Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 3
MÁNfl-ÐflR BLfl-Ð UM LflNDBÚNfl-Ð
Nr. 8 Reykjavík, ágúst 194-1 XXXVI. árg.
Nokkur orð iiiib votkeysgerð
Undanfarið hefir því miður viðrað
þannig víðast hvar um land allt, að taðan
hefir hrakist fljótt hjá þeirn, sem byrj-
uðu sláttinn hæfilega snemma og skemmt
á rótinni hjá hinum, sem hafa frestað
slættinum vegna óþurkanna.
Það hefði komið sér vel í sumar að
byrja sláttinn án þess að gá til veðurs og
láta snemmslegnu og beztu töðuna um-
svifalaust í votheysgryfjurnar. En þeir eru
því miður alltaf fáir bændurnir, sem eru
svo vel búnir að votheysgryfjum og verk-
menningu að þeir gripi öruggir til slíkra
ráða. 12./6. Ritst.
Votheysgerð er þýðingarmikil heyverk-
unaraðferð. Á þann hátt er hægt að geyma
gras eða annað safaríkt grænfóður í lengri
eða skemmri tíma, þannig að það tapi til-
tölulega litlu í fóðurgildi, haldist safaríkt
óskemmt og gott til fóðurs. Um 1880 er
fyrst farið að rita um votheysgerð hér á
landi. Þá er hún reynd hér á nokkrum stöð-
um og mun síðan árlega hafa verið búið til
vothey hér á landi. Þó er því þannig varið,
að ennþá eru afarmörg heimili, sem engar
votheysgryfjur hafa. Þótt hér komi aftur
og aftur svo úrfellasöm sumur, að ógerlegt
er að þurrka hey á venjulegan hátt, er eins
og íslenzkir bændur séu tregir til þess að
búa til vothey. Þessi heyverkunaraðferð er
skoðuð sem neyðarúrræði, sem aðeins er
vert að grípa til í óþurrkatíð til að bjarga
grasinu frá því að verða ekki alveg ónýtt til
fóðurs.
Fyrsta skilyrðið til að búa til vothey, er
að gryfjan sé góð. í byrjun verður rækilega
að athuga hvar hún á að vera. Gæta þarf
þess, að grunnurinn sé fastur og staðurinn
svo þurr, að ekki sígi vatn að eða komi upp
um botninn. Það þarf að vera auðvelt að
láta í gryfjuna og koma fóðrinu þaðan í
peningshúsin. Gryfjustærðin fer eftir
skepnufjölda. Betra er að hafa þær ekki
mjög stórar en fleiri. Hentug stærð á flest-
um býlum hér mun vera 3 m. í þvermál og
dýptin má gjarnan vera 5—6 m. Úr gras-
inu, sem oft er látið blautt í gryfjuna, sígur
mikið vatn og jurtasafi niður á botninn.
Því þarf að vera öruggt botnrennsli úr
gryfjunni, til að leiða þennan vökva burt.
Gryfjurnar eiga helzt að vera kringlóttar
að lögun. Það er ekki eins auðvelt að gera
gott vothey í ferhyrndum eða öðruvísi könt-
uðum gryfjum. Gryfjurnar eiga helzt að
vera steinsteyptar og vel sléttar að innan.
Séu steingryfjur illa gerðar og holóttar (að
innan) eru þær engu betri en lélegar mold-
argryfjur, og snöggt um verri en vel gerðar
torfgryfjur. Á meðan núverandi ástand rík-
ir og sement er dýrt og illfáanlegt, er rétt
að búa til torfgryfjur. Þær á að hlaða vand-
lega upp að innan úr þurrum strengjum.
Gryfjurnar þurfa að vera undir góðu þaki.
Vothey má búa til úr öllu venjulegu