Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 7
FRE YR
117
in 1930—’37 skiluSu 32 þeirra — allar
sem skýrsla er yfir — að meðaltali pr. kú
pr. ár: Ársnyt 3234 kg. Feiti % 3,54.
Fitueiningar 11451. Þetta verður að teljast
góð útkoma, þótt feiti % sé of lág. Á eftir
Ljóma var sonur hans, Brandur, notaður,
og gaf svipaða raun. Síðan sonur Brands
Herrauður á Ytri-Tjörnum, sem fékk I.
verðlaun síðast þegar nautgripasýning
var haldin hér. Herrauður virðist sérstak-
lega hafa bætt fitumagn mjólkurinnar, en
dætur hans virðast margar seinþroska og
jafnvel viðkvæmar, en það getur orsak-
ast af því, að hann hefir verið notaður
handa sér skyldum kúm, en skyldleika-
rækt hefir því miður, víðast gefizt illa
Þar sem hún hefir verið reynd hér á
landi. Um Herrauð hefir áður verið skrif-
að og læt ég því staðar numið með hann,
þótt reynslan á honum sé að mörgu leyti
athyglisverð.
Á Svalbarðsströnd hefir Búi frá Helga-
stöðum í Reykjadal verið notaður síðan
1932. Faðir Búa var frá Hvanneyri. Við
að gera samanburð á dætrum Búa og
mæðrum þeirra, virðist hann áhrifalaus
um mjólkurlægni, en feiti % er um 0,19
hærra hjá dætrunum. Einnig munu dæt-
ur Búa vera hraustar kýr.
í Arnarnesshreppi gaf Óðinn frá Syðra-
Koti kýr með þunna mjólk, og ekki svo
öruggur með nythæð, sem vonir stóðu til
eftir ætt hans. Þó eru til undan honum
nokkrar góðar kýr. Þór frá Hvanneyri gaf
velbyggðar, hraustar kýr, með feita mjólk,
en mjólkurmagn sést ekki að hann hafi