Freyr - 01.08.1940, Qupperneq 14
124
FRE YR
Ló-ló mín lappa
í þjóðsögunum er saga um huldufólks-
kú, sem kom í kýrnar á bæ einum. Var
kýrin öll hin föngulegasta og með afar-
stóru júgri. Hún var nú rekin heim og inn
með kúnum og átti að mjólkast. En hvernig
sem að var farið varð hún ekki mjólkuð
vegna þess hversu illa hún lét. Þá heyrðist
kveðið á fjósglugganum: ,,Ló-ló mín lappa!
Það kemur af því, að konurnar kunna þér
ekki að klappa — ló-ló mín lappa.“ Fór
þá fjósafólkið að klappa kúnni og kjassa
hana og gekk þá allt vel.
Með þessari þjóðsögu er verið að gefa í
skyn, hvað gott atlæti við kýrnar og góð
hirðing sé þýðingarmikill liður í fjósverk-
unum til þess að hafa hin fyllstu og beztu
not af dýrunum.
Þegar ég var unglingur heyrði ég sögu
eftir Hermanni Jónassyni skólastjóra að
Hólum. — Hann frétti af fátæku heimili,
þar sem voru afburða góðar kýr. Hermann
fór þangað til að skoða gripina og grennsl-
ast um meðferð og hirðingu. Hjónin og
börnin gegndu í fjósinu og hirðing öll og
atlæti hafði verið með einsdæmum góð,
en fóður ekki meira en víða annarsstaðar.
Vildi Hermann telja, að nákvæmni og ást-
ríki í aðbúð mundi vera stærsti liðurinn
í gæðum þessara gripa. Enda var Hermann
sjálfur með fádæmum vandur að skepnu-
hirðingu. Og það hafa gamlir bændur í
Hjaltadal sagt mér, að aldrei hafi þeir séð
betur umgengið fjós og fallegri gripi að
Hólum en í tíð Hermanns. Var þó fjósið
slæmt torfhús, sem illt var að verja fyrir
leka.
sjúkar kindur er vandræði að þurfa að
setja á vetur og vil ég eindregið vara bænd-
ur við því, að gera það.
Reykjavík, 17. júní 1940.
Halldór Pálsson.
Það er ákaflega ánægjulegt að koma í
fjós, þurrt og hlýtt, þar sem kýrnar eru
kembdar og burstaðar svo að gljáir á silki-
mjúkt hárið og hvergi sjást óhreinindi á
dýrunum. Eins. og það er raunalegt að
koma í þau fjós, þar sem gripirnir eru at-
aðir í skít, hárið samanklístrað og fullt af
ryki og rusli og liggur sitt á hvað, eftir að
dýrin hafa verið að reyna að sleikja af sér
óværðina. Þeim, sem svona hirða, eða láta
hirða kýr sínar sést mjög oft yfir einfaldan
hlut. Með því að þrífa kýrnar vel gefa þær
meiri og betri mjólk, og til þess eru kýr
hafðar, að gefa mjólk, sem mesta og bezta.
Það eru ekki fullunnin fjósverk fyrr en
öllum kúnum hefir verið kembt og þær
burstaðar hvert einasta mál.
Það er mesta kappsmál danskra bænda,
að eiga fallegar kýr og úrvalsnaut, og ætíð
það, sem fyrst er sýnt gestum, sem að garði
bera.
Mér til mikillar ánægju hefi ég komið á
bæi hér á landi, þar sem mér var fyrst
boðið í fjósið til að sjá kýrnar. Enda voru
þær bæði góðar og fallegar.
í Þingeyj arsýslu heyrði ég eitt sinn
bændur tala saman að kvöldi til í sveita-
síma. Meðal annars töluðu þeir um kýrnar
sínar. Sumar þeirra voru þá nýlega bornar.
Og gamla Rauðka mín komst ekki nema í
22 merkur, en hún fór í 23 í fyrra. En dóttir
hennar er komin í rúmar 19 að öðrum
kálfi og hún er ekki full grædd. — Ég
heyrðl ekki hvað hinn bóndinn sagði, en
hann átti einnig mjög góðar kýr. Ég kom
ekki í fjósið hjá þessum bændum, en þar
hefir áreiðanlega allt verið í lagi.
Þannig löguð samtöl milli bænda þessa
lands um gripi sína og fénað, og annað, sem
betur má fara í búskap, þurfa að verða
almennari. Það kemur af stað heilbrigðri
keppni um snyrti legan og hagnýtan bú-
skap.
Ólafur Sigurðsson, Hellulandi.
j