Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1940, Qupperneq 8

Freyr - 01.08.1940, Qupperneq 8
118 FRE YR ei svo skorið við neglur sér, að Ræktunar- félag Norðurlands mun t. d. í ár verða að spara að gefa út skýrslu um tilraunir sín- ar. Tilraunir viðvíkjandi framræslu hljóta að verða allumfangsmiklar, ef þær eiga að veita svör, sem gott gagn sé að, og kosta allmikið fé, miðað við fjárráð tilrauna- stöðvanna (en smámuni miðað við það mikla fé, sem fer í súginn árlega í jarð- ræktinni, af því að ekki hefir verið lagt í þáð að gera þessar tilraunir). Síðasta Alþingi samþykkti tvenn lög, sem tilefni er til að minnast á í sambandi við framræsluna og þá vöntun, sem ex á tilraunum á þessu sviði. Önnur lögin eru um rannsóknir og til- raunir í þágu landbúnaðarins. Allmikill lagabálkur og merkilegur ef til fram- kvæmda kemur. En því miður verður að segja ef, því nokkrum vafa virðist það bundið, hvort þau lög verða lifandi lög eða aðeins pappírslög fyrst um sinn. En hvern- ig sem fer um það, eru slík lög aldrei annað en beinagrind, sem við þarf að tengja aflvöðva og önnur líffæri, ef hún á að verða rólfær hvað þá meira. Væri ekki ráð að eitt hið fyrsta, er hrundið yrði í framkvæmd í samræmi við þessi lög, væri að efna til allyfirgripsmikilla til- rauna með framræslu. Slíkar tilraunir og nauðsynlegar ræktunartilraunir í sam- bandi við þær, hljóta að ná yfir fleiri ár og því mikilsvert, að sem fyrst sé hafizt handa með þær. Tilraunastöðvarnar geta auðveldlega framkvæmt þessar tilraunir og tilraunastjórarnir munu þess albúnir. Þótt heppilegt land sé ef til vill ekki fyx- ir hendi á stöðvunum til slíkra tilrauna, er auðvelt að fá það annarsstaðar. Það eina sem til þarf, er að sjá tilraunastjórunum fyrir nauðsynlegu fé til tilraunanna og starfsaðstoð, sem til þess þarf, að starf- rækja þær á heppilegum stöðum. Hin lögin, sem ég vil nefna í þessu sam- bandi, eru um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa nokkrar jarðir og afnotarétt jarða í Ölfusi. Hér er um að ræða hinar álitlegu mýralendur undir Ingólfsfjalli. Góðar mýrar með hæfilegum túnhalla og álitlegar mjög til ræktunar. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Þessar mýr- ar hafa beðið síns tíma. Þeim, sem þetta ritar, og sem betur fer mörgum öðrum, hefir verið það ráðgáta, hvernig þeim, er fyrir fáum árum völdu flötustu mýrina í flötustu sveit landsins til þess að efna þar til Síberíuframkvæmda í túnrækt, gat tekizt það að komast framhjá mýrunum undir Ingólfsfjalli. Það er vel, ef nú verð- ur staðnæmst þar. í lögunum um þessi jarðakaup er heimilað að verja 150 þús. kr. á árinu 1940 og 200 þús. krónum á ár- inu 1941 til landþurrkunar og vegagerðar í sambandi við stofnun nýbýla. Er það vafalaust að verulegu leyti með fram- kvæmdir í Ölvusi í huga. Það er óneitanlega merkilegur hlutur, að Alþingi skuli samþykkja slíka framræslu- heimild og fyrirætlanir, án þess að það komi neitt til tals um leið að hér vantar allar tilraunir og áreiðanlega vitneskju um það hvernig framræslu mýrlendis til tún- ræktar skuli haga að magni og gerð (dýpt ræsa og bil milli þeirra o. s. frv.) Það er upplagt og gefið tilefni að verja nú nokkr- um þúsundum af fé þessu til framræslu- tilrauna, t. d. á mýrunum undir Ingólfs- fjalli og í Kræklingshlíðinni í Eyjafirði. Á báðum þessum stöðum er land mjög vel til slíkra tilrauna fallið, bæði að jarðvegi og legu. Meðal annars liggja mýrarnar um þjóðbraut þvera svo tilraunirnar gætu orð- ið mjög í augsýn fjölda bænda og annarra vegfarenda. Á báðum stöðunum ætti að ræsa fram allstórar spildur, með full- komnu tilraunasniði, undir handleiðslu

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.