Einherji


Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Þriðjudagur 26. maí 1970. Efla þarf atvinnulífið, fólkid flytji ekki svo unga burtu Jón Jónsson. Rætt við JÓN JÓNSSON, verzlunarmann á Skaga- strönd. Það lá þoka yfir kauptún- inu, þegar ég kom þar rétt fyrir kvöldmatinn. Ég ók nokkra stund eftir götunum og síðan niður á bryggju. Þar voru engir á ferli og þögn yfir öllu, nema gargið í máfunum. Ekkert gaf til kynna þá miklu drift, sem átti að standa undir atvinnu og f járhagslegri afkomu íbúa kauptúnsins. Draumórar stjómarflokka nýsköpunar- áranna, er svo vom nefnd, vom orðnir hér að martröð atvinnuleysis í fisklitlum flóa, þar sem gleymst hafði að byggja upp tryggari at- vinnugreinar, sem hverfa mætti til, þegar sjórinn brygðist. Góð hús höfðu staðið hér auð og óseljanleg, af því að skortur á atvinnu hafði neytt fólkið í burtu til lífvænlegri staða Þó höfðu tveir af hinum sömu flokk- um, er skipuðu nýsköpunar- stjórnina sælu, farið með ríkisstjórn undanfarin 10 ár. Ég hugsaði með mér: Hvar em þeirra verk til hagsbóta fyrir þennan stað. Ekki meira um það. En það hafði komið aska sunn- an yfir fjöll og fallið yfir staðinn og sett sinn auðnar- lega blæ á jörðina. Fjáreig- endur á staðnum höfðu fé sitt byrgt inni af þeim sök- um. Það var byrjað að bera. Ég spurði til vegar heim til Jóns Jónssonar, verzlunar- manns, ef vera mætti, að hann vildi svara nokkmm spurningum til iað festa nið- ur á blað. En hann skipar nú fyrsta sætið á hsta Fram- sóknarflokksins við sveitar- stjómarkosningamar á Skagaströnd. Hvað viltu segja um at- vinnu hér á staðnum? Hún er ákaflega takmörk- uð og varla hægt að segja^ að hún sé nokkurn tíma næg fyrir alla íbúa kauptúnsins. Ungt fólk sezt hér ekki að til að mynda sín heimili og hefur ekki gert það í nokk- ur undanfarin ár. Það virð- ist vera, að aðalvinnuaflið sé eldra fólk og unglingar. Á hverju byggist atvinna hér? Hún byggist fyrst og fremst á útgerð og vinnu við úrvinnslu aflans. Nú, auk þess er hér lítils háttar iðn- aður. Það starfa hér tré- smíðaverkstæði og vélsmíða- verkstæði. Hefur verið aflatregða? Það hefur verið aflatregða og vöntun á fiskibátum. Auðvitað bætti það mikið úr þegar togbáturinn Arnar var keyptur. En þau kaup tók- ust fyrir samstillt átak íbúa kauptúnsins. Þessi bátur skaffaði mikla atvinnu um tíma í fyrravor, meðan afli var góður. Einn bátur var gerður héðan út til rækjuveiða í haust og vetur og bætti það mikið fyrir með atvinnu, einkum kvenfólki og írngl- ingum. En þessum aðiljum, sem gert hafa út bátinn Guðjón Árnason til rækju- veiða, er ástæða til að þakka framlag þeirra til atvinnu- aukningar á staðnum. Annars er það knýjandi nauðsyn að fjölga hér tog- bátum til að efla atvinnulíf- ið og gera það varanlegra og traustara. 1 því augna- miði var safnað hlutafjár- loforðum til þess að láta smíðaskuttogara. Þessi hluta fjársöfnun tókst vel, þegar miðað er við atvinnu og efna hag. Á síðastliðnu ári ákvað stjórn Skagstrendings h. f. að leita tilboða í smíði skips- ins og bámst nokkur tilboð. Tilboð frá Shppstöðinni á Akureyri virtist einna hag- stæðast og var því tekið. Þessi skipasmíði var auðvit- að bundin fyrirgreiðslu og lánum frá ríkinu og öðrum opinberum sjóðum þar að lútandi. Um þetta mál hef- ur svo lítið heyrzt síðan, hvað sem því veldur. Eitthvað nánar um iðnað- arf ramkvæmdir ? Ég hef áður getið um verkstæðin. Vélsmíðaverk- stæðið hefur tekið að sér yf- irbyggingu á flutningabíl- um, auk bílaviðgerða o. fl., og er nú að flytja í stærra og betra húsnæði, sem eyk- ur mjög möguleika til auk- inna framkvæmda. En hús- næðisskortur veldur nokkru um, að trésmíðaverkstæðið hefur efcki getað tekið stærri verkefni, þótt þau biðust. Erað þið ekki með land- búnað? Landbúnaður er hér nokk- ur og allmikil tekjudrýgindi að honum, einkum hefur það búsílag komið sér vel í j atvinnuleysi. Mætti auka hann verulega. Skilyrði em hér góð til landbúnaðar. Land til ræktunar stórt og liggur ágætlega við. Eftir síðustu hreppsnefnd- arkosningar var samþykkt innan hreppsnefndarinnar, að láta fara fram athugun á heppilegu landi fyrir garð- rækt handa íbúum kauptúns- ins og einnig til starfrækslu skólagarða. En það er rnikið atriði, að finna eitthvert verkefni fyrir unglinga, sem ekkert hafa við að vera, þann hluta ársins, sem þau em e'kki í skóla. Fram- kvæmdir hafa enn ekki séð dagsins ljós, svo almenningi sé kunnugt. Hefur ekki eitthvað verið gert af hálfu hins opinbera til atvinnuaukningar hér á staðnum? Næsta lítið, held ég. Fram lög til hafnargerðar hafa að mestu lagzt niður. En við heimamenn teljum, að þessu litla fjármagni, sem fengizt hefur, hafi verið illa varið. En ákvörðunarréttur um það er í höndum arkítekta suð- ur í Reykjavík. Nú liggur það fyrir, að hafnarmann- virki liggja hér undir skemmdum, vegna skorts á fjármagni til viðhalds. Hér er mikill áhugi fyrir að ljúka framkvæmdum við svokallaðan skúffugarð, sem átti að verða aðalathafn- bryggjn við höfnina. Eh hann er búinn að standa hálfgerður í 15—20 ár. Hvað viltu segja um út- svars- og skattaálögur hér? Útsvör eru mjög há, þeg- ar miðað er við tekjur og atvinnu. Það verður að leggja á útsvör eftir hæsta skala og bæta síðan 20% (tuttug prósent) álagi ofan á það, sem skilyrði fyrir að framlag fáist úr Jöfnunar- sjóði. Þetta kemur auðvitað mjög þungt niður á þeim stöðum, þar sem lítil at- vinna er og rýrar tekjur. Má því segja, að þessi á- kvæði fyrir framlagi úr Jöfn unarsjóði séu langt frá því að vera réttlát, svo ekki sé meira sagt. Hvernig er aðstaða til fé- lagsstarf seani ? Við tókum nýtt félags- heimili í notkun í vetur. Það var vígt 30. nóvember, ef ég man rétt. Var það búið að vera Iengi í smíðum? Ég man ekki hvað mörg ár. Eh ég vil segja alltof lengi. Hér var mjög ófull- komin aðstaða til allrar fé- lagsstarfsemi. Það var því stórum áfnga náð, þegar fé- lagsheimihð var opnað til af- nota fyrir íbúa kaupt-únsins. Hefur sjónvarpið ekki lam- andi áhrif á félagsstarfsem- ina? Ekki neitt verulega ,held ég. Félagsstarfsemi hefur aldrei verið hér mikil og fleira en eitt komið þar til greina. En mér finnst ekki að sjónvarpið hafi spillt henni, Hvað viltu svo segja að lokum? Ekkert nema það, að ég óska staðnum batnandi tíma. Meiri atvinnu, svo unga fólkið flytji ekki í burtu, heldur stofni hér sín heimili, staðnum tii uppbyggingar og sóma. G. H. Komið við hjá Jóni Páissyni, skólastjcra á Skagaströnd Jón Pálsson. Hvað viltu segja mér um skóiamál í kauptúninu? Við höfum hér rúmlega 10 ára gamlan skóla. Það má segja, að hann hafi nægt þörfunum á kennsluhúsnæði. Við höfum þar fjórar venju- legar kennslustofur og að- stöðu fyrir handavinnu- kennslu drengja í kjallaran- um. Við höfum einnig ljósa- stofu, þar sem nemendur eiga kost á því að fá ljós- böð. Þetta eru aðallega yngri bömin, sem nota þetta og stofan aðallega starfrækt upp úr áramótum. Hvað era margir nemend- ur í skólanum? Þeir voru 104 í vetur. Við höfum svo skyldunám og landsprófsdeild að auki. Hvað telur þú mest að- kallandi í skólamálum á næst imni? Ég gæti bezt trúað, að það væri bætt aðstaða í skólastofu, miðað við nú- tímatækni og þjóðskipulag. Það er t. d. bætt aðstaða við notkun ýmiskonar sýningar- véla. Það er komin kvik- myndavél, skuggamyndavél og núna síðast myndvarp- inn, en þetta eru tæki sem þurfa sýningartjald. Og mætti þá telja eðlilegt, að slíkt tjald væri fyrir hendi í hverri skólastofu, þannig að það væri hægt að draga það niður úr ioftinu. Nú í haust á að koma til framkvæmda skipuleg eðhs- fræðikennsla. Þá má gera ráð fyrir, að þurfi sérstaka aðstöðu í einni kennslustofu fyrir hana. Eitt af því, sem væri æskilegt við hvern skóla, er bókasafn, sem væri sérstak- lega ætlað yngri nemendum. Við höfum að vísu örlítinn vísi að þessu í skólanum, en þyrfti að sýna því meiri al- úð. Af stærri verkefnum mundi maður vonast eftir íþrótta- húsi, ef sveitarfélaginu yxi fiskur um hrygg. Og vitan- lega er þýðingarmikið að skólarnir fylgist með þróun tímans. Þegar nemendur geta fylgzt með góðum þáttum í sjónvarpi, bæði í máli og myndum, má segja, að það kalli á aukna þjónustu frá Fræðslumyndasafni ríkisins. En þarna mun vera um að ræða fjárskort, eins og víð- ar í okkar þjóðfélagi í dag. Enn um sinn mun samt bókin og góður kennari verða aðal fræðararnir. G. H. MODELSMÍÐI EINBÝLISHÚS PJÖLBÝLISHÚS VERKSMIÐJUR ÝMSAR BYGGINGAR STÓRAR SEM SMÁAR KARL JÓH. LILLIENDAHL HÁTEIG 6, AKRANESI Gejrmið augiýsinguna Frá Skagaströnd

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.