Einherji - 13.10.1967, Page 3
EINHERJI
3
HEYBRUNAR ERU ALLTiÐIR OG ÞYKIR OKKUR ÞVI ASTÆÐA
TIL AÐ VEKJA ATHYGLI A MJÖG HAGKVÆMUM HEY-
TRYGGINGUM, SEM VIÐ HÖFUM ÚTBÚIÐ. TRYGGINGAR
ÞESSAR NÁ M. A. TIL SJÁLFlKVEIKJU. HAFIÐ SAMBAND VIÐ
NÆSTA KAUPFÉLAG EÐA UMBOÐSMANN OG GANGIÐ
FRÁ FULLNÆGJANDI BRUNATRYGGINGU Á HEYBIRGÐUM
YÐAR.
SAMVINNUTRYGGINGAR
UMBOÐ UM LAND ALLT ÁRMÚLA 3 - SlMI 38500
" p!=goq"QPpqsaac=;~ssg--~x-o~
IgUM DAGINNM
K0.6 VEGINNTOÍ
Samvinnuskólinn í Bifröst .
settur.
Samvinn.uskólinn í Bifröst var
settur mánudaginn 2. okt. með
athöfn í hátíðasal skólans. f setn-
ingarræðu gat skólastjórinn Guð-
mundur Sveinsson þess, að hafið
væri 50. starfsár skólans frá stofn
un hans haustið 1918. 1 vetur
stunda 74 nemendur nám í skól-
anum, 38 í fyrsta bekk, en 36
í öðrum bekk. *
Skólinn var þegar sumarið 1966
fullskipaður tvo vetur fram í tím-
ann og varð þrátt fyrlr það að
vísa stórum hópi umsækjenda frá.
Verúlegar breytingar verða gerð-
ar í vetur á námsskrá skólans.
Skal með þeim tryggt að mennt-
un nemenda verði framvegis seni
hingað til sambærileg við þá
menntun, sem hliðstæðir skólar
á Norðurlöndum veita.
(Frá Bifröst — Fræðsludeild).
Hausttíð ágæt. Heyskapur
varð góður.
Haganesvík, 9. okt.
Hér verður slátrað um 4000 fjár.
Hausttíð hefur verið ágæt og svo
lauk, að heyskapur varð yfirleitt
góður og nýting ágæt. Mun því
heyfengur í meðallagi eða vel það.
Barnaskólamir taka til starfa
um næstu helgi. 1 Holtshreppi er
skólinn á Ketilásnum, skólastjóri
Valberg Hannesson, en fyrir
Haganeshrepp að Sólgörðum,
skólastjóri Garðar Jónsson.
Einmuna tíð í september. —
Sfldarsöltun í október. Haf-
örninn 17 ferðir.
Siglufirði, 9. okt.
í september var hér einmuna
hausttið og festi aldrei í þeim
mánuði snjó á fjöllum og munu
mörg ár síðan að Siglufjarðar-
skarð hefur ekki lokast í þeim
mánuði. 1. okt. breytti um tíð,
snjóaði í fjöU og Skarðið lokaðist
og hefur verið lítið farið síðan.
Haustslátrun er lokið. Slátrað
var um 1500 fjár.
Það, sem af er október hafa aU-
mörg skip komið hingað með síld
tU söltunar, þótt siglingin í land
taki enn um sólarhring. Úr sum-
um skipum hefur síldin reynzt
ágæt og nýting farið yfir 60%,
enda síldin ísuð og kæld í skip-
unum.
Þá hefur Haföminn, flutninga-
skip S. B., stöðugt flutt síld tU
bræðslu síðan 26. júní og hefur
þegar farið 17 ferðir og flutt
50798 tonn til Siglufjarðar.
Frystihús S. B. er búið að taka
á leigu 2 Unubáta, Tjald og Hring
og eru þeir nú í fyrsta róðrinum.
Togarinn Ilafliði landar í dag 80
tonnum hjá frystihúsi S. B.
Skólarnir taka til starfa.
Pósthúsið fokhelt.
Hofsósi, 9. okt.
Sauðfjárslátrun stendur yfir og
mun ljuka í þessari viku. Lógað
verður um 700 fjár og er það
svipuð tala og í fyrra. Féð er
vænna og flokkast betur.
Barnaskólinn er tekinn tU
starfa. Þar em um 40 nemendur.
Skólastjórl er Garðar Jónsson.
Auk þess starfar imglingaskóli
með um 15 nemendum. Þá er
barnaskóli Óslandshlíðar með um
30 nemendur.
Húsnæði fyrir póst og síma er
í smíðum og er nú orðið fokhelt.
Þar á að koma sjálfvirk símstöð.
Hér er engin sjósókn eins og er.
Hausttíð ágæt, það sem af er.
Guðni þórarinsson verkamaður
var jarðsunginn 7. okt. s. 1. Guðni
varvellátinn dugnaðarmaður. NH
Kjordæmisþing
í Miðgarði
Kjördæmisþing Framsókn-
armanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra, verður háð í
nýja félagsheimilinu, Mið-
garði, Varmahlíð, sunnud. 5.
nóv. n. k. Þingið hefst kl.
2 eftir hádegi.
Oruggur akstur
Iílúbburinn Öruggur akstur var
stofnaður á Siglufirði 2. okt. s. 1.
Á stofnfundinum mættu á miUi
20 og 30 manns. FuUtrúi Sam-
vinnutrygginga, Baldvin Þ. Krist-
jánsson, flutti erindi um trygg-
ingamál og stofnun klúbba til
varnar gegn slysum og tjónum.
Sýnd var umferðakvikmynd. „Ör-
uggur akstur“ á Siglufirði er 26
klúbburinn á vegum Samvinnu-
trygginga. 1 stjóm eru:
Sigurjón Steinsson, bifr.stjóri
Jón Þorsteinsson, —
Jóhannes Jósefsson, fiskimatsm.
Sveinamót
Ungmennasambands
tSkagaf jarðar
árið 1967 var haldið að Sauðár-
króki laugardaginn 22. júlí í góðu
veðri, en nokkur gola spillti fyrir,
þó til góðs í spretthlaupum og
langstökki.
Keppendur voru frá þremur fé-
lögum: UMF Höfðstrendingi 5
keppendur, UMF Framför 4 kepp-
endur og aðeins einn frá UMF
Tindastóli.
Áhorfendur voru sárafáir.
Séu reiknuð stig með sama
formi og gert er á héraðsmóti
(5-3-2-1) falla þau þannig:
Einstaklingar:
Broddi Þorsteinsson H. 30 stig
Gunnar Geirsson H. 13,5 —
Jóhann Pétursson H. 10,5 —
Félög:
UMF Höfðstrendingur 59 stig
UMF TINDASTÓLL 4 —
UMF Framför 3 —
Mikið tjón
í heybrunum
Nauðsyn þess að bænd-
ur brunatryggi hey sín
Sauðárkróki, 27. sept.
„f gærkvöldi og nótt varð
heybrimi á bænum Keflavík
i Bípurhreppi, og eyðUagðist
eða stórskemmdist um helm-
ingur heysins í 600—800 hesta
hlöðu. Heyið var ekki vá-
tryggt.“
Á líðandi haustdögum hef-
ur alloft mátt heyra í frétt-
um og lesa í blöðum svipaða
frétt og segir frá Sauðár-
króki. Stórskemmdir á hey-
birgðum bænda, af bruna og
oft fylgir með „heyið var
ekki vátryggt“. Allir sjá og
skilja, að það er mikið áfall
að missa þannig hluta, stund-
um meginhluta, þeirra heyja,
sem ætlaður er búpeningi á
komandi vetri, en út yfir tek-
ur þó, þegar heyið er ótryggt
fyrir bruna. Þá er tjónið ábæt-
anlegt og mörgum bóndan-
um ofraun. Það má því ekki
konía fyrir að bændur missi
hey sín á þennan hátt ó-
tryggð. En það verður ekki
fyrr en hver einasti bóndi
brunatryggir hey sín.
Sem betur fer hafa bændur
aðgang að heytryggingum, t.d.
bjóða Samvinnutryggingar upp
á hagkvæma heytryggingu,
sem meðal annars nær til
sjálfsíkveikju, en oftast er
hún að verki á þessum tíma.
Bændum og öðrum, sem hey-
birgðir hafa undir höndum,
skal bent á augl. Samvinnu-
trygginga, um heytryggingu,
hér á öðrum stað í blaðinu.
Þeir, sem ekki hafa nú þeg-
ar gengið frá slíkum trygg-
ingum á heyjum sínum mega
ekki draga það deginum leng-
ur. Enginn bóndi má hér eft-
ir missa hey sín ótryggð í
bruna.
Úrslit í einstökum greinum:
100 m hlaup:
Broddi Þorsteinsson H. 12,9 sek
Jóhann Pétursson H. 13,3 —
Gunnar Geirsson H. 13,3 —
Smári Jóhannsson F. 13,4 —
Langstökk:
Broddi Þorsteinsson H. 5,33 m
Jóhann Pétursson H. 4.94 —
Gunnar Geirsson H. 4,63 ■—
Sigurður Þorvaldsson 4,30 —
Kringlukast:
Broddi Þorsteinsson H. 39,00 m
Gunnar Geirsson H. 31,60 —
Jóhann Pétursson H. 27,40 —
Sigurður Þorvaldsson H. 26,55 —
Hjálmar Pálsson H. 22,32 —
800 m hlaup:
Broddi Þorsteinsson H. 2:43,0 mín
Sigurður Ingimarss. T. 2:45,8 —
Smári Jóhannsson F. 2:47,0 —
Gunnar Geirsson H. 2:53,0 —
Hástökk:
Broddi Þorsteinsson H. 1,57 m
Gunnar Geirsson H. 1,42 —
Sigurður Þorvaldsson H. 1,36 —
Hjálmar Pálsson H. 1,31 —
Kúluvarp:
Broddi Þorsteinsson H. 12,08 m
Jóhann Pétursson H. 10,62 —
Gunnar Geirsson H. 10,23 —
Sigurður Ingimarsson T. 9,21 —
Drengjamót
Ungmennasambands
Skagaf jarðar
í frjálsum íþróttum fór fram
samtímis og Sveinamótið, en þátt-
Skólaniir taka
til starfa
SKJLUFJÖRHUR
Barnaskóli Sigluf jarðar var
settiur 3. október. 1 skólan-
um eru 285 börn í 13 bekkj-
ardeildum. — Skólastjóri er
Hlöðver iSigurðsson.
öagnfræðaskóli Siglufjarð-
ar var settur 3. október. 1
skólanum eru 207 nemendur
í 4 bekkjum, en 8 bekkjar-
deildum. Átta fastir kennar-
ar eru við skólann og sjö
stundaikennarar. Skólastj óri
er Jóhann Jóhannsson.
Trausti Árnason, sem
kennt hefur við skólann í
allmörg ár, er fluttur til Ak-
ureyrar. 1 vetur kennir Anna
Sigríður Ámadóttir í hans
stað.
Tónlistarskóli Siglufjarðar
var settur 1. október. I skól-
anum eru um 40 nemendur
í einlkatímum, auk nemenda
í hópkennslu. iSkólastjóri er
Gerhard Schmidt.
SAUBÁRKRÓKUR
Barnaskóli Sauðárkróks
var settur 4. október. Nem-
endur í skólanum eru 200
1 vetur í 9 bekkjardeildum.
Skólastjóri er Björn Daníels-
son. Fer hann í ársorlof, en
Guðjón Ingimundarson er
settur skólastjóri þetta
skólaár.
Gagnfræðaskóli Sauðár-
króks tók til starfa 3. okt.
í skólanum eru um 100 nem-
endur. Síkólastjóri er Friðrik
Margeirsson.
Skólinn er til húsa í barna-
taka var mikið minni. Tveir kepp-
endur voru frá Tindastóli og tveir
frá Framför.
Sé stigaútreikningur eins og á
Sveinamótinu, falla stigin þann-
ig:
Einstaklingar:
Guðmundur Guðm.son T. 16 stig
Ólafur Ingimarsson T. 18 —
Benjamín Bjartm.son T. 11 —
Félög:
UMF Tindastóll 34 stig
UMF Framför 17 —
ITrslit í einstökum greinum:
160 m hlaup:
Guðmundur Guðm.son T. 12,1 sek
Ólafur Ingimarsson T. 12,1 —
Sigurður Sigurðsson F. 13,4 —
Benjamín Bjartmson F. 13,4 —
Kúluvarp:
Guðmundur Guðm.son T. 11,20 m
Benjamín Bjartm.son F. 7,94 —
Sigurður Sigurðsson F. 6,95 —
800 m hlaup:
Ólafur Ingimarsson T. 2:28,2 sek
Benjamín Bjartm.s. F. 2:49,6 —
Langstökk:
Ólafur Ingimarsson T. 5,74 m
Guðmundur Guðm.son T. 5,23 —
Benjamín Bjartm.son F. 4,48 —
Sigurður Sigurðsson F. 4,15 —
Hástökk:
Ólafur Ingimarsson T. 1,63 m
Guðmundur Guðm.son TT. 1,57 —
Benjamín Bjartm.son F. 1,31 —
Sigurður Sigurðsson F. 1,22 —
skólahúsmu, en verið er að
byggja húsnæði fyrir skól-
ann.
Tónlistarskóli Skagafjarð-
ar tekur til starfa á næst-
unni. Skólastjóri er Eyþór
Stefánsson.
HOFSÓS
Barnaskólinn er tekinn til
starf a, Þar eru um 40 nem-
endur. Skólastjóri er Garðar
Jónsson. Auk þess starfiar
unglingaskóli með 15 nem-
endum. Þá er barnaskóli í
Óslandshlíð með um 30 nem-
endum.
Bændaskólinn á Hólum
verður settur um næstu
helgi. 40 nemendur eru í
skólanum í vetur.
Skólastjóri er Haukur Jör-
undsson.
BLÖNDUÓS
Barna- og unglingaskólinn
á Blönduósi var settur 1.
október. í skólanum verða
í vetur 140 nemendur.
Skólastjóri er Guðmundur
Ólafsson.
HÖFÐAKAUPSTABUR
Barna- og unglingaskóli
Höfðahrepps tók til starfa
um síðustu mánaðamót. 1
skólanum verða 120 nemend-
ur, 70 í barnaskólanum og
50 í unglingaskólanum í
3 bekkjum. Þriðji bekkur
starfar sem landsprófsdeild.
Skólastjóri er Jón Pálsson.
HVAMMSTANÖI
Barnaskólinn tók til starfa
um mánaðamótin. 1 skólan-
um eru 40 nemendur. Skóla-
stjóri er Sveinn Kristjáns-
son.