Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1941, Page 6

Freyr - 01.08.1941, Page 6
116 FREYR svo vel sem menn höfðu gert sér vonir um eftir ætt þeirra. En þetta er ekki neitt óeðlilegt, þegar þess er gætt, að kynbóta- starfið er á byrjunarstigi og allar upp- lýsingar um ættir og reynslu kúa því af skornum skammti. Enn sem komið er, er hér ekki hægt að tala um nein ákveðin kúakyn eða ættir, og nautgripir munu því flestir nokkuð óhreinir hvað viðkemur arfgengi. Þótt einn einstaklingur reynist vel verður það lítil trygging fyrir því, að hann gefi mikið í arf til afkvæma sinna. Þrátt fyrir þetta hafa þó flest nautin bætt á einn eða annan hátt. Og vil ég nú geta um nokkur þau naut, er eiga það margar dætur hér á sambandssvæðinu, að reynsla þeirra hefir nokkur áhrif á heild- arútkomuna. í Öngulsstaðahreppi var Grettir frá Litla-Hamri notaður árin 1925—’34. Dæt- ur hans eru flestar vel byggðar, hraustar kýr, mjólkurlægnar en mjólkin ekki feit. Meðal feiti % hjá Grettisdætrum, er um 3,40 og þar sem nú eru gerðar miklar kröfur um feita fjólk, verður þetta talinn mjög slæmur galli. Fyrir 1930 var notað naut, sem Ljómi hét og var frá Grund. Hann var fenginn við skyldleikarækt, var undan kú, er Hreinlát hét og syni hennar. Ljómadætur reyndust mjólkurlægnar. Ár-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.