Freyr - 01.08.1940, Side 12
122
FRE YR
Mæðiveikin
í Reykholtsdal og Miðfirði
NIÐURLAG
Framtíöarhorfur.
Því miður er ekki unnt að segja að fram-
tíðarhorfur séu glæsilegar á mæðiveiki-
svæðinu og er sjálfsagt að kynoka sér ekki
við því að horfast í augu við kaldan veru-
leikann í þeim efnum.
Þótt unga féð, sem alið hefir verið upp
síðustu árin, þar sem mæðiveikin hefir
lengst geisað, hafi reynzt mun ónæmara
eða mótstöðumeira gegn mæðiveikinni en
hinn upphaflegi fjárstofn, þá verða sjáan-
lega allmikil vanhöld á fénu af völdum
mæðiveikinnar enn um ófyrirsjáanlegan
tíma. Að vísu er allt útlit fyrir, að smá
dragi úr þeim vanhöldum, þótt of hægt
miði í þá átt. Það, sem bendir til þess að
svo verði, er fyrst og fremst sú reynsla, sem
fengizt hefir og lýst hefir verið hér að
framan, þótt hún raunar nái enn of
skammt. Ennfremur, að jafnvel þótt veik-
in grandi enn mjög mörgu fé, þar sem hún
hefur geisað 3—4 ár eða jafnvel lengur,
þá hagar hún sér allt öðru vísi en hún
gerði í upphafi.
Þar sem hún hefir verið lengi í fjár-
stofninum, hrynur féð nú hvergi eins ört
niður og það gerði í byrjun, nema ef til
vill á stöku stað, þar sem lungnabólgu-
faraldur geisar, en fé hefir stundum drep-
izt unnvörpum úr lungnabólgu áður en
mæðiveikin kom til sögunnar og gerir enn,
þar sem engin mæðiveiki er til, t. d. á Aust-
urlandi í vetur sem leið. Það fé, sem nú
veikist af mæðiveiki, þar sem hún hefir
lengi verið í stofninum, lifir oft mjög lengi
og gefur oft mikinn arð það árið, sem það
drepst. Mikill meiri hluti þess kemur til
slátrunar að haustinu. Það er að vísu mikill
skaði að þurfa að slátra mörgum ungum
ám veikum að haustinu, en samt er það
ekki sambærilegt við það að missa þær
fyrir ekkert að vorinu, einkum ef hægt er
að ala upp lömb í staðinn fyrir það, sem
lóga þarf af veikum ám. En því miður er
féð víða enn svo fátt, að lífsgimbrar eru
færri en þörf er fyrir.
Annað, sem ber vott um, að búast megi
við, að enn dragi nokkuð úr vanhöldum af
völdum mæðiveikinnar er, að reynsla fjár-
gleggri bænda er sú, að mikið af því unga
fé, sem veikzt hefir af mæðiveiki síðustu
árin, eru afkvæmi foreldra, sem ýmist hafa
verið sjúkir, þegar lömbin voru sett á, eða
sem sýkzt hafa síðan. Má því fastlega gera
ráð fyrir, að þegar fénu fjölgar og ekki
verður jafn mikill hörgull á lífsgimbrum
og nú hefir verið, þar sem féð er orðið
fæst, svo að bændur sjá möguleika á þvi,
að lóga öllum þeim lömbum, sem eru af-
kvæmi sjúkra foreldra eða af mjög næmum
ættum, þá dragi enn meira úr vanhöldum
en fram til þessa. Það er ekki hægt að lá
bændum, sem hafa orðið aðeins örfáar
kindur, og hvergi geta fengið keypt sæmi-
leg lífslömb í grennd við sig, þótt þeir reyni
að láta allar sínar gimbrar lifa, jafnvel
líka þær, sem eru undan sjúkum ám. Það
getur borgað sig, jafnvel þótt sumar þeirra
drepist áður en þær ná háum aldri.
Ég vil fastlega ráðleggja bændum að
ala alls ekki upp lömb undan mæðiveiku
ánum, þegar féð hefir náð þeirri tölu, að
ekki verður knýjandi nauðsyn að ala upp
öll gimbrarlömbin.
Til þess aö kynnast fé sínu sem allra
bezt, ættu allir bændur á mæðiveikisvæð-
inu að halda nákvæmar ættartölubækur
yfir allt sitt fé. Það er öllum bændum nauð-
synlegt en engum þó nauðsynlegra en þeim,
sem búa við mæðiveikina, eða hafa hana
yfir höfði sér.
Allvíða heyrast enn raddir, sem telja Tétt
að reyna að hafa fjárskipti. Sjálfsagt er að
gefa slíku gaum, en forðast þó að flana að