Freyr - 01.08.1940, Page 10
120
FRE YR
Fóðurtöflur
fyrir silfurrefi
Nú eru erfiðir tímar fyrir silfurrefarækt-
ina og raunar loðdýraræktina yfirleitt.
Síðustu árin hefir verð á silfurrefafeld-
um farið lækkandi vegna vaxandi fram-
leiðslu, og á síðastliðnum vetri komst verð
skinnanna mjög lágt. Orsakirnar voru
fleiri en ein. Vegna lækkandi verðs var
undaneldisdýrum stórfækkað, og jók það
mjög skinnaframboðið. Annars vegar var
svo Evrópu-styrjöldin, sem bæði þrengdi
markaðinn og dró úr eftirspurn almenn-
ings á skrautvörum og öðrum óþarfa.
Nú með vorinu hefir verð silfurrefa-
skinna á heimsmarkaðinum hækkað til
stórra muna, ef miðað er við miðveturinn,
og vegna minnkandi framleiðslu, er útlit
fyrir sæmilegt verð á silfurrefaskinnum
næsta vetur. Þó getur að sjálfsögðu ófrið-
urinn í Evrópu haft hér áhrif á ýmsa lund,
en slíkt er hulið í framtíðarinnar skauti.
Sænska tímaritið Vára Pálsdjur frá 15.
marz telur heimsframleiðslu silfurrefa-
skinna 1939 vera um 1.350.000 skinn, en
tímaritið Fur Trade Journal of Canada,
maí-heftið, reiknar ekki með meiri heims-
framleiðslu á silfurrefaskinnum 1940 en
í mesta lagi 600.000 skinnum. Með öðrum
orðum, framboðið lækkar um meira en
helming frá því sem það var síðasta sölu-
tímabil.
Styrjöldin hefir aukið kostnað við loð-
dýraræktina. Má þar nefna bygginga-
kostnað og uppihald loðdýrahirðisins.
Sömuleiðis hafa fóðurvörur hækkað í verði,
og er grein þessi skrifuð til þess að benda
á leiðir, til að halda fóðurkostnaðinum
niðri. Birti ég hér nokkrar fóðurtöflur
eftir R. Rochmann dýralækni, aðal fag-
mann Norðmanna í refarækt. Svipaðar
töflur hafa áður komið út í Norks Pelsdyr-
blad, en þessar eru teknar upp úr Lomme-
Almanakk 1940 (fyrir bændur) eftir K. K.
Heje. Hér eru þær allmikið styttar vegna
takmarkaðs rúms í Frey. Aðeins birtar
fóðurtöflur fyrir fullorðin dýr, en þar sem
hlutföll fóðurefnanna eru þau sömu, bæði
hjá yngri dýrum og eldri, ætti þessi stytt-
ing ekki að koma að sök.
Aðal tilgangurinn með töflum þessum
er að sýna hvernig draga má úr kjötmet-
inu og koma að nokkrum ódýrari eggja-
hvítuefnum í fóðurblönduna í stað þeirra,
sem finnast í kjötinu. Jafnhliða aukinni
refarækt í landinu hefir verð á kjöti til
fóðurs farið hækkandi. Þetta er sérstak-
lega bagalegt síðari hluta sumars, þegar
hvolparnir þurfa stöðugt vaxandi fóður-
skammt. Er kjöt þá venjulega dýrt og
erfitt að ná í það.
Fóðurtafla I II III IV
(Tölurnar eru grömm)
Kjöt og innmatur ... 170 180 100 100
Refaostur 40
Síldarmjöl 7
Fiskimjöl 70
Brauð, kex .. . 75 40 40 75
Soðnar kartöflur . 110 110
Nýmjólk .. . 80 80 80 170
Nýr fiskur .. . 120 120 120
Grænmeti 20 20 20 20
Möluð bein 20 20 20 15
Þorskalýsi 2 2 2 2
í staðinn fyrir brauð eða kex má hafa
graut, er helzt sé búinn til úr heiihveiti-
mjöli og hafragrjónum, er blandist vatni
til helminga, en við sundurvigtun verður
náttúrlega að taka til greina, hvað mikið
vatn er í grautnum, og gefa svo mikið, að
svipað mjölefni komi í fóðrið og er í
brauðskammtinum. Af graut með þessu
vatnsmagni mætti ætla um 150 grömm.
í staðinn fyrir helming mjölfóðursins má