Freyr - 01.08.1940, Page 11
FRE YR
121
gefa kartöflur, eins og sést á töfluliö II og
III, en ekki telur Rochmann ráðlegt að
hafa kartöflurnar meiri. í staðinn fyrir
100 grömm af harðbökuðu brauði koma
275 grömm kartöflur. Aðgæzluvert er, að
fóðurblandan þarf að vera vel samfeld.
Þunn fóðurblanda er yfirleitt talin ó-
heppileg fyrir meltingu þessara dýra.
Á töflulið III kemur refaostur og síldar-
mjöl í stað nokkurs hluta af kjötinu. Þeir,
sem ekki hafa verulega gott síldarmjöl
geta sleppt því og notað í staðinn 5 grömm
meira af ostinum.
Á töflulið IV kemur fiskimjöl og aukinn
mjólkurskammtur í staðinn fyrir allan
nýja fiskinn og nokkurn hluta kjötsins.
Hér er ætlast til, að fiskimjölið drekki
svo mikið í sig af mjólkinni, að fóðrið
verði samfellt sem áður.
Rochmann gerir ráð fyrir, að 100 grömm
af kjöti jafngildi 60 grömmum af refaosti,
en þá miðar hann við ost, sem hefir nokkru
minna þurrefni en ostur sá, sem Atvinnu-
deild Háskólans rannsakaði í vetur frá
Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Hins vegar
má búast við, að refaostur frá mjólkur-
búum landsins verði lítið eitt mismunandi
að þurrefna innihaldi, og því ekki annað
fyrir hendi en að miða við þau hlutföll,
sem Rochmann tiltekur. Eins og áður er
tekið fram, eiga töflurnar aðallega að sýna
hlutföll fóðurefnanna. Rochmann kallar
þetta dagfóður fyrir fullorðinn silfurref,
en tekið skal fram, að venjulega þurfa
fullorðin dýr ekki svona mikið fóður.
Rochmann lætur þess getið, að hann ætlist
til að læður fái aðeins % hluta venjulegs
fóðurskammts síðustu 6 dagana fyrir got.
Seint á árinu sem leið, kom út skýrsla
fyrir tilraunabú Norðmanna í refarækt
árin 1934—1939. í skýrslu þessari eru meðal
annars niðurstöður nokkurra tilrauna með
htjólk, refaost (magerost) og ostefni. Ein
tilraunin var, að minnka kjötið um 60%
og nota refaost í staðinn. Tilraun þessi
stóð eitt ár, og þar sem árangur hennar
var á allan hátt mjög góður, læt ég fylgja
hér fóðurskrá tímabilsins.
(Tölurnar eru grömm) 11/10 til
2 vikum
20/7-15/8 16/8-10/10 eftir got
Kjöt 50 60 70
Refaostur ... 45 55 70
Grautur 120 160 150
Nýmjólk .... 55 60 60
Fiskur 80 100 120
Bein 15 15 15
Grænmeti . .. 15 15 15
Fita 5 7 10
Lýsi 3 3 3
Fóðurblandan var notuð þannig áfram í
sömu hlutföllum.
Athugavert er, að fita er notuð í fóðr-
inu, og á það helzt að vera góð dýrafita.
Þar sem osturinn er svo að segja fitulaus,
þarf að bæta þessa vöntun upp með ein-
hverri góðri, ódýrri fitu. Athugavert er, að
þrá fita er óholl dýrunum.
Ég vona, að þessar fóðurtöflur geti orðið
refaeigendum nokkur leiðarvísir til að
setja saman hentugar fóðurblöndur fyrir
refabú sín. Það þarf varla að taka fram,
að ekki er hægt að minnka kjötið og láta
t. d. meiri graut koma í staðinn, því við
það truflast næringarefna hlutföll fóðurs-
ins, en það er hægt að minnka kjötið og
láta ost koma í staðinn, eins og töflurnar
benda til, sé það gert í þeim hlutföllum,
að 60 gr. ostur komi fyrir 100 gr. kjöt, eins
og áður er sagt. Fiskur inniheldur þýð-
ingarmikil næringarefni, en kemur þó að-
allega í kjöts stað. Rochmann ræður ekki
til að fara hærra með hann en töflurnar
sýna.
Kristinn P. Briem