 1936 1935 Hafrar 1935- 37 2611 431 948 6 1936 Engin 1936 og ’37 2392 212 466 Tilraunin bendir ótvirætt til þess, að meiri eftirtekja fáist af nýrœktarlandi fgrstu árin, með því aö við hafa forrœktun og halda þannig landinu „opnu“ 2—3 ár, áð- ur en grasfrœi er sáð í það, eins og hér hefir verið gert, enda er það almenn reynsla i öðrum löndum að frjósemi jarðarinnar notist best með heppilegum sáðskiftum. Hér hefir ræktun kartaflna á undan gras- fræsáningunni borið langt af, eins og töl- urnar í aftasta dálki sýna gleggst. Þótt ekki sé enn fullreynt hversu lengi forræktunarinnar nýtur, í aukinni árlegri eftirtekju, virðist þó óhikað mega ráða mönnum til að taka upp forrœktun, líka því sem hér hefir verið gert.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.