Einherji - 17.12.1972, Blaðsíða 16
16
EINHERJI
JÓLABLAÐ 1972
Gódar gjafir
Lionsklúbbur Sauðárkróks færir Sjúkrahúsi Sauðárkróks góðar gjafir
Jón Karlsson form. Lionsklúbbs Sauðárkróks, (til hægri) afhendir Friðrik J.
Friðrikssyni héraðslækni, formanni Sjúkrahússtjórnar hjartagæzlutækið.
Þann 1. nóvember sl. af- j
hen'ti Jón Karlsson formaður
Lionsklúbbsins, Sjúkrahús-1
inu vandað hjartagæzlutæki
að gjöf. Tækið er keypt frá
Bandaríkjunum og kostaði
250 þús. krónur. Tollar og
aðflutningsgja'ld fengust
eftirgefin.
Friðrik J. Friðriksson
héraðslæknir, varaformaður
Sjúkrahússtjórnar þakkaði
klúbbnum gjöfina og stuðn-
ing hans við eflingu heil-
brigðismiála og heilsugæzlu
í ihéraði. Sjúkrahúslæknirinn
sýndi tækið og útskýrði
notkun þess fyrir gestum og
fundarmönnum.
Lionsklúbbur Sauðárkróks
hefir á undanförnum árum
gefið Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga mjög góðar gjafir. Hef-
ir klúbburinn gefið Sjúkra-
húsinu ýmis rannsóknar-
tæki, svo sem efnaskipta-
tæki, sjónprófunartæki,
Hann gaf einnig nýverið
tæki til endurhæfingar.
Allir vilja berjast gegn mengun, — en hvers vegna tökum við
ekki höndum saman um að róðast gegn alvarlegasta meng-
unarvaldinum hér á landi, sígarettunni. Þeir, sem hafa enn
ómenguð lungu, ættu aldrei að kyíeikja í fyrstu sígaréttunni,
og hinir, sem reykja, ættu að hætta dður en þeir verða meng-
uninni að bróð. öllum ætti að vera Ijóst, að s.ígarettureykingar
geta meðal annars valdið hjartasjúkdómum og krabbameini.
Göðar vörur - gott verð
Allar tegundir matvöru á sama stað
Heimilistæki, búsáhöld,
ýmiskonar vefnaðarvörur, leikföng
Dragið ekki innkaup til
síðustu daganna fyrir jól.
Gjörið svo vel. Reynið viðskiptin
Útibú Kaupfélags Eyfirðinga, Siglufirði
KJÖRBÚÐ Suðurgötu 4
ÚTIBÚ Hvanneyrarbraut 42
Búnaðarfélag Islands
sendir landsmönnum öllum
beztu óskir um
GLEÐILEG JÖL
Gæfuríkt komandi ár
Gjafaverzlun
Steindórs Marteinssonar
Aðalgötu 4 — Sauðárkróki
Gjafaverzlunin býður yður gott og vandað úrval
af fjöibreyttri gjafavöru:
ÚR, KLUKKUR og SKARTGRIPI
úr gulli og silfri
Hef allt í íslenzka þjóðbúningiim.
Gylli, hreinsa og geri við skartgripi úr gulli og silfri.
Steindór Marteinsson,
gullsmiður.