Einherji - 13.10.1967, Page 2
2
EINHERJI
Ábyrgðarmaður
Jóhann Þorvaldsson
Árgjald kr. 50,00
Gjalddagi 1. júlí
Blað Framsóknarmanna
í Norðurlandskjördæmi vestra
Siglufjarðarprentsmiðja
Það parf ekki að flytja
SUN fil Reykjavíkur
«UM DAGINN
:0G VEGINN
í síðasta tbl. Einlierja var
nokkuð rætt um jtá ákvörð-
un Síldarútvegsnefndar, að
flytja aðalskrifstofu SÚN
frá Siglufirði til Reykjavík-
Þá var og sagt frá rökstudd-
um mótmælum Fjórðungs-
ráðs Norðlendinga, bæjar-
ráðs Siglufjarðarkaupstaðar
og íélögum Framsóknar-
manna í Siglufirði gegn þess
ari ráðstöfun nefndarinnar.
Auk þess-taldi Einherji rétt
að birta greinargerð þar
um, því að Norðlending-
ar og raunar allir landsmenn
ættu heimtingu á að fá að
vita hvers vegna nefndin
teldi þessa ráðstöfun svona
nauðsynlega.
Nú hefur blaðinu borizt
fxmdarályktun frá nefndinni,
sem mun eiga að vera henn-
ar greinargerð um málið og
rök frá hennar hendi. Að
vísu hefur nefndin sem slík,
eða formaður heimar, ekkert
samband haft við blaðið eða
óskað eftir birtingu á jiessu,
en einn nefndarmanna, Jón
Skaftason, gerði það, og að
lians ósk er ályktun nefnd-
arinnar birt. Einherji mun
því, þar til annað reynist
réttara, líta á þessa ályktun
nefndarinnar sem greinar-
gerð og rök hennar fyrir áð-
ur nefndri breytingu.
. .Ályktun nefndarinnar er
í 6 liðum. 1. liður er um að
nefndin hafi fyrst haft eina
skrifstofu á Siglufirði, en
nú í tæpa tvo áratugi 2 skrif
stofur, á Siglufirði og í Rvík
og nánari skýring á verk-
efnum hverrar skrifstofu.
Ekkert af þessu er rökstuðn-
ingur fyrir nauðsyn þess, að
aðalskrifstofan sé flutt frá
Siglufirði til Reykjavíkur.
Annar liður f jallar um lög
og reglur, er nefndin á að
starfa efiir. Þar segir að í
lögum frá 1962 um Síldar-
útvegsnefnd sé gert ráð fyr-
ir að nefndin hafi skrifstofu
á Siglufirði og í Reykjavík,
og að ráðherra muni með
reglugerð setja fyrirmæli
um framkvæmd laganna, en
reglugerðin sé ókomin enn.
Hinsvegar starfar nefndin,
eða á að starfa, eftir núgild-
andi reglugerð frá 1952, en
þar er tekið fram, að heimili
og varnarþing nefndarinnar
sé á Siglufirði og aðalskrif-
stofan hefur verið og ER
þar, enda augljóst að hún
eigi að vera og verði þar
sem heimili og varnarþing
nefndarinnar er.
Hér er því ekki rökstuðn-
ing að finna fyrir ákvörðun
nefndarinnar um flutning
aðalskrifstofu, heldur hið
gagnstæða.
I þriðja lið segir nefndin,
að svo til öll sölustarfsemi
sé undirbúin í Reykjavík,
„enda flestir stjárnarmeð-
limir nefndarinnar búsettir
í Reykjavík eða nágrenni".
Þá segir nefndin að samn-
ingaviðræður, sem fram fari
við fulltrúa erlendra kaup-
enda íarið fram í Reykja-
vík. Já, rétt er orðið. „— bú-
settir í Rvík eða nágrenni.“
Sumir af þeim voru það
EKKI og meðal annars af
þeim ástæðum komust þeir
í nefndina. Þeir eru NÚ
komnir suður og það eru
ekki þjóðhagslega sterk rök,
að flytja eigi aðalstöðvar
stofnana, tengdar atvinnulíf
inu á Norður- og Austur-
Iandi til Reykjavíkur vegna
þess að nefndarmenn vilji
vera þar og það sé þeim
þægilegra að gegna þar
skyldustörfum í nefndinni.
Ilin atriðin eru heldur ekki
næg rök, því að þau fara
auðvitað fram þar sem
nefndin VILL að þau fari
fram.
Þá er það 4. og 5. liður,
sem í raun og veru er einn
liður. Það er að nefndinni
hafi borizt endurteknar ósk-
ir frá Félagi sfldarsaltenda
á Norður- og Austurlandi
um að aðalskrifstofa nefnd-
arinnar verði í Reykjavík
og orðrétt samþykkt FSNA
þar um. Sannarlega eru þetta
rök fyrir nefndina sem slíka,
enda segist hún hafa ákveð-
ið að verða við þessum ósk-
um. Fljótt á litið, og fyrir
þá sem Iítið þekkja til upp-
byggingar og starfsemi
FSNA, eru þetta sterk rök
fyrir nefndina að fara eftir
eða taka tillit til, og mér
þykir ekki ólíklegt að ýmsir
dragi þá ályktun að allir eða
flestir sfldarsaltendur á
Norðurlandi, að minnsta
kosti, séu þessu samþykkir
og óski eftir því. En svo er
þó ekki, lieldur hið gagn-
stæða. T. d. veit ég ekki um
einn einasta saltanda á Siglu
firði af heimamönnum, sem
hefur greitt atkvæði með
fiessu, en flestir eru alveg
á móti því og svo mun víðar
vera um heimamenn, að
minnsta kosti á Norðurlandi.
Hinsvegar hafa ýmsir áhrifa-
miklir aðilar innan FSNA
og sumir nefndarmenn sjálf-
ir barizt fyrir jiessu, svo og
ýmsir saltendur sem búsetu
eiga fyrir sunnan, og þá lík-
lega af sama búsetusjónar-
miðinu og nefndarmenn sjálf
ir um önnur störf nefndar-
innar. Mun síðar verða rætt
nánar um þessa samjiykkt
FSNA og vilja Norðlendinga
í þeim efnum.
Ég get ekki betur séð en
að mótmæli norðlenzkra
hyggða og Jiar á meðal
Fjórðungsráðs Norðlendinga
gegn ákvörðun Sfldarútvegs-
nefndar, séu fullkomlega
I réttmæt og þjóðhagslega
rétt og rök þeirra óhrakin.
Hinsvegar em rök nefndar-
innar nánast engin (enn sem
komið er), nema samjiykkt
FSNA og hún ekki rétt
mynd af vilja norðlenzkra
síldarsaltcnda, sem sumir
hafa lengst allra starfað að
síldarverkun og söltun.
Ég skora því á Síldarút-
Haustveðrátta góð. 44 þús.
f jár lógað hjá K. S. Væn-
leiki dilka meiri en s. 1. haust
Frostastöðum 6. okt.
Þó að þess flnnist dæmi, að
ennþá só verið að heyskap, þá
er þó slætti yfirleitt Iokið og
margir höfðu hirt öll sín hey
í hlöður fyrir göngur. Heyfengur
er með minna móti hjá flestum,
vegna tregrar sprettu, þó að til
séu fáar undantekningar. Aftur
á móti eru hey vel verkuð og
fóðurgildi Jæirra meira en oft áð-
ur.
Veðrátta hefur verið góð það
sem af er haustinu, frostnætur
fáar en þó úrfeUalítið. Er slik
hausttíð mikils virði, bæði fyrir
menn og skepnur. Um siðustu
helgi gekk þó í norðan úrfelli.
Snjóaði í fjöli, jafnvel ofan að
efstu bæjum, en það föl er nú
á undanhaldi. Vegna góðviðris í
göngum má ætla að smalazt hafi
vel og fjárheimtur því góðar, en
seinni göngur standa nú sums
staðar yfir, þegar þetta er ritað.
Sauðfjárslátrun stendur nú sem
hæst, en hún hófst hjá Kaupfé-
lagi Skagfirðinga viku fyrir göng-
ur. Gert er ráð fyrir að siátrað
verði hjá kaupfélaginu um 44
þús. fjár, en um 1500 kindum er
slátrað á dag. Vænleiki dilka er
meiri nú en í fyrra haust. Sam-
kvæmt athugun, sem nýlega hef-
ur verið gerð, nemur meðalþungi
1,5 kg meira en endanlegur meðal
fallþungi reyndist s. 1. liaust. Trú-
lega á það bil þó eftir að minnka,
en þó naumast svo, að það máist
út. Efalaust má finna ýmsar á-
stæður fyrir þessum þyngdarauka,
en trúlegt þykir mér, að síðbúin
spretta, sem bætt var upp með
fóðurbæisgjöf í vor, — ásamt á-
fellalausu sumri, — eigi þarna
sinn drjúga þátt.
Nokkur brögð eru að því að
garnaveiki verði vart í fé vestan
Héraðsvatna. Munu sumir bænd-
ur ætla sér, af þeim sökum, að
slátra öllu óbólusettu sauðfé sínu
í haust. mhg.
Skólarnir teknir til starfa.
Sauðfjárslátrun stendur yfir.
Treffur línuafli.
Höfðakaupstað, 8. okt.
Skólarnir, barna- og unglinga-
skólinn, tóku tU starfa 4. okt. s.l.
Dm 70 böm em í bamaskólanum,
en í unglingaskólanum eru um
50 nemendur í þremur bekkjum,
1., 2. og 3. bekk, en hann starfar
sem Iandsprófsdeild. Við skólann
eru 4 fastir kennarar, auk skóla-
stjóra, sem er Jón Pálsson.
Sauðfjárslátrun stendur yfir.
Mun verða slátrað um 6000 fjár,
og er það mlnna en oft áður.
Flestir bátar róa nú með Umi, en
afli er heldur tregur. En sjómenn
vonast eftir betri afla, því að
fiskurinn virðist enn liggja í æti,
sem óvenjumikið er af.
Hér var ágæt tíð í september
og nú er aðeins föl til fjalla, en
snjólaust í byggð. JP
Slátrað um 45.500 fjár. Fall-
Jmngi 0.7 kg meiri en í fyrra.
— Nýir skólastjórar.
Blönduósi, 8. okt.
Sauðfjárslátrun stendur yfir
hjá K. H. á Blönduósi. Gert er
vegsnefnd að endurskoða
samþ. sína og aðra opinbera
aðila, er um málið f jalla, að
láta þjóðhagslegt gildi og
stuðning við uppbyggingu
alls landsins ráða úrslitum.
J. Þ.
ráð fyrir að slátra um 45500 fjár,
og er það um 5% aukning frá
í fyrra. Slátrað er xun 1400 fjár
á dag 5 daga vikunnar og gert
ráð fyrir að sauðfjárslátrun ljúki
um 27. okt. Féð er vænna en oft
áður. Þegar búið var að slátra
um 27 þús. fjár var meðalþungi
um 0.7 kg meiri en í fyrra. Að
sauðfjárslátrun lokinni hefst
hrossaslátrun og er liklegt að hún
verði meiri en í fyrra.
Barna- og imglingaskólinn var
settur 1. okt. s. 1. I honum verða
um 140 nemendur í vetur. Guö-
mundur Ólafsson hefur verið ráð-
inn skólastjóri, en hann var hér
í fyrra, þá í forföUum annars.
Kvennaskólinn tók tU starfa um
mánaðamótin. Þar eru námsmeyj-
ar um 40 og er hann fullsetinn.
Aðalbjörg Ingvarsdóttir tekur nú
við stjórn skólans. Frú Hulda
Stefánsdóttir, sem haft hefur
stjðrn skólans á hendi um 25 ára
skeið, hefur nú látið af störfum
sökum aldurs. ÓS.
Dilkar vænni en í fyrra. —.
Fleiru slátrað.
Hvammstanga, 8. okt.
Sauðfjárslátrun stendur hér yf-
ir og er gert ráð fyrir að hennl
Ijúki um 25. okt. Hjá IÍ.V.H. verð-
ur slátrað um 36500 fjár, er það
um 1500 kindum fleira en í fyrra.
Féð reynist betur en í fyrra. Þá
var meðal fallþungi tun 14.8 kg,
en var nú s. 1. föstudag um 15,3
kg, á því sem búið var að lóga.
Tíð hefur verið góð það sem
af er haustinu.
Barnaskólinn tók til starfa um
síðustu mánaðamót. Um 40 börn
munu vera í skólanum. Nýr skóla-
stjóri, Sveinn Kristjánsson, kem-
ur að skóianum. GS
40 nemendur í Hólaskóla í
vetur. — 30 nautgripir og
530 sauðk. á skólabúinu.
Hólum, 8. okt.
Bændaskólinn á Hólum í Hjalta
dal er í raun og veru tekinn til
starfa, þó að hann verði ekki
formlega settur fyrr en um næstu
helgi. Fyrsti hópur nemenda, þeir
sem Ijúlca skólamun á einum
vetri, tóku til starfa fyrir viku.
Annar hópur, þeir sem stunduðu
hér nám í fyrra, koma nú um
þessa helgi og yngri deildin kem-
ur um næstu helgi. Alls verða
í skólanum á komandi vetri um
40 nemendur. Er skólinn fullset-
inn og meira en það. Vísa varð
nemendum frá vegna þrengsla.
Að öllu forfallalausu ljúka burt-
fararprófi að vori 23 nemendur.
í Hólabúi verða í vetur um 30
nausgripir og 530 sauðkindur. Á
hrossaræktarbúinu verða 50 hross
og er það færra en áður.
Skólastjóri og bústjóri er Hauk-
ur Jörundsson.
★
Frá Síldarútvegsnefnd
„Svo sem kunnugt er hefur Síldarútvegsnefnd starfrækt
tvær slcrifstofur í tæpa tvo áratugi, þ. e. á Siglufirði og f
Reykjavík, en áður hafði nefndin aðeins skrifstofu á Siglu-
firði. Skrifstofan á Siglufirði hefur m. a. haft umsjón með
söltun og útflutningi saltsíldar frá Norður- og Austurlandi,
og séð um innkaup og dreifingu á tunnum, salti og ýmsum
öðrum síldarsöltunarvörum fyrir það söltunarsvæði. Skrif-
stofa nefndarinnar í Reykjavík hefur annazt hliðstæð störf
að því er söltun á Suður- og Vesturlandi snertir. Auk þess
hefur skrifstofa nefndarinnar í Reykjavík haft umsjón með
söltun og útflutningi á þeirri vetrarsíld, sem söltuð hefur
verið á Austur- og Norðurlandi síðustu árin. Skrifstofa
nefndarinnar á Siglufirði hefur séð um rekstur Tunnuverk-
smiðja ríkisins á Siglufirði og Akureyri.
Skv. lögum þeim, um Síldarútvegsnefnd og útfl. saltaðr-
ar síldar, sem tóku gildi 21. apríl 1962, er gert ráð fyrir að
nefndin hafi skrifstofur á Siglufirði og í Reykjavík, en
eklcert tekið fram um það á hvorum staðnum skuli vera
aðalskrifstofa nefndarinnar. I hinum nýju lögum segir að
ráðherra muni með reglugerð setja nánari fyrirmæli um
framkvæmd laganna. I reglugerðinni frá 1952 er tekið fram,
að heimili og varnarþing nefndarinnar sé á Siglufirði og
verður að sjálfsögðu engin breyting á því gerð, nema nýja
reglugerðin kveði á um annað.
Svo sem kunnugt er, hefur svo til öll sölustarfsemi
nefndarinnar um alllangan tíma verið undirbúin í Reykja-
vík, neda eru flestir stjórnarmeðlimir nefndarinnar búsettir
í Reykjavík eða nágrenni. Einnig slcal á það bent, að samn-
ingaviðræður þær, sem farið hafa fram hér á landi við
fulltrúa erlendra síldarkaupenda, hafa um langt árabll farið
fram í Reylijavík, enda er Reykjavík betur sett hvað sam-
göngur snertir, bæði við umheiminn og innanlands, en nokk-
ur annar staður á landinu.
Nefndinni hafa borizt endurteknar óskir frá Félagi síld-
arsaltenda á Norður- og Austurlandi um það, að aðlskrif-
stofa nefndarinnar fyrir Norður- og Austurland verði í
Reykjavík og fer hér á eftir sambykkt aðalfundar félags-
ins 1967 um þetta efni:
„Aðalfundur F. S. N. A. telur nauðsynlegt að skrifstofu
Síldarútvegsnefndar í Reykjavík verðl falin yfirumsjón með
söltun Norður- og Austurlandssíldar, en skrifstofur verðl þó
áfram á Siglufirði og Austurlandi." Samþykkt þessi var gerð
með samhljóða atkvæðum.
Síldarútvegsnefnd hefur ákveðið að verða við þessum
óskum, en tekur fram, að skrlfstofa nefndarinnar á Siglu-
firði verður starfrækt áfram. Ennfremur tekur nefndin
fram, að skrifstofa sú, sem verið er að koma á fót á Seyðis-
firði, mun starfa þar eins og ráð hafði verið fyrir gert.“