Einherji - 17.12.1972, Blaðsíða 1
TIL TÆKIFÆRISGJAFA:
Segulbandstæki
Plötuspilarar
Ferðaútvörp
Radíó- og Sjónvarpsþjónustan,
Sauðárkróki.
Blað Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra.
Badíó og sjónvarpstæki
Heimsþekkt vörumerki
Kaupfélag Skagfirðinga
Byggingavörudeild
Sauðárkróki. — Sími 95-5200
6.—7. tölublað. Sunnudagur 17. des. 1972 41. árgangur.
Harm var vitur og góðgjarn gamli
presturinn, sem talaði af alvöru og
festu við nokkra guðfræðistúdenta um
það tjón, sem kristinni trúboðun væri
að skilningsleysinu á því, hve gildi
fagnaðarboðans er altækt. Bæri þar að
vísu á hinni eigingjörnu afstöðu, þar
sem einstaklingurirm álítur aðeins lít-
inn hóp, ásamt sér vera kristinn og
dæmir þannig, 1 skammsýni og hroka,
allan þorra manna guðlausan. Verst
væri þó, þegar þeir, sem helga lif sitt
boðun trúariimar og öðlazt hafa kenni-
mannlega áhrifastöðu með fólki, skildu
ekki kristnina, nema með svo þröngum
hætti og neikvæðum. Varajátning virt-
ist jafnvel meir verð en hin góðu verk-
in og helgisiðir, byggðir á hinum ýmsu
mannasetningum, sáluhjálplegri en til-
finningin fyrir kærleikanum í tærri
fegurð mannlegs samfélags í upphafi
eilífðarinnar á jörðu.
Þessi reyndi og víðsýni þjónn kirkj-
unnar, sem hér er minnzt á, var síra
Sigurjón Jónsson. Hann hóf prestskap
sirrn á Barði í Fljótum, en sat lengst
austur í Kirkjubæ í Hróarstungu —
í grennd æskustöðva sinna, frændhðs
og vina.
Þeim, sem þótti aðþrengt í guðfræði-
deild háskólans og lágskýjað, var andleg
fylling að samneyti sliks manns og
vonalyfting. En þvi kemur hann nú í
hugann, að orð hans um niðurlag hins
h'elga jólaguðspjalls eru ógleymanleg-
ust af öllu, sem hann kenndi. Sam-
kvæmt all sterku þýðingar-tilefni
hljóma þau orð endranær rneðal vor á
jólum: „Og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem liann hefur velþóknun á“.
Síra Sigurjón var einn þeirra andans
manna, sem djúpfundinn guðfræði-
lærdómur hafði gert enn víðsýnni og
skilningsríkari á kærleiksboðskap
Krists og elsku Guðs á mönnunum.
F.íng og síra Ásmundur Guðmundsson
biskup og fleiri þeirra líkar, vildi hann
boða fagnaðarerindi jólanna öllum
í þeim undursamlegu orðum, sem þó
eru síður kunn, og þannig hljóða:
Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á
jörðu og velþóknun yfir mönnunum.
Þegar vér heyrum þessi orð í hátíða-
söngvum síra Bjama Þorsteinssonar og
skynjum helgidóm þeirra 1 trúarlegu
næmi voru, eru jólin sjálf hátíð huga
vors í meðvitund þess, að allir rnenn
eru bræður og jafnir fyrir augliti Guðs,
er hann horfir yfir vettvang sköpunai'
sinnar á jörðu. Eins og dýrðin í upp-
hæðum er óskyggð birta án manngrein-
arálits, er friður Guðs von allra manna
og markmið hans í þjóðunum um víða
jörð. Gyðinglegur trúararfur um út-
vakiing hinna fáu og, að þjóð Guðs sé
aðeins þjóð hins gamla sáttmála, er
alls fjarri kristinni jólahelgi. 1 fegurð
hátíðarinnar, sem skín á jörðu, þegar
himinninn er opinn í minning fæöingar
frelsarans, og áhrif lausnar hans og
mildi breiðast yfir byggðir, finnum vér,
að velþóknun Guðs er yfir oss öllum.
'Væri hinn algengi lesháttur guð-
spjallsins réttur, að Guði þætti aöeins
vel um sum börn sín, er hér lifa upp-
haf veru sinnar í eilífð hans, er vist, að
gleðin væri aðeins hluitskipti fárra á
jólum, en hryggð og vonLeysi í hugum
þjóðanna. Á næsta leiti kæmi yfir oss
sú spurn, hvort Guð sé aðeins gestur
hinna ríku, sem geta keypt hið ytra
ljós á þessari hátíð og lifa í allsnægt-
um mannlegrar dýrðar í minningu hins
umkomulausa bams. Hvor leshátturinn
æth hafi verið nær síra Valdimar
Briem, er hann orti. „Hvert fátækt
hreysi höh nú er — því Guð er sjálfur
gestur hér“. Enn meir krefur sam-
vizku trúarvitundar vorrar hugsunin
um mun hinna heilbrigðu, sem fá notið
ahs fagnaðar og fullrar gleði, og þeirra
sjúku, er þjást á sál eða líkama. Eru
þeir svo illa haldnir á hátíðinni af því,
að þeir eru ekki þóknanlegir Guði? Og
taka þeir, er sitja í Skugga sorgar og
eftirsjár út refsingu af sömu ástæðum ?
Hér er furðu nær kornið þeirri heiðnu
hugsun, að velþóknun guðlegra áhrifa
sé svo f jarri þeirn, sem á ibágt, að þar
sé að leita skýringar þess, að þá brest-
ur þrótt. — Hve fjarlæg er ekki slík
hugsun jólasögunum, sem fyrst hljóm-
aði hér á jörðu með upkomuhtlu fólki
á afskekktum stað.
Síðar barst þessi xmaðssöngur einn-
ig í hahir og ríkissetur. Því að Guð er
góður, og allir menn eru fæddir jafnir
og eiga hinn sama rétt til þess að lifa
sannleik trúarinnar og sjá Guð, sem
leitar að þroskanum í hjarta hvers
eins. Og við þá vissu finnum vér, að
allir eiga þeir að vera eitt. Ef til vih
var reynslan í hallarsölum borgarinnar
ekki auðveldari en hfið í kobbænum á
einmanalegum slóðum, þegar allt kom
Framhald á 3. síðu
MESSUR UM HÁTÍÐIRNAR
Sigluf jarðarkirk ja:
Aðfangadagur jóla: Aftansöngur kl. 6 síðdegis.
Jóladagur: Hátíðamessa kl. 2 e. h.
Jóladagur: Messa á Sjúkrahúsinu kl. 4,30 e. h.
Annan jöladag: Barnamessa kl. 11 f. h.
Gamlársdag: Aftansöngur kl. 6 e. h.
Nýársdag: Messa kl. 2 e. h.
GLEÐILEG JÖL
Sóknarprestur
Sauðárkrókskirkja
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00
Jóladagur: Guðsþjónusta kl. 14.00
Annar jóladagur: Barnaguðsþjónusta kl. 10,30
Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00
Nýársdagur: Barnaguðsþjónusta kl. 10,30
GLEÐILEG JÓL
Sóknarprestur
Afmælisgetraun 1972
Einherji birtir hér mynd af verðlaunahöfum afmæhs-
getraunar S. 1. S., hjá Kaupfélagi Húnvetninga s. 1. sum-
ar.
Verðlaunahafamir eru, tahð frá vinstri: Anna Tryggva-
dóttir, Blönduósi, Gunnar Benónýsson, Skagaströnd,
Sigurlaug Ragnarsdóttir, Blönduósi og Jökulrós Gríms-
dóttir, Skagaströnd.