Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 9
FRE YR 119 tilraunastjóranna Klemensar og Ólafs, og svo að rækta þær næstu ár með það fyrir augum, að fá sem víðtækust svör við því hvernig og hve mikið þarf að ræsa til þess að ná sem heppilegustum ræktunarárangri. Um leið mætti óefað fá margar mikilsverð- ar upplýsingar um önnur atriði nýræktar í sambandi og samræmi við slíkar tilraun- ir beggja tilraunastöðvanna. Munurinn á úrkomumagni, snjóalögum og frosti í jörð er svo mikill syðra og nyrðra, að tilraunir á tveimur stöðum, eins og hér er gert ráð fyrir, eru sjálfsagðar og það minnsta, sem til tals getur komið. Eiga ræktunarmenn þá að leggja árar í bát með alla framræslu þangað til þessi svör eru fengin, sem svo eru mikils verð, munu einhverjir spyrja. Nei, þótt illt sé að vinna í blindni eða hálfrökkri, verður oft að gera það unz betur birtir, og svo er um þetta. Svo að segja hver skurður og hvert ræsi, sem grafið er, er spor í rétta átt til þess að bæta landið undir bú og leysa auð- legð mýranna úr læðingi. Nú er bændum ráðlagt eftir beztu vitund, að hafa 10—15 metra á milli lokræsa. Slíkar ráðleggingar eru ekki á traustu byggðar, og sést bezt hversu alvarlegt mál það er, að hafa ekki upp á betra að bjóða en slíkar losaralegar ráðleggingar, þegar þess er gætt, að það munar allt að þriðjungi á framleiðslu- kostnaði, hvort bil milli ræsa er haft 10 eða 15 metrar. Samt má og verður að halda þannig áfram unz betri vissa er fengin um framræsluþörfina. Gott væri, ef allir ræktunarmenn vildu hafa það í huga, að það er betra að eyða nokkru í ofurlítið óþarflega mikla framræslu — ef svo skyldi til vilja — heldur en að tapa miklu í bráð og lengd á ónógri framræslu. Og svo mikið vitum við, að margur opinn skurður, sem gerður er tvær skóflustungur, væri betur gerður fjórar stungur eða meira. Allt sem vel er gert að jarðrækt og bú- JARÐABÓTASTYRKUR. Þann 16/7. lauk Búnaðarfélag íslands við að senda frá sér styrk fyrir jarðabætur mældar árið 1939. — Styrkurinn skiptist þannig í sýslur landsins: Jarða. bóta- Sýslur Styrkur Félög menn alls kr. 13 612 Gullbringu- og Kjósars..... 68.191,13 10 170 Borgarfjarðarsýsla ........ 31.617,03 8 168 Mýrasýsla ................. 22.457,46 12 197 Snæf.- og Hnappadalss...... 21.460,18 9 112 Dalasýsla ................. 10.408,40 11 212 Barðastrandarsýsla ........ 12.156,85 15 318 ísafjarðarsýsla ........... 25.323,87 7 136 Strandasýsla .............. 11.883,33 16 343 Húnavatnssýsla ............ 36.111,61 15 202 Skagafjarðarsýsla ......... 14.200,48 14 405 Eyjafjarðarsýsla .......... 58.257,97 15 307 Suður-Þingeyjarsýsla ...... 33.565,54 8 132 Norður-Þingeyjarsýsla ..... 16.692,53 12 211 Norður-Múlasýsla .......... 15.676,43 16 272 Suður-Múlasýsla ........... 22.311,99 6 139 Austur-Skaftafellssýsla ... 20.371,78 7 156 Vestur-Skaftafellssýsla ... 15.398,48 1 88 Vestmannaeyjar ............ 5.260,43 9 386 Rangárvallasýsla .......... 45.754,19 16 485 Árnessýsla ................ 71.933,35 8 Viðbótarskýrslur .......... 906,45 220 5.059 Samtals kr. 559.939,48 Auka-jarðabótastyrkur vegna mæðiveik- innar 1939. Styrk- Hreppar þegar Sýslur Styrkurkr. 9 49 Árnessýsla ................ 3.941,36 2 10 Gullbringu- og Kjósarssýsla 1.034,49 8 88 Borgarfjarðarsýsla ........ 7.320,76 8 128 Mýrasýsla ................. 9.378,58 1 3 Hnappadalssýsla ............. 330,79 6 38 Dalasýsla ................. 1.601,91 5 13 Strandasýsla ................ 439,87 6 130 Vestur-Húnavatnssýsla .... 7.805,98 8 70 Austur-Húnavatnssýsla ... 5.018,48 2 2 Skagafjarðarsýsla ........... 101,00 55 531 Samtals kr. 36.973,22 skap yfirleitt, er einhvers virði, flest, sem illa er gert, er lítils virði og oft einskis virði. gr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.