Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Síða 12

Freyr - 01.04.1938, Síða 12
58 F R E Y R „Mæðiveikin“ Það vita menn, að svo má brengla og brjála rétt mál, að úr verði málskrípi. — Dettur mér í hug, að líkt sé farið að því er hið svokallaða mæðiveikismál snertir, og ber margt til þess. Hinar op- inberu rannsóknir á veikinni hafa frá byrjun verið reikandi. Niðurstöður rann- sóknanna hafa hvað eftir annað stang- azt á. Mörg sannindin hafa rannsóknirn- ar átt að leiða í 1 jós í þann og þann svip- inn, en jafnharðan verið hrakin við nýja endurskoðun. Síðasta útgáfan er sú, að hér á landi sé um nýjan eða áður óþekktan sjúkdóm að ræða, ,er sé hvorttveggja í senn: bráð- smitandi og ólæknandi, og þar við situr. Málsmeðferð öll hefir verið með hinum einkennilegasta hætti. Afleiðingar þessa ráðlags hafa ekki látið á sér standa, því ógnandi hrammur eyðileggingarinnar — niðurskurður sauðfjárins — er nú hafinn hátt á loft. Að öllum málavöxtum athuguðum, get ég ekki varizt að minnast sagnanna um Molbúana eða Bakkabræðurna og háttu þeirra, og við lauslegan samanburð á þeim og mönnunum, sem falin hafa verið á hendur forráð mæðiveikismálsins, finnst mér margt svipað. Það verður ekki með sanngirni sagt, að fé hafi verið sparað til rannsóknanna, ef satt er, að um síðustu áramót hafi sú upphæð numið um 138 þúsundum króna. En góð ráð eru oft dýru verði keypt. Ekki verður heldur sagt, að haldið hafi verið í fé til ýmsra varnaðarráðstaf- ana, sem nauðsynlegar þóttu og fyrir- skipaðar voru, svo sem til girðinga og vörslu, því nú mun sá tilkostnaður hlaup- inn fram úr milljón króna, og enn á að ráðast í nýjar girðingar, nýjar vörsl- ur. Því verður, sem sagt, ekki um kent, að hið opinbera hafi reynzt um of fast- heldið á fé í tilraunum sínum að ráða bót á þessu vandamáli landbúnaðarins. — Mætti fremur sakast um of mikið örlæti, einkum þegar þess er gætt, hve nauða- lítið hefir áunnizt í því að ráða niðurlög- um veikinnar. Almenningi er nú að verða ljóst í hvert óefni er stefnt, jafnvel er svo komið, að þeir menn, sem mestu ráða í þessu máli, standa nú ráðþrota og vita varla í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Allar pestar- nefndirnar, sem setið hafa um lengri tíma á rökstólum á landsins kostnað, virðast nú ætla að leggja árar í bát. Þær reyna nú að létta á sér sökum eða að komast undan þeirri þungu ábyrgð, sem þær hafa á sig tekið með afskiptum sín- um af pestarmálinu, og það á mjög frumlegan hátt. Þeim hefir nefnilega hugkvæmzt það snjallræði, að láta fjár- eigendurna sjálfa skera úr því, hvað til bragðs skuli taka. Af þessum ástæðum eru nú fundir haldnir víðsvegar um allt pestarsvæðið og þar eiga bændur með atkvæðum sínum að skera úr því, hvort fjárstofn þeirra megi lifa eða eigi að deyja. Slík vinnubrögð þykja sóma sér vel í lýðræðislandi. Með svofelldu móti fá þá og þingmenn héraðanna v.issu um vilja kjósendanna í þessu efni. En hvern- ig sem menn velta þessu máli fyrir sér, lenda þeir í sömu ógöngunum. Síðasta úrræðið er niðurskurður fjárins á pestar- svæðinu og er það örþrifaráð. Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um það, að slíkt úrræði verði sízt til fagnaðar. Eða hafa menn gert sér ljóst, hvað niðurskurður þriðjungs alls sauðfjár landsmanna muni kosta, beint og óbeint? Halda menn, að

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.