Einherji


Einherji - 22.07.1970, Page 7

Einherji - 22.07.1970, Page 7
Miðvikudagur 22. júlí 1970. EINHERJI 7 Blikksmiðjan Voyur h. f„ Auðbrekku 65, Kópavogi • Smíðum loftræsti- og lofthitakerfi, stór og smá. ® Útvegum eða seljum af lager alls konar tæki til- heyrandi loftræsti- og lofthitakerfum. ® Framkvæmum alla algenga blikksmíði viðkomandi húsbyggingum o. fl. • Smíðum ýmsa hluti úr eir, áli, messing og járni eða stáli. Símar: Verkstjóri/Teiknistofa 40340 Skrifstofa 40341 Framkv.stjóri 40342 ' FYRIR FERÐAMANNINN í FERSTIKLU HVALFIRÐI Heitir réttir: Hamborgarar Kjúklingar Svínakótilettur Franskar kartöflur o. fl. • KAFFI • MJÖLK e IS • TÖBAK • FERÐAVÖRUR ' BENZÍN, OLÍUR SELJUM VEIÐILEYFI LEIGJUM ÚT SAL FYRIR 100—150 MANNS VEITIN G ASKÁ LINN FERSTIKLU SÍMI 93-2111 Húsmœður munið Vals-vörurnar: Sultu Sósulit Ávaxtahlaup Edikssýru Marmelaði Tómatsósu Saftir ísSósur Matarlit Búðinga VALUR VANDAR VÖRUNA Sendum um allt land. VALUR S-': Box 1313 — Sími 40795 — Reykjavík . ■ • ' ■ 1V • í ;• J Gagnfræðaskéli Siglufjarðar Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar var slitið þriðjudaginn 2. júní s. 1. Skólastjórinn, Jó- hann Jóhannsson, skýrði frá störfum skólans, afhenti verðlaun og ávarpaði að lok- um nýútskrifaða gagnfræð- inga og landsprófsnemendur. 8 fastir kennarar störfuðu við skólann og 6 stundakenn- arar. 172 nemendur voru í skólanum, í 4 bekkjum en 9 bekkjardeildum. 170 nemend- ur gengu undir próf. 11 nem- endur gengu undir landspróf miðskóla, og hlutu 6 þeirra framhaldseinkunn. 37 nem- endur gengu undir gagn- fræðapróf. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Fanney Jóna Þorsteinsdóttir, 8,46, en í 3. bekk Inga Jóna Jóns- dóttir, 8,46. Á unglingaprófi hlaut Marí- anna Jónasdóttir hæsta ein- kunn, 9,22, en í 1. bekk hlutu h'æstar einkunnir: Hrafnhildur Tómasdóttir 9,12 Sigurður Pálmi Sigurðsson 9,23 og Jónas Guðmundsson 9,41, en það var jafnframt hæsta einkunn skólans að þessu sinni. Við skólaslit hlutu nokkr- ir nemendur verðlaun: Fann- ey Jóna Þorsteinsdóttir frá vestur-þýzka sambandslýð- veldinu og Lionsbikarinn, Oddný Ríkharðsdóttir frá vestur-þýzka sambandslýð- veldinu og frá Stúdentafélagi Siglufjarðar, Selma Tómas- dóttir frá vestur-þýzka sam- bandslýðveldinu, Sturlaugur Kristjánsson vélritunarbikar Björns Dúasonar, Una Rögn- valdsdóttir frá vestur-þýzka sambandslýðveldinu, Hafliði Helgi Jónsson úr minningar- sjóði Odds Tryggvasonar, Inga Jóna Jónsdóttir frá danska sendiráðinu, Jónas Guðmundsson og Sigurður Pálmi Sígurðsson úr minn- ingarsjóði Jóns Jóhannesson- ar. Frá skólanum hlutu verð- laun: Hrafnhildur Tómas- dóttir og Sigurður Pálmi Sig- urðsson. Við skólaslit mættu 10 og 20 ára gagnfræðingar og færðu skólanum gjafir. Frú Jakobína Þorgeirsdóttir hafði orð fyrir 20 ára gagnfræð- ingum, en þeir færðu skól- anum vandaða saumavél að gjöf. Steinar Baldursson talaði af hálfu 10 ára gagnfræð- inga, en þeir færðu skólan- um ágætt kennslutæki, mynd varpa. Skólastjóri þakkaði ágætar gjafir, hlý orð og vinarhug. 3. júní voru gagnfræðing- ar, landsprófsnemendur og fastir kennarar boðnir á fund í Rótarýklúbbi Siglu- fjarðar. Sigurjón Sæmunds- son, prentsmiðjustjóri, á- varpaði nemendur, en forseti klúbbsins afhenti verðlaun þeim nemendum, sem hæsta einkunn höfðu hlotið í hverj- um bekk. Fanney Jóna Þorsteins- dóttir, úr 4. bekk, þakkaði af hálfu nemenda.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.