Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1941, Side 4

Freyr - 01.08.1941, Side 4
114 FREYR grasi. Mjög hentugt er að setja í vothey grasiö kringum bæinn og annars staðar frá þar sem mikil rækt er í jörðu. Þetta er safa- mikill gróður, oft arfakenndur, sem erfitt er að þurrka nema í þurrkatíð. Hagræði er að slá snemma beztu blettina í túninu og láta grasið í vothey. Með því fæst mun meiri há, þegar grasið er tekið strax af vellinum. Háin er góð til votheysgerðar. Grasið er fíngert, þungt í sér, sígur vel saman og við það bætist, að síðari hluta sumars er heyskapartíð oft farin að breyt- ast til hins verra og því ekki auðvelt að þurrka hána. Hér á landi er aðallega um tvær votheys- verkunaraðferðir að ræða, sætheys- og súr- heysverkun, eða heitu og köldu aðferðina, eins og hægt er að nefna þær. Allverulegur mismunur er á þessum tveimur aðferðum, og er öllum þeim, sem búa til vothey, nauðsynlegt að gera sér fyllilega grein fyrir honum. Meðan ekki er almennt að ræða um aðrar votheysverk- unaraðferðir, verður að búa til annað hvort súrhey eða sæthey og fylgja reglunum vel. Annars er hægt að eiga á hættu, að fá ó- heppilega hitamyndun og gerjun í heyið og útkoman getur orðið, misheppnað vot- hey — skemmt fóður. Sætheysaðferðin er í því fólgin, að gras- ið nýslegið og helzt grasþurrt er látið í gryfjuna. Grasinu er dreift mjög vel og jafnt um hana. Hiti myndast fljótt í heyinu og er þá beðið-eftir, að hann fari upp í 50 —55° C. Gott er að breiða segldúk eða þurrt torf ofan á heyið, til að koma í veg fyrir að hitinn rjúki burt. Á öðrum eða þriðja degi er hitinn í heyinu orðinn um eða yfir 50° C. Þá er því troðið vel saman og látið í gryfjuna á ný. Hitinn leitar þá fljótlega upp í nýja lagið og þannig er haldið áfram, þar til gryfjan er orðin full. Þá er bezt að þekja heyið með torfi og fergja með hnull- ungsgrjóti. Það sem skiptir miklu máli við sætheysgerð, er að fá hitann sem allra fyrst upp um 50° C., til að útrýma starfsemi ó- heppilegs gerlagróðurs í heyinu. Ekki er hægt að fylgjast vel með hitanum, nema að hafa heyhitamæli. Er hann nauðsynlegur á hverju sveitabýli, ekki aðeins fyrir votheys- gerðina, heldur einnig til að fylgjast með hitanum í þurrheyinu. Vel verkað sæthey er ljósbrúnt að lit, hefir brauðbökunarlykt og ézt mjög vel af öllum skepnum. Súrheysgerðin, eða kalda aðferðin, bygg- ist á því, að grasið er látið í gryfjuna ný- slegið, og því jafnað og troðið í hana eins vel og auðið er. Gryfjan er fyllt á sem stytztum tíma, helzt í einni lotu. Þá er þakið með torfi og sett mikið farg á heyið og er ágætt að nota til þess grjót. Við það sígur heyið saman. Loftið í því minnkar og hitamyndunin stöðvast. Hitinn í súr- heyinu má helzt ekki fara mikið yfir 20° C. Það er vandalaust að halda lágum hita í gryfjunni, með því að fergja nógu mikið. Þó að ekki hitni að ráði í heyinu, sígur samt mikið í gryfjunni. Sjálfsagt er að nota sér það með því að fylla hana á ný, og þannig er haldið áfram þangað til gryfjan er orðin full. Þá er heyið þakið vandlega með torfi, farg látið á það og allur fullnað- arfrágangurinn sá sami og við sætheys- verkunina. Aðalatriðið við þessa votheys- gerð er að hleypa hitanum ekki mikið yfir 20° C. Við 30—45° hita, starfa ýmsir skað- legir gerlar bezt, eins og t. d. edikssýru- og smjörsýrugerlar, sem mynda edikssýru og smjörsýru. Því ber að forðast þennan hita í öllu votheyi. Þess vegna er það þýðingar- mikið við sætheysgerðina, að fá hitann sem fyrst yfir 50°. Þann hita þola þessir skað- legu gerlar ekki. Gott súrhey hefir sætsúra lykt og er Ijósgrœnt að lit. Um það, hvort betra er að búa til sæthey eða súrhey, eru dálítið skiptar skoðanir. Þeir annmarkar eru á sætheysverkuninni, Framh. á bls. 124.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.