Einherji


Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 3

Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 3
Þriðjuda-gur 26. maí 1970. EINHERJI 3 Byggjum upp blómlegt atvinnulíf á grundvelli einkaframtaks og félagshyggju Skúli Jónasson Það er engum vafa undir- orpið, að brýnasta naðsynja- mál hvers byggðarlags er Iraust og blómlegt atvinnu- líf. Um það verður ekki deilt, og um (það eru allir sammála. Öllum mun það ljúft að leggja lóð á þá vog- arskál, sem til heilla má horfa bæ og byggð. Hitt er svo annað mál, að sjónarmið manna fara ekki saman um það, hvernig bezt skuli að málunum staðið, og í hvaða röð málum skal í höfn kom- ið. Þar koma fram ýmis sjónarmið, persónuleg og pólitísk. Stór orð og bægsla- gangur eru óæskileg og leiða sjaldan til farsælla málaloka. Leitin að úrlausnum hinna ýmsu umbótamála leiðir jafnan fyrr eða síðar til já- kvæðrar niðurstöðu, það sanna margar þær framfar- ir, sem orðið hafa í okkar þjóðlífi á undanfömum ára- tugum, en ekki er sama hvemig að er staðið eða á haldið. Uppbygging þjóðfé- lagsins á grundvelli einka- framtaks og félagsframtaks, hefur reynzt þjóðinni happa- drýgst á liðnum öldum, og svo er enn, og það á einnig við um hvert eitt sveitarfé- lag. Samtakamáttur einstakl- inganna, sem vilja koma málum sínum fram, getur lyft grettistökum. En verum þess minnug að setja ekki fótinn fyrir þá, sem hug- sjónir eiga, og sem vilja framkvæma þær. Um slík atferli höfum við sorglega mörg dæmi. Á okkar litla, siglfirzka heimili þarf að ríkja eining, en ekki sundmng. Það mun verða okkur til farsældar. Eyðum ekki kröftum okkar gegn hverjum öðrum, held- ur stillum þá saman til sam- eiginlegra átaka til hagsbóta öllum, sem byggja þennan bæ. Það er ósk okkar allra, hvar í flokki sem við stönd- um, að hér í skjóh okkar fagra fjallahrings megi blómgast fjölþætt athafna- líf, sem tryggt geti okkur og niðjum okkar góð lífs- kjör, og það er alls ekki neitt kraftaverk. Siglufjörður var um lang- an aldur mikill útgerðarbær og gegndi miklu hlutverki í atvinnulifi þjóðarinnar. Það er ofur einfalt að endurreisa hans fyrri tign. Lega hans skipar öndvegi norðlenzkra útgerðarbæja. Örstutt á feng sæl fiskimið, atorkusamar hendur bíðandi eftir verk- efnum, lífhöfn frá hendi skaparans til skjóls skipa fyrir veðrum og vindum. En hvað vantar? Það vantar aðeins óheft framtak fólksins, sem hefja þarf öfl- uga sókn gegn því ástandi, sem þróazt ihefur undanfar- in ár. Vilji til framtaks er fyrir hendi, ef því aðeins er rétt örfandi hjálparhönd. Nokkrir duglegir menn hafa á s. 1. ári keypt hingað í bæinn nokkra báta og er það gleðilegur vottur um aukna atvinnuuppbyggingu. Smábátaútvegurinn hefur mikla þýðingu, og hefur skaffað ótrúiega mikið hrá- efni til vinnslu í landi. Hon- um þarf meiri gaum að gefa og að honum búa, sem hann verðskuldar. Meiri átök þarf að gera í útgerðarmálum, hingað þurfa að koma þrjú til fjögur togskip í viðbót við það, sem fyrir er, þá fyrst er tryggt hráefni til vinnslustöðva sem fyrir eru. Ég samgleðst forsvarsmönn- um Togskips h. f., ef þeim tekst innan tíðar að koma heilu í höfn því skipi, sem þeir eru að kaupa í Þýzka- landi og ég veit, að allir bæj- arbúar fagna því, en þeim Kefur tekizt á styttri tíma að leysa sín vandamál held- ur en Útgerðarfélagi Siglu- fjarðar, sem fyrir átta ár- um lofaði tveim skipum í bæinn. Vonandi tekst Útgerð arfélaginu Höfn h. f., sem stofnað var í janúar á s. 1. vetri, einnig að komast yfir togskip á næstunni af hent- ugri stærð, og sem þjóna myndi vel norðlenzkum veiði- aðstæðum. Ef þær vonir rætast, að koma megi í bæinn nokkuð auknum veiðiskipastól, verð- ur þorri bæjarbúa öruggur með sína afkomu, og ef svo er framhaldið á þeirri braut, þá koma möguleikar til að snúa þeirri óheillaþróun við, að sífellt hefur fækkað íbú- um bæjarins, og þá getur maður leyft sér að vona, að hér geti átt sér stað eðhleg þróun, hvað fólksfjölgun og lífskjörum viðkemur. Það er staðreynd, að hér mætti nýta þann afla, sem á land berst, mun betur en gert hefur verið, jafna vinn- unni meðal fólksins, og auka til mima nýtinguna. Við flytjum mikið af okkar hrá- efni út og til annarra staða hálf- eða óunnið, auk þess er miklu magni fleygt, sem staðreynd er að megi nýta. Það er ofur einfalt að setja hér upp matvælaiðju, á öðr- um sviðum en hingað til hef- ur verið gert hér 1 bæ. Til þess þarf aðeins framtak og fjármagn, sem án efa myndi gefa ríkulegan ávöxt. En hér dugir engin dauð hönd. 1 skjóh stórútgerðar og sjáfarafurðavinnslu, sem hlýtur vegna legu bæjarins að verða máttarstólpar og burðarásinn í atvinnulífinu hér, kæmi fljótt ýmiskonar þjónustuiðnaður, sem fljótt myndi skjóta hér rótum, og sem hlúa þyrfti að og vemda fyrir byrjunarerfiðleikum. Iðnaðarmennimir myndu ekki láta sitt eftir liggja, ef til þeirra kasta kæmi. Þeir bíða eftir tækifæmm og möguleikum til að taka til starfa af fullum krafti, en biðin má ekki verða of löng, því að þá getum við misst stóran hóp vaskra drengja til annarra staða. Þá hefur dr-egizt sorglega lengi að hrinda í framkvæmd hitaveituframkvæmdum hér í Siglufirði, að tii stórtjóns er þegar orðið. Opinberir framkvæmdaaðilar em alltof seinir til athafn-a og oft vilja mál hjá þeim lenda í háif- gerðum hnút, svo til skaða er. Æskilegra hefði verið, að ekki hefði tekið nema eitt ár að bora þær tvær eða þrjár holur í Skútudal, í stað heils kjörtímabils. Við skulum gera okkur Ijóst, að hitaveita er ekkert smámál, fyrst og fremst er um mjög mikla atvinnu að ræða á meðan á uppbyggingu stend- ur, auk mikilla kjarabóta til handa íbúum byggðarlags- ins, í lækkuðum hitakostn- aði, en sú hefur raunin orð- ið á öðrum stöðum, sem hitaveita hefur verið byggð. Mörg önnur atriði mætti taka til meðferðar, sem hljóta. að koma til úrlausnar á næstu árum. En hér skal staðar numið. Skúli Jónasson flð sjálfsögðu hlutleysi Marteinn Friðriksson við Guðjón Marteinn Friðriksson Hinn 10. febrúar 1968 er í Norðanfara grein eftir Guð- jón Sigurðsson, bæjarfulltrúa á Sauðárkróki, sem ber nafn ið „Hlutleysi — eða hvað?“ Þar reynir greinarhöfundur að sýna fram á, að einga- myndun hjá Sauðárkróks- kaupstað hafi verið stórfelld í stjórnartíð sjálfstæðis- meirihlutans 1958 -til 1966 Guðjón tekur þó það ráð að reikna með árunum 1957 til 1965. Þar birtir hann upp- stillingu á þremur frádrátt- ardæmum, sem Sigurður Ste- fánsson, lögg. endurskoð- andi, hefur verið fenginn til að undirrita, svo engum detti hlutdrægni í hug. — Svona til kynningar er vert að geta þess, að Sigurður endurskoðandi hafði með höndum endurskoðun og reikningsgerð fyrir Fiskiver h. f. á sínum tíma og hafa lokareikningar fyrirtækisins ekki verið birtir enn þann dag í dag. Þessi frádráttardæmi er ég viss um að endurskoðandinn hefur reiknað rétt, en töl- umar, sem notaðar em í dæmunum, eru alveg ósam- bærilegar í upphafi og lok þess tímabils, sem tekið er til meðferðar. ræðir „talnasérfræði“ Sigurðsson Ég tek bæjarsjóð sem dæmi: Þegar litið er á bæj- arreikninga 1957 sést, að talan sem byggt er á, er lið- ur nr. 11 á skuldahlið reikn- ingsins, þ. e. höfuðstólsupp- hæð og stendur við hana textinn eignir umfram skuld- ir kr. 2.944.985,25 — næsti liður ofan við eða nr. 10 — kr. 668.301,67, er líka mót- færsla eignamismunar og því sama eðlis og höfuðstóls- reikningurinn, og er aðallega byggð upp af fyrningarsjóði sjúkrahúss og stofnkostnaði þess. Ennfremur er ekki til- lit tekið til framlaga til íþróttasjóðs vegna fyrsta á- fanga sundlaugar og íþrótta- vallar, var sú upphæð þá orðin um ein milljón króna, og ekki fremur en liður 10 tekið með í höfuðstólsupp- hæð í upphafi þess tímabils, sem Guðjón vill reikna. Hins vegar em þessar upphæðir komnar inn í höfuðstóls- reikninginn í árslok 1965. eins og bæjarreikningar það ár bera með sér. Til þess að sýna enn bet- ur hve þessi samanburður er vitlaus og villandi, skal ég fara að eins og Guðjón Sigurðsson og stilla upp sama dæmi, en reikna aðeins til ársloka 1964 og sýna svo árið 1965 sérstaklega. Svarið er skýrt og greinilegt í reikningsuppgjöri bæjarins 1965. Þar er birt skrá yfir eignabreytingar með þessari niðurstöðu. Guðjón Eyjólfs- son, lögg. endurskoðandi, gekk frá þeirri reikningslok- un eftir ábendingu minni og í samráði við Halidór Þ. Jónsson endurskoðanda bæj- arreikninga, sem var fulltrúi fráfarandi meirihluta, Það er nú í sannleika bros- legt, að kröfur mínar um bætt reikningshald bæjarins em að verða uppistaða í sjálfhælni gamla sjálfstæðis- meirihlutans. Guðjón drótt- ar að mér sjálfhælni og talnablekkingum í sömu j grein og hann er að fást við I þá iðju, sem ég hef rakið hér að framan. Ég bendi Guðjóni á að fá endurskoð- andann sinn til að stilla upp fyrir sig dæmi um þær upp- hæðir á fjárhagsáætlunum áranna 1957 til 1965, sem áttu að ganga til eignabreyt- inga og hækka hreina eign bæjarins. Hvað skyldi vera mikill mismunur á þeirri upphæð og niðurstöðunni, sem Guðjón sjálfur birtir sem hreina eignamyndun yf- ir tímabilið. Það stendur nefnilega algjörlega óhrakið, að eignabreytingin til höfuð- stólsreiknings 1959 til árs- loka 1965 varð aðeins kr. 454.415,96, þegar bakfærsl- urnar á framlögum til j Sjúkrahúsbyggingar og í- ! þróttamannvirkjanna, sem ; ég lét gera í reikningsupp- ! gjöri 1965, em ekki taldar með. En sagan er ekki alveg Höfuðstólsreikningur bæjarsjóðs 31/12. ’64 kr. 4.932.926,26 Upphafstalan sem Guðjón notar frá 1957 — 2.944.985,25 Mismunur — eignaaukning árin 1958—1964 kr. 1.087.941,01 bæði árin meðtalin. Þá sýnir rökstuðningur Guðjóns, að eignaaukningin á árinu 1965 hefði átt að nema kr. 3.237.989,12, en reksturs- reikningur ársins 1965 und- irritaður af lögg. endurskoð- anday sýnir kr. 427.792,63 færslu til höfuðstólsreikn- ings. í hverju liggur þá mis- munurinn kr. 2.810.196,49? 'öll sögð með þessu. Á eigna- skrá bæjarins vom stórar og margan upphæðir, sem j allir kunnugir vissu að vom I óraunvemlegar og engin eign jí. Það hefur Hka komið í ljós við innheimtutilraunir þetta kjörtímabil. T. d. var l einn eignaliðurinn óinnheimt meðlög nokkur ár kr. 460 Framhald á 5. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.