Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.1938, Blaðsíða 18
64 F R E Y K Búfræði ngurinn. Árið 1934 hófu þáverandi kennarar Hvann- eyrarskólans, þeir Guðm. Jónsson og Þórir Guð- mundsson, að gefa út ársrit, er þeir kölluðu Búfræðinginn og héldu svo fram í 2 ár, en þá varð G. J. einn útgefandinn. Fjögur fyrstu árin var Búfræðingurinn fjöl- ritaður, vegna þess að það varð útgef. ódýrara, þareð þeir gátu þá sjálfir annast „prentunina“ að mestu eða öllu leyti, en hins vegar óvíst um kaupendafjöldann í byrjun, og þeir komust þá hjá því að binda sér þunga fjárhagslega bagga með útgáfu ritsins, enda allt í óvissu í byrjun um kaupendafjölda og viðtökur að öðru leyti. Úr þessu hefir nú ráðist svo — og að verðugu — að kaupendum mun hafa fjölgað ár frá ári og vinsældir ritsins vaxið jafnframt. Þegar sýnt þótti að ritið ætti framtíð fyrir höndum, var þess leitað að nemendasambönd bændaskólanna tækju að sér útgáfuna. Því máli vildu Hólamenn ekki sinna að svo komnu, en nemendasamband Hvann- eyrarskóla hefir nú keypt ritið og er það útgef- andi 5. árg., sem nú er nýlega kominn út og í nýjum og betri búningi en áður, þar sem það er nú prentað og einkar vandað að öllum frágangi og fjölbreytt að ,,lífrænu“ efni, er bændur geta „tekið með sér út í mýrar og móa, tún og engi, súrheysgryfjur og hlöður og notað þar“, eins og ritstjórinn kemst að orði í ávarpi til lesenda. — Ritið er 10 arkir í Skírnisbroti og kostar aðeins kr. 3,00 fyrir meðlimi Hvanneyrings, en kr. 3,50 fyrir aðra. I ritinu er birt venjuleg skólaskýrsla Hvanneyrarskóla 3 s.l. ár, og verður það gert eftirleiðis, árlega eða annaðhvert ár. Vonandi taka Hólamenn höndum saman við Hvanneyringa um útgáfu Búfræðings áður en langt liður, því að varla er vansalaust fyrir þá að skerast úr leik, en hitt „ofmetnað ttr“, að þeir fari að gefa út annan „Búfræðing", þótt héraðs- skólar sumir hafi nú tekið upp þann háttinn, að gefa út hver sitt ársrit. smitun veitir árleg vetrarúðun með 3 % blásteinsvatni. Skal úða í frostlausu veðri áður en trén byrja að lifna að vorinu. Not- ið þessi varnarráð og veitið reyninum góð lífskjör (góðan jarðveg og skjól), þá þrífst hann víðast hvar og prýðir borg og bæ. Ingólfur Davíðsson. Búfræðingurinn hefir nú 800—900 kaupend- ur, en upplagið hefir verið aukið úr 1000 upp í 1650 — og ætti ekki að vera ofmikið. Ritstjóri er Guðmundur Jónsson, kennari á Hvanneyri. Til hans geta nýir kaupendur snúið sér og fá þeir þá Búfræðinginn sendan með póstkröfu. Ærnöfnin enn. Fyrir ári síðan sendi hinn þjóðkunni bænda- öldungur, Björn hreppstjóri Bjarnarson í Graf- arholti, blaðinu eftirfarandi „bragarbót": /ERNAFNA VÍSURNAR í Frey hefir mér þótt gaman að lesa. Þar kannast ég við mörg af þeim nöfnum, er ég notaði á smala- mennskuórum mínum; þótti sjálfsagt að nefna æmar, meðan tíðkaðist að mylka þær í kvíum. En síðan fráfærur lögðust niður, mun víða minna hirt um það. Vísurnar í Frey XXXII., 3. (marz 1937), I. og II., eru sléttubönd, og flestar vel gerðar. Smágall- ar eru þó á Ijóðhætti sumra. T. d. nokkur hljóðrof, hljóðstafahenda (návígi) : „Eygló Ör“, „Gríma Erla“, „Roka Ýra“, „Fjósa Elja“; en það fer ekki vel í kveðandi. Betra t. d. Errin, Ör. — Ljóðgalli er einnig að nota h í stað k við hljóðstöfun (Karta, Hvít, ætlað að bera fram: Kvít; hví þá ekki Krít ). Annar (II.) vísnaflokkurinn þarf smá- breytingar til þess að hann verði aldýr vatnsfeld sléttubönd (með fléttubanda miðrími) : 1. Skvetta Króna Dúðá’ Dáð Dýna Hempa'Læða Hetta Ljóma Brúða Bráð Blína Kempa Hræða. 2. Dóra Kola Rósa Rögg Rjúpa Gríma Kerla Móra Rola Ljósa Lögg Lúpa Króna Perla. 3. Njóla Linja Sokka Svöng Silja Roka Týra Fjóla Brynja Lokka Löng Lilja Þoka Spíra. 4. Fála Briðja Gusla Gljá Gnudda Fjósa Þelja Gála Hriðja Busia Brá Budda Þjósa Selja. 5. Rella Nurta Snareyg Snör Snarta Brana Lukka Brella Urta Vareyg Vör Varta Svana Fukka. 6. Gríður Róla Hnýsa Hvöt Hoppa Skráma Fluga Fríður NjólaLýsa’ Löt Loppa Ráma Smuga. 7. Háleit Krubba Ræna Rönd Raga Menja Krækla Smáleit Dubba Væna Vönd Vaga Fenja Hækla. 8. Lotta Tinda Hrefna Hrein Hremsa Kúfa Dæla Motta Vinda Gefna Grein Gemsa Dúfa Sæla. Og svona mætti lengi áfram halda. — Þannig gerðum vísum má breyta á 96 vegu með sömu orð- um, og mun slíkt vera einstæð íslenzk list. ASrar þjóðir hirða ekki um Ijóðstöfun (allitteration) í svo föstum skorðum, sem fögur íslenzk ljóðagerð útheimtir. B. B.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.