Einherji - 16.12.1974, Qupperneq 8
JÓLABLAÐ 1974
EINHERJI
Mánudagur 16. desember 1974.
Guðmundui Halldóisson íiá Beigsstöðum
HYLURINN OG LYGNAN
1.
Svartá og Eyvindarstaða-
heiði urðu snemma vinir mín-
ir. Sú vinátta hefur haldist
fram á þennan dag. Fyrst i
stað þek'kti ég heiðina ekki
neitt, eins og gefur að skilja,
nema af afspurn. En ég vissi
að áin átti upptök sín í lík-
ama hennar og það var mér
nóg.
>Ég man fyrst eftir Svartá
að vorlagi. Atburðurinn er
draumikenndur án aldurs og
ártals. Ég var að leika mér
suður á bæjarhólnum. For-
eldrar mínir voru að stinga
út tað og breiða á hólinn í
sunnanflæsunni. Áin var í
foráttu flóði og valt fram
kolmórauð og mikilúðleg neð-
an við hólbarðið. Mér leið
hálfilla. Systir mín, sem var
yngri, sótti á að komast nið-
ur að ánni. Mér var sagt að
gæta hennar fyrir ljótum
fcalli, sem ætti heima í ánni.
Hann væri með ljóta loppu
og seildist upp úr vatninu
eftir óþekkum krökkum og
hyrfi með þau niður í vatnið.
Ég mátti hafa mig allan við
þann dag til kvölds. Þá hátt-
aði ég þreyttur og dreymdi
þennan ófrína og armlanga
karl. Ég hafði látið illa í
svefninum og vaknað síðan
grátandi með ófreskjuna á
eftir mér. Lengi á eftir hélt
mér áfram að líða illa á með-
an vorflóðin Stóðu yfir. Mér
fannst henni ekki vera sjálf-
rátt fyrr en hún var orðin
tær. Ég veit ekki hvort aðrir
hugsuðu svona. En hafi svo
verið, létu engir það uppi svo
ég heyrði til. Fólkið, sem bjó
handan við ána, komst stund
um ekki yfir hana dægrum
saman á meðan örasta leys-
ingin stóð yfir. Það gat oft
komið sér mjög illa, jafnvel
orðið lífshættulegt ef veik-
indi bar skyndilega að hönd-
um og sækja þurfti lyf eða
lækni. Oftast dró þó úr henni
vatn og þrótt upp úr mið-
nætti þegar kólnaði fram til
heiðarinnar. Þá var hún
stundum farin á þrautavöð-
um undir morguninn. Oft var
hún að dragast framundir
hádegþ En það var furðulegt
hvað sólskin og sunnanvind-
Ur gátu hleypt miklu vatns-
magni í hana á stuttum tíma.
Gamlir menn mældu snjó-
þyngdina á heiðinni í fjölda
þeirra dægra sem vorflóðin
stóðu yfir í ánni. Ef dægrin
voru mörg hafði vetrarþungi
verið mikill á heiðinni og
f jallgarðinum 'austan við ána.
Þá hugsuðu þeir jafnframt
gott til vorbatans í kindun-
um, sem sloppið höfðu á heið
ina að elta grænan kólfinn
nýkominn undan snjónum.
Það var tahð þurfa mikla
gjöf til að jafnast á við hann.
Þannig gat þetta kolmórauða
vatnsfall borið mönnum út
í byggð kærkomnar fréttir
af lifandi peningi, sem slopp-
ið hafði úr haldi, kannske
ekki alltaf af'ar ströngu.
Ég hef stundum verið að
hugsa um vorflóðin í Svartá
eftir að ég varð fullorðinn
og farinn að kynnast fleiri
hhðum lífsins. Þá hefur mér
aUtaf dottið í hug maður sem
fór í mikla veislu og drakk
sig fullan. Og hann fékk svo
vel úti látið nesti heim með
sér, að það entist honum í
margra daga „túr“ á eftir.
Vorflóðin eru veisla árinnar,
— eini dagamunur ársins, ef
frá eru taldir ruðningar. Þá
býður heiðin og nálæg fjöll
til veislugleði og búa hana út
með nesti til að rétta sig af
í nokkra daga. Þá braut hún
venjulega töluverðar sneiðar
úr eyrimum. En landbrot
hennar á vorin höfðu oft
konúð sér illa fyrir bændur,
sem borið höfðu á eða grætt
út tún á fremstu nafir bakk-
anna eins og landlitlir bænd-
ur urðu að gera í þessum
dal. En fólkið var aldrei
lengi að fyrirgefa henni ó-
skunda af völdum ruðnings
eða túnspjöU í leysingum.
Það vissi að henni var ekki
sjálfrátt. Hún átti upptök
sín í heiðinni og vildi öllum
vel.
Einn var sá tími, sem fólk-
inu fannst að áin væri tekin
frá því, þótt hún væri kann-
ske aldrei nær vitund þess
en þá. Hann hófst þegar
leigutakar hennar komu að
sunnan í skrautlegum vögn-
um með mikið magn af á-
fengi innanborðs, til að veiða
laxinn. Þótt annir dagsins
gerðu fólkið stundum sljótt
fyrir niði hennar, hlus'taði
það gjarnan eftir hjartslætti
hennar á meðan þessir föru-
menn róluðu um bakfca henn-
ar. Einn dag, lagðist veiði-
maður örþreyttur á bakkann
í hádegissólinni. Þá var hann
búinn að draga 17 laxa á
iand frá því að hann byrjaði
veiðina þann. sama morgun.
Og þetta var ekkert eins-
dæmi í þessari á, að ég held.
2.
Næst verða svo vetrar-
kvöldin til að vitja minnisins
í þessari upprif jun frá Svart-
á. Við sátum öll inn í bað-
stofu. Það var búið að
kveikja á olíulampanum með
hvíta skerminum eftir rökk-
ursvefninn. Pabbi var að lesa
fyrir okkur sögu um eitt-
hvert fólk í London. Það
gerðust undarlega margar
sögur í þeim kaupstað, sem
lesnar voru í sveitabæjum í
þá daga. Persónur íslendinga
sagna komust suður á Thems
árbakka ef ég man rétt.
Nerna allt í 'einu heyrast
skruðningar feiknle'gur háv-
aði, svo mikill, að hann yfir-
gnæfir rokkhljóð og upplest-
ur. Við rukum öll upp og
fram bæjargöngin, eins hratt
og komist varð í myrkrinu
og út á hlað. Svartá var að
ryðja sig. Við sáum ekki
neitt, en heyrðum að hún
selti stóreflis j'aka upp að
hólnum og að eitthvað tröll-
aukið ruddist um með heljar-
átökum, sem enginn mann-
legur máttur fengi stöðvað
eða rönd við reist. Svo stór-
kostlegt var þetta niðurbrot
og það afl, sem stóð á bak
við þessa framrás. Úti var
mild sunnanhláka, auð jörð
og blakti ekki hár á höfði.
Guð gefi, að ekkert lifandi
hafi nú orðið fyrir henni,
sagði amma. Það verður gott
fyrir fólk að klöngrast á milli
bæja á eftir þessu eða hitt
þó heldur, sagði mamma.
Pabbi sagði ekki neitt. Hann
bar allt vatn í bæ og útihús
úr ánni. Það gat orðið á aðra
mannhæð fram af jakabrún-
inni niður í vatnið.
Það er ekki langt síðan ég
fór að setja þetta mikla afl
vatnsins, sem brýtur af sér
allar viðjar, í samband við
frelsið. Þetta misnotaða hug-
tak sem allir unna í raun og
ekkert fær stöðvað þegar bú-
ið er að setja því of þröng
takmörk. Síðan finnst mér,
að frelsið hafi fundið sér bú-
stað í Svartá. Og þar megi
ganga að því vísu, fyrir þá,
sem hafa glatað því úr
mannsbrjóstinu í glauminn.
En Svartá átti fleiri hliðar,
en 'hér hafa verið nefndar,
til að hressa upp á manniífið
á bökkum sínum. Það var
ek'ki lítil gleði á ferðum þeg-
ar ísinn kom á ána. En það
skeði ekki á einum degi. Að
vísu gat hana lagt á einni
nóttu í norðanstórhríðum. Sá
ís var lengi ótryggur og
hættulegur með löndum. En
venjulega tók það miarga
daga fyrir hana að ólga upp
og frjósa á víxl. Þá náði ís-
inn víða brekkna á milli,
þykkur og rennisléttur. Til-
valinn rennibraut fyrir sleða
og skauta. Þá opnuðust þráð
ar leiðir yfir á bæina á móti,
handan árinnar og mannfé-
lagið í dalnum varð sam-
stæðara og glaðara. Eða
þagnirnar á kvöldin. Maður
gat heyrt fótatak í mifcilh
fjarlægð. Hófatök jámaðra
hesta minntu á trumbuslátt.
Og silfurlitir geislarnir frá
tunglinu komu heilir til jarð-
ar til að sundrast á ísnum.
Stundum fannst mér þeir
minna mig á háan og bjartan
tenór. Ég hef aldrei getað
hlustað á Jössa Björling
syngja, án þess að rödd hans
minni mig á tunglsgeislana.
Ósjaldan datt mér í hug að
þessir björtu þræðir flyttu
með sér einhvem boðskap
frá himnum. En mannfólkið
vantaði einhvemsfconar við-
tæki í sálina til að skilja
hann. Áin rann hljöð undir
ísnum. Viatnið var svart á lit-
inn, lygnt og sakleysislegt,
þangað til frelsi þess fór að
stafa hætta af ísþunganum.
3.
Það hlýtur að hafa verið
komið sumar og vorleikurinn
hættur í ánni, þegar ég
kynntist hylnum persónu-
lega. Bakkinn var áreiðan-
lega orðinn grænn fyrir
löngu. Ég hafði oft rennt
færi í Hylinn fyrir iax og sil-
ung, en aldrei yrt á hann. En
ég hafði stundum lagst á
bakkann og hlustað á ferða-
sögur Straumsins. Þá hafði
Hylurinn hlustað þegjandi og
látið sér fátt um finnast.
Hann hafði bersýnilega ekki
mikið álit á beljandanum í
Straumnum. Svo var það eitt
sinn að kvöldi dags, rétt áð-
ur en að Hylurinn var vanur
að taka á sig náðir, að mér
daitt í 'hug að spyrja um upp-
vaxtarár hans. Fyrst í stað
var hann lítið viðræðufús,
allt að því tortrygginn. Hann
gaf straumnum illt auga og
var á báðum áttum. Seinna
sagði hann mér, að Straum-
urinn væri áábyg'gilegur í
frásögnum og spynni stund-
um upp óhróðurssögur um
árlífið: Hylinn, Flúðimar,
Lygnumar og Lækina, sem
féllu í ána. Og honum væri
ekki treystandi fyrir neinu,
sem ekki ætti að fara hátt,
og hélt svo áfram: Ég er
fæddur þama á Eyvindar-
staðaheiðinni. Móðir mín var
uppsprettulind þar fram frá.
Hún er held ég alltaf við
svipaða heilsu. Þar ólst ég
upp. Það var eikkert sérstakt
við umhverfið, hvorki mikil
fjöll eða vötn. En hæðimar
þar voru ósköp vinalegar. Og
mikið gat víðirinn angað á
vorin og lyngið orðið rautt
á haustin. Ég imdi hag mín-
um vel. Mig langaði aldrei
neitt í burtu. Himininn var
mitt sjónvarp. Stundum
komu kindur með htlum
lömbum að fá sér að drekka
hjá mæðmm sínum og folöld
slikt hið sama. Ég man hvað
flipar þeirra vom litlir og
mjúkir viðkomu.
Svo barst ég burtu með
læknum þangað til hann féll
í ána. Eftir það var ég svo
á hrakningi í ánni út heiðina
j og niður eftir Stafnsgilinu
og síðan út Svartárdalinn
þangað til ég hafnaði hér
fyrir utan þessa nestá. Kom
ekfcert skemmtilegt fyrir þig
í þessari löngu ferð framan
heiðina og dahnn? spurði ég.
Örlitla stund brá fyrir skæru
bliki í dimmdjúpri ásjónu
Hylsins. Ég þóttist sjá að
eitthvað hefði gerst, sem hon
um þótti gott að minnast.
Eitthvað sem var bæði ljúft
og sárt. En ég fékk aldrei
neitt svar. Honum varð litið
til Straumsins og talið féll
niður. Innan lítillar stundar
var hann sofnaður, djúpum
og værum svefni.
Á ég að segja þér það,
sagði Straumurinn ákafur.
Segja mér hvað? spurði ég.
j Þetta sem Hylurinn hætti við
jað segja áður en hann sofn-
i aði. Hann beið ekki eftir
I svar, en kom sér beint að efn
inu. Hylurimi kynntis Lygnu
fyrir utan Stafnsklifið þegar
hann kom framan að um ár-
ið. Það varð ást við fyrstu
sýn. Þau hafa ekki séðst síð-
an. En Hylurinn hefur aldrei
gleymt henni. Hann lifir aht-
af í von um endurfundi. Er
langt síðan þetta var, spurði
ég. Það var sama vorið, sem
barnið féh í ána, fram í daln-
um. Barnið dó, en ástin lifði,
sagði Straumurinn og sýndi
á sér fararsnið. Ertu að
hraða þér, ? spurði ég. Ég
ræð ekki ferð minni, sagði
hann. Það er beðið eftir mér.
Ég á mín vísu endalok: Ár-
mótin, þar sem lífi mínu lýk-
ur.
Straumurinn hvarf mér
sjónum.
Hylurinn svaf í sínu gamla
lægi. Einhvern tíma myndi á-
in brjóta framan af nesinu,
skjóli hans í Þessu árlífi. Þá
færi hann af stað með
Straumnum endalausa til að
mæta dauða sínum í ármótun
um. Kannske yrði hann svo
lánsamur að fá samfylgd
lygnunnar, sem 'hann hafði
beðið eftir í mörghundruð
ár. Þau mundu renna fagn-
andi saman og gefa sig dauð
anum á vald.
G. H.
GLEÐILEG JÓL !
FARSÆLT KOMANDI AR !
Þökk fyrir viðskiptin á árinu.
SPARISJÓÐUR SIGLUFJARÐAR